Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 33
kom meðal annars við á Álfaskeiði, upphafsstað göngunnar á Lang- hoitsfjall. Af því tilefni var flutt hug- vekja, félagar úr Karlakór Hreppa- manna tóku lagið og boðið var upp á mjólkfrá Birtingaholti. Lagt var af stað í gönguna á fjall- ið frá tjaldsvæðinu á Álfaskeiði, sem er dalverpi í sunnanverðu fjall- inu þar sem fjölmennar útisam- komur voru haldnar á árum áður á vegum Ungmennafélags Hruna- manna. Póstkassinn er staðsettur á Kistu, semer hæsta bunga fjallsins, en þar er endurvarpsstöð Sjón- varpsins. Göngustjóri var Jóhannes Sigmundsson, ferðaþjónustubóndi í Syðra-Langholti og fyrrverandi formaður HSK. Hann þekkir sögu svæðisins mjög vel og sagði m.a. frá konungskomunni. Jóhannes setti saman nokkrar visur sem eru komnar í gestabók- ina. Vísurnar hljóða svo: Á Langholtsfjall er létt að ganga, lofa margirþað. Er blómin smá I brekkum anga býég mig afstað. Er af Kistu ægifögur útsýn víttumsveit. Landið geymir gamlar sögur og gömul fyrirheit. Þessi fagri fjallahringur fangarhuga minn. Hérer, ungi Islendingur, arfurminn og þinn. Langholtsfjall í Hrunamannahreppi er 226 m hátt og af fjallinu er frá- bært útsýni yfir Suðurland. Gangan á fjallið er auðveld og tekur um hálftíma hvora leið. Til að komast að Álfaskeiði frá Selfossi er ekinn þjóðvegur nr. 1 austur að Skeiðavegamótum. Þar er ekið inn á Skeiða- og Hruna- mannaveg nr. 30 og eftir um 20 km akstur er komið að Stóru-Laxá. Þar er beygttil vinstri inn á Auðsholts- veg nr. 340 og þaðan er um 5 km aksturaðfjallinu. Sem fyrr segir eru 100 ár liðin frá heimsókn Friðriks 8. Danakonungs og fylgdarliðs hans til (slands. Kon- ungsfylgdin fór Kóngsveginn, sem svo var nefndur, um Þingvelli, Gull- foss og Geysi og þaðan yfir Hvítá við Brúarhlöð og niður Hreppa hjá Álfaskeiði. Við Álfaskeið var áð og m.a. boðið upp á mjólk frá Birtinga- holti. Þórólfsfell Um 50 manns tóku þátt í fjöl- skyldugöngu HSK á Þórólfsfell á Fljótshlíðarafrétti. Kristinn Jónsson á Staðarbakka var göngustjóri og sagði hann frá örnefnum og ýmsu fleiru sem fyrir augu bar. Ljóst var að hann þekkir svæðið mjög vel, enda fjallkóngur í fjallferðum á Grænafjall, en það nefnist afréttur Fljótshlíðinga. Eins og í öðrum fjölskyldugöngum HSK var farið með póstkassa og gestabók upp á tind fellsins og er póstkassinn staðsettur við mastur sem er uppi á miðju fellinu. Eins og undanfarin ár tók Guðni Guðmundsson á Þverlæk í Holtum þátt í göngunni og hann var að sjálfsögðu með vísur í farteskinu og ritaði þær í gestabókina. Hér eru vísur Guðna um Þórólfsfells- gönguna: Mér er fjarri að fara hratt eða fjöll að klífa um nætur. Þórólfsfellið þæfingsbratt þreytir mína gömlu fætur. Ekki þýðir að fást um slíkt, ætið þörfað fara á stjá. Útsýnið hér er engu líkt yfir fjöll og jökla þrjá. Golan leikur létt um kinn, lýjandi fjalla sprettir. Þrautin leyst í þetta sinn það er mikill léttir. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.