Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 3
Bjöm B.JótvswK; jvrmAxhM UMPÍ:
i
Hreyfingin í meðbyr
Góðir ungmennafélagar.
Það hefur verið gaman að vinna að
ungmennafélagsmálum síðustu
árin. Undirritaður er þakklátur fyrir
að hafa fengið tækifæri til að sitja
í stjórn Ungmennafélags (slands
síðustu tólf árin, fyrst sem vara-
formaður og síðan sem formaður
samtakanna.
Á margan hátt hafa undanfarin ár verið gjöful og hreyfingin haft með-
byr sem hefur m.a. komið fram í fjölgun félaga. Frá árinu 2000 hefur félög-
umfjölgað umfjórðung.Við höfum farið úr sextíu og fimm þúsund félög-
um í tæp níutíu þúsund á þessu stutta tímabili.
Eins og fram kemur í ársskýrslu UMFl þá hefur verið unnið að mörgum
skemmtilegum verkefnum síðustu árin og er ekki auðvelt að gera upp á
milli þeirra. Menning og æska (Kultur og Ungdom) árið 2000, bygging
Þrastalundar, breyting á innra skipulagi UMF( með tilkomu landsfulltrúa
og svæðisfulltrúa, efling ungmennastarfs innan hreyfingarinnar, stórefling
almenningsíþrótta og íþrótta eldri ungmennafélaga, undirbúningur að
uppbyggingu aðalstöðva okkar í miðbæ Reykjavíkur, tilkoma Unglinga-
landsmóts um verslunarmannahelgi, endurreisn og uppbygging norrænu
ungmennasamtakanna NSU, uppbyggingu tómstundabúðanna að Laug-
um, stofnun Vestnorrænu ungmennasamtakanna, stofnun Umhverfissjóðs
UMFÍ til minningar um Pálma Gíslason, stórátak í vímuefnavörnum og
vörnum gegn vá um kynferðislegt ofbeldi barna og undirbúningur Play
the Game-ráðstefnunnar.
Ekki er hægt að gera upp á milli þessara eða annarra verkefna sem
hafa verið í gangi síðustu árin. Það hefur einnig verið skemmtilegt að
vinna að algjörum viðsnúningi í aðkomu opinberra aðila að starfi okkar
með stórauknum fjárframlögum. Það hefur gert það að verkum að við
höfum m.a. getað aukið starf okkar til muna, m.a. í forvörnum.
Að lokum þakka ég öllum ungmennafélögum fyrir samstarfið síðustu
árin.
íslandi allt.
Björn B. Jónsson, formaður UMFl
Gunnar Birgisson sæmdur
gullmerki UMFÍ
Við opnun sögusýningar UMFÍ var Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í
Kópavogi, sæmdur gullmerki UMFÍ. Það var Björn B. Jónsson, for-
maður UMFl, sem sæmdi Gunnar merkinu. Gunnar var formaður
landsmótsnefndar og stýrði undirbúningi 25. Landsmóts UMFl af
miklum myndarskap.
Margrét Lára Viðarsdóttir
í heimsókn á Selfossi
Margrét Lára Viðarsdóttir
hefur í sumar heimsótt
ýmsa staði á landinu og
unnið að útbreiðslu
kvennaknattspyrnu. I
sumar kom hún m.a. í
heimsókn á Selfoss og
spjallaði við ungar knatt-
spyrnukonur. Eva Gríms-
dóttir var svo heppin að
fá lansliðstreyju að gjöf
frá Margréti Láru, en
Margrét valdi tvær stelp-
urafhandahófiáfyrir-
lestri sem hún hélt.
Eva Grímsdóttir er leik-
maður á yngra ári í 4.
flokki hjá Umf. Selfoss.
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags Islands 3