Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 17
í Helsjön í Svíþjóð kjallaraholu í þessa verslun sem er á við fjóra fótboltavelli eða svo. Eftir það var verslað í tvo tíma - sumir komu með marga úttroðna innkaupapoka á meðan aðrir keyptu minna. Heimkoman var um kl. 18:00 og þá var matur. Eftir kvöldmat fórum við (slending- arnir að skipuleggja kvöldvökuna. Kvöldvakan byrjaði kl 19:00 á að Mette Ravn, starfsmaður NSU, fræddi okkur um Norrænu ung- mennasamtökin sem UMFÍ er aðili að. Síðan sýndi Ásdís Helga myndir frá ungmennavikunni í fyrra, sem var haldin á íslandi, og fékk nokkra úr salnum sem höfðu verið þar til að útskýra myndirnar og segja frá. Við höfðum öll útbúið Power Point- kynningu um fsland og veldi þess sem Auður fór í gegnum. Ásdís Helga kynnti svo aðeins starfsemi UMFÍ. Eftir það stýrðu Jónmundur og Snorri leik sem allir tóku þátt í. Hann gekk út á það að allir drógu miða með íslensku orði á og áttu að bera það fram. Setið var í hring og stóð einn og einn upp til að lesa af sínum miða. Það kom okkur skemmtilega á óvart hvað sumir náðu íslenska framburðinum vel. Þá var Auður með leik sem gekk út á það að flytja spil með munnin- um milli manna sem var nokkuð fyndið. Eftir frábæra frammistöðu okkar tók við hópleikur sem Kamilla og Frida, tveir af stjórnen- dum vikunnar, stýrðu. Þær voru búnar að fela diska sem voru tölu- settir frá 1 til 56 og stóðu orð aftan á diskunum. Hóparnir kepptu sín í milli og gekk þetta út á það hver yrði fyrstur upp í 56. Liðið kastaði teningi og ef 5 kom upp reyndu krakkarnir að finna disk með þeirri tölu og muna orðið sem stóð á bakhliðinni. Segja þurfti Kamillu og Fridu orðið og ef það reyndist rétt fékk hópurinn verkefni til að leysa áðuren hann mátti kasta teningnum aftur. Ef t.d. 5 kom upp aftur átti maður að reyna finna disk númer 10 (5+5=10). Þegar þetta var búið var kvöldhressing og sungið fram eftir nóttu! Laugardagur Morgunmatur var kl. 8:00 að vanda. Kl. 10:00 var farið í ratleik um nær- liggjandi svæði. Hluti af ratleiknum var að tína bláber í skóginum og blóm í vönd. Síðan var haldið niður að vatni, farið í fleiri leiki og tekinn sundsprettur i vatninu. Hádegis- maturinn var svo hálf eitt. Um kl. 14:00 fengum við námskeið í sænskum þjóðdönsum og hring- dönsum sem var mjög skemmti- legt. Síðan voru Grænlendingarnir kvaddir með faðmlögum því að lestin þeirra til Kaupmannahafnar var að fara. Kl 17:00 var kvöldmat- ur, þjóðlegir síldarréttir, að mið- sumarhætti Svía. Kl. 18:00 voru allir komnir í sitt fínasta og tilbúnir til að skreyta miðsumarstöngina (krossinn) með blómvöndunum sem tíndir voru fýrr um daginn. Tveir gítarleikarar mættu á svæðið og harmonikkuleikari. Dansað var og sungið í kringum stöngina í meira en klukkutíma. Eftir það var farið í ýmsa leiki. Svo var haldið heim í hús og hóparnir verðlaunað- ir, því að alla vikuna var stiga- keppni milli hópanna sjö sem voru myndaðir í upphafi. Að lokum var myndaður hringur og hver þátttak- andi faðmaði hina í kveðjuskyni enda síðasta kvöldið okkar, og sumir þurftu að fara eldsnemma daginn eftir. Kvöldhressing var borin fram og svo spjallað og sungið fram eftir nóttu. Sunnudagur Morgunmatur var kl. 08:00. Síðan var lagt af stað út á Landvetter- flugvöll kl 10:00. (farteskinu var geisladiskur með myndum frá viku- dvölinni sem undirbúningsaðilarnir gáfu okkur í kveðjuskyni. Við tók- um svo flug heim kl 12:45 og lent- um um kl. 14:00 þar sem fjölskyld- urnar biðu okkar. Lokaorð Ungmennavikan var mjög vel heppnuð í ár eins og flest árin á undan. Mjög gaman var að kynnast öllu þessu fólki frá Danmörku, Finnlandi, Grænlandi, Suður-Slésvík og Svíþjóð. Alltaf var gert eitthvað skemmti- legt á Ungmennavikum, farið á ýmis námskeið, í alls konar ieiki og fleira, mjög fjölbreytt dagskrá. Eins og yfirlitið sýnir vorum við„Ung- dom i Rörelse" nær alla vikuna. Ungmennavikan verður haldin í Danmörku næsta sumar og hvetj- um við alla þá sem iiafa áhuga á að kynna sér málið að gera það. Ungmennavikan og fleiri slík tæki- færi, eins og Útilífsvikan, Leiðtoga- skólinn, leiðtogaþjálfunin, lýðhá- skólarnir, leiklistarhelgin o.fl. eru kynntá heimasíðunni www.umfi. is og www.nsu.is. Vonandi verðum við enn fleiri á næsta ári sem förum í gegnum og á vegum UMFÍ! Ef þið hafið áhuga, látið þá UMFl vita - umfi@umfi.is Með kveðju og þakklæti, Jónmundur Magnús Guðmunds- son, Auður Kjartansdóttir, Guð- mundur Snorri Sigfússon og Ásdi's Helga Bjarnadóttir, fararstjóri. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.