Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 24
10. Uh^lMi^aLxMjÍAmJI- UM ft 1Q.UNGLINGA LANDSMÓT umfI HSH valið fyrirmyndarfélagið á Unglingalandsmótinu HSH var valið fyrirmyndarfélagið á Unglinga- landsmótinu sem fram fórá Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þetta er annað árið í röð sem héraðssambandið nýtur þessa heiðurs en það varð einnig fyrir valinu á mótinu á Laug- um í fyrra.Tekið var fram við mótsslitin að það sem gerði útslagið með að HSH fengi bikarinn aftur var að allir keppendur HSH héldust í hend- ur í skrúðgöngunni. Keppendurfrá héraðssam- böndum og félögum voru nákvæmlega 939. Flestir keppendur voru frá heimamönnum í USÚ, alls 127 talsins. UMSK var með 124 keppendur og frá ÍBR komu 71 talsins. USÚ fékk höfðinglega gjöf Á Unglingalandsmótinu fékk Ungmennasam- bandið Úlfljótur hálfa milljón króna að gjöf frá systkinunum frá Hala í Suðursveit ásamt móður þeirra, Ingibjörgu Zophoniasdóttur. Gjöfin er til minningar um föður þeirra.Torfa Steinþórsson á Hala, en hann var mikill áhugamaður um frjálsar iþróttir og var öflugur ungmennafélagi. Félögum Flott án Fíknar boðið í siglingu á Unglinga- landsmótinu Á Unglingalandsmótinu á Höfn í Hornafirði voru félagar í Flott án Fíknar mættir á staðinn. Þar vorum við með tjald og buðum upp á heitt kakó (lagað í tjaldinu af kakómeisturunum, okkur sem sagt og fleiri klúbbfélögum) og fallegar, gular Flott án Fíknar-nælur. Kakóið sló alveg í gegn og margir þreyttir ferðalangar og keppnisfólk þáðu það, enda nauðsynleg næring fyrir svona duglegt fólk! Flott án Fíknar er klúbbur fyrir„úlla" (ungl- inga) sem ætla ekki að drekka né neyta tóbaks á meðan þeir eru undir lögaldri! Komu félagar úr öllum landshlutum og var gaman að hitta þá svona yfir helgina. ... og af því að Flott án Fíknistar eru alltaf til í allt, var farið í sjóferð sem var haldin fyrir þá sem eru skráðir í klúbb. Þeir sem mættu fengu svo ofboðslega þægilega, flotta og hlýja sjóhatta. (sjóferðinni var stoppað í Hellisey. Þar fundum við vita en engan helli! í vitanum var níðþröngt en mjög gott útsýni úr honum. Fórum við svo aftur í bátinn og sigldum í höfn í Höfn í Horna- firði. Ástrós Steingrímsdóttir og Harpa Hreinsdóttir, Lindaskóla. Meðlimir Flott án Fíknar. HSH var valið fyrirmyndarfélagið á 10. Unglingalandsmóti UMFÍá Hornafirði ísumar. Knattspyrnustúlkur úr UMSK hita upp fyrir leik á Unglingalandsmótinu á Hornafirði ísumar. Frá langstökkskeppni á Unglingalandsmótinu á Hornafirði. 24 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.