Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 30
PávirJóntíOK, -járwuiður UMFÍ 1993-2001: ÞórirJónsson segir tækifærin óteljandi fyrir ungmennafélagshreyfinguna I framtíðinni. „Ómetanlegt að hafa fengið tækifærí til að starfa fyrír UMFÍ" „Það verður kannski fátt um svör þegar stórt er spurt," segir Þórir Jónsson, fyrrum formaður UMFÍ, þegar hann er inntur eftir því hvað standi upp úr í 100 ára sögu UMFÍ. „Fljótt á litið í heiid- ina séð eru það Landsmótin og ekki síst í seinni tíð Unglingalandsmótin sem þer hæst. Að koma Unglingalandsmótunum inn á verslunarmanna- helgina var stór ákvörðun á sínum tíma en hún hefur heldur betur slegið í gegn. Auðvitað er hægt að nefna fleiri dæmi enda margt gott verið gert í gegnum tíðina. Ég get nefnt umhverfismálin í tíð Pálma heitins Gíslasonar en hann var mjög duglegur á þeim vettvangi. Hreyfingin hefur unnið í mörgum góðum mál- um og kom mörgu í gegn landi og þjóð til heilla," segir Þórir Jónsson í spjalli við Skinfaxa en hann var formaður UMFÍ á tímabilinu 1993 til 2001. Þórir segir hreyfinguna stundum hafa gengið gegnum erfiða tíma og að stundum hafi verið hart sótt að henni.„Ég held að ef hún hefði verið sameinuð þá hefði hún ekki orðið það sem hún er í dag. Það fór heljarmikil orka að verja hreyfinguna sameiningu. Það getur vel verið að einhverjum hafi þótt vitlaust að verja þetta en ég fer ekkert ofan af því að það hafi verið rétt að verja hreyfinguna fyrir sameining- aráformunum," segir Þórir. - Hvenær hófust kynni þin af ungmenna- félagshreyfingunni fyrir alvöru? „Þau hófust í barnæsku. Það biðu allireftir því að fá aðgang að ungmennafélaginu en hann fékkst við tíu ára aldurinn. Ég gekk í Ung- mennafélag Reykdæla í Reykholtsdal en for- eldrar mínir voru á kafi í starfi hjá félaginu, móðir mín í leikstarfinu og pabbi í íþróttamál- unum fram eftir öllu." - Hvernig atvikaðist að þú varðst formaður UMFl? „Ég lenti upphaflega inn í stjórn UMFf sem gjaldkeri 1985 og gegndi því starfi í sex ár. Ég var þá kominn í það margt, m.a. sveitarstjórnar- mál, að mér fannst kominn tími til að hætta í stjórn sem ég og gerði á þinginu á Húnavöllum haustið 1991. Þegar Pálmi heitinn ætlaði að láta af störfum sem formaður var komið að máli við mig og ég spurður hvernig mér litist á að ég gæfi kost á mér í formennsku. Ég ræddi þetta m.a. við Pálma og hann hvatti mig nú frekar en hitt. Það var síðan á þinginu á Laugarvatni 1993 sem ég var kosinn formaður UMFÍ," segir Þórir. Þórir segir tímann í formennskunni hafa verið afar skemmtilegan og mikinn skóla.„Það er mér afar Ijúft að segja að ég kynntist mörgu fólki í gegnum hreyfinguna. Alltaf standa upp úr hjá manni kynni við fjölda fólks sem er jafnvel enn í dag að vinna í hreyfingunni með einum eða öðrum hætti. Mikil ferðalög allt í kringum landið fylgdu formennskunni en mannleg sam- skipti eru mér afar minnistæð frá þessum tíma. Þegar maður lítur yfir farinn veg er í raun mjög dýrmætt og ómetanlegt að hafa fengið tækifæri að starfa í samtökum á borð við UMF(." - Hvernig sérð þú ungmennaféiagshreyfing- una fyrirþéri nánustu framtíð? „Ég get ekki séð annað en að þessi hreyfing sé á mikilli siglingu. Ef menn standa vörð um hana og gæta hennar þá á UMFÍ eftir að verða hér eftir sem hingað til mjög öflug samtök í íslensku þjóðfélagi.Tækifærin eru óteljandi og sjálfsagt á hreyfingin eftir að taka breytingum. Það hefur í gegnum tíðina verið styrkur UMFl að laga sig að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu og kannski að hafa líka áhrif á breytingarnar. Ég get ekki séð annað en að UMFÍ eigi bjarta framtíð fyrir sér," segir Þórir Jónsson að lokum. 30 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.