Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 18
fréttiv lír IweyjwujUMMA Formannaskipti hjá Fjölni Ragnar Þór Guðgeirsson, til vinstri á myndinni, er nýr formaður Fjölnis. Við hlið hans er fráfarandi formaður, Guðlaugur Þór Þórðarson. Aðalfundur Fjölnis var hald- inn í sal á 3. hæð í Egilshöll 8. ágúst og lagði fjöldi manns leið sína á fundinn. Ný stjórn var kjörin, Guðlaugur Þór Þórðarson lét af störfum sem for- maður félagsins og er Ragnar Þór Guðgeirsson nýrformaður Fjölnis. Fjölnismenn þökkuðu Guðlaugi Þór fyrir frábær fjögur ár sem hann hefur verið formaður en margt hefur breyst á þessum árum og tekur Ragnar Þór við mjög góðu búi af Guðlaugi. Ný lög félagsins voru samþykkt á fundinum en nýju lögin má lesa á heimasíðu Fjölnis, www.fjolnir.is Þeim voru veittar viðurkenn- ingar sem skarað höfðu fram úr á seinasta ári en Fjölnir hefur á að skipa einstaklega mörgum afreks- mönnum í sínum röðum. Frjáls- íþróttamaðurinn Sveinn Elías Elías- son var valinn afreksmaður Fjölnis en hann er gríðariega góður íþróttamaður sem er til fyrirmynd- ar fyrir alla félaga Fjölnis. Einnig fékk Sveinn Elías afhent verðlaun frá Landsmótinu sem var haldið í Kópavogi en Sveinn var stigahæsti maður mótsins. Kári Arnórsson var valinn Fjölnismaður ársins 2006, en Kári hefur verið einstaklega duglegur við að gefa vinnu sína og tíma í þágu félagsins. Einnig voru veitt silfurmerki Fjölnis en þau hlutu Þorfinnur Hjaltason (78), Jón Odd- ur Davíðsson (79), Steinar Davíðs- son (80), Þóra Melsted (81), Guð- laug Baldvinsdóttir (82), Guðrún Heiðarsdóttir (83), Hafþór Helgi Einarsson (84), Anna Bergmann (85), Oddur Valur Bjarnason (86), Rúnar Ingibjartsson (87) og Sævar Hilmarsson (88). Síðasta verk Guðlaugs Þórs sem formanns var að veita Snorra Snorrasyni gullmerki félagsins en Snorri er níundi Fjölnismaðurinn sem hlýtur þann heiður. Play the Game kynnti ráðstef nuna fyrir fjölmiðlum Forsvarsmenn Play The Game-ráðstefnunnar, sem haldin verður í Reykjavík dagana 28. október til 1. nóvember, efndu í byrjun sept- ember til fréttamannafundar á Grand Hótel þar sem ráðstefnan var kynnt fyrir fjölmiðlum. Jens Sejer Andersen, framkvæmdastjóri Play The Game, sagði frá undirbúningi ráðstefnunnar sem miðar vel áfram. f máli hans kom fram að búist er við um 300 þátttakendum erlendis. Dagskrá ráðstefnunnar er mjög áhugaverð en þekktir fyrir- lesarar koma til landsins til að taka þátt í henni. Björn B. Jónsson, formaður UMFf, sagði í stuttu ávarpi að ráðstefnan væri mjög spennandi verkefni en hún væri einn liður í dagskrá hreyf- ingarinnar sem fagnaði 100 ára afmæli á þessu ári. Þetta er i fimmta sinn sem Play The Game er haldin en fyrsta ráð- stefnan fórfram 1997. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem ráðstefnan er haldin utan Danmerkur. Búist er við um 300 íþróttafréttamönnum og háskólafólki, sem sérhæfir sig í íþróttarannsóknum, til íslands, alls staðar úr heiminum. Fyrsta Play The Game-ráðstefn- an var haldin að tilstuðlan dönsku ungmennafélagssamtakanna, DBI, en ráðstefnan er nú sjálfstæð ein- ing undirforsvari Danans Jens Sejer Andersen og er eina óháða ráðstefnan um íþróttir í heiminum. Á ráðstefnunni verða hvorki fleiri né færri en 40 fyrirlesarar sem fjalla um fjölmargt sem varðar íþróttir en rauði þráðurinn í ráðstefnunum fram að þessu hefur verið að taka fyrir og kryfja ýmis áhugaverð mál i heimi íþróttanna víðs vegar um veröldina, varpa Ijósi á pólitísku hliðina á íþróttum sem er oft á tíð- um með ólíkindum, skoða lyfjamál og spillingarmál auk þess sem ýmsir þekktir einstaklingar úr heimi íþróttanna halda fyrirlestra. í tilefni 100 ára afmælis UMFf var ákveðið að ráðstefnan færi fram á fslandi en UMFf leggur mikla vinnu og fjármagn í að gera hana sem glæsilegasta. Þar sem flestir gest- anna á ráðstefnunni eru íþrótta- fréttamenn ákvað UMFf að bjóða Samtökum íþróttafréttamanna að gerast aðili að ráðstefnunni að þessu sinni. Stjórn Sf þáði boðið enda sérlega áhugavert verkefni. Forsvarsmenn Play the Game boðuðu islenska fjölmiðla á sinn fund i byrjun septem- ber og kynntu fyrirþeim ráðstefnuna sem haldin verður hér á landi i lok október. Á myndinni erJens Sejer Andersen, framkvæmdastjóri Play the Game, og Þorsteinn Gunnarsson, iþróttafréttamaður áStöð2 og formaðurSamtaka íþróttafréttaman- na. Samtökin eru aðili að ráðstefnunni en Þorsteinn tók sæti i dagskránefnd hennar. Formaður Sf, Þorsteinn Gunnars- son, fékk það verkefni að taka sæti í dagskrárnefnd ráðstefnunnar þar sem ákveðið verður hvaða málefni verða til umfjöllunar. Hefur hann fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð við því að ráðstefnan fari fram á fslandi. Vettvangur hennar verður Grand Hótel. Nánari upplýsingar eru á www.playthegame.org. Sog-veitingar ehf. Tindur ehf. Þrastalundi Hjallatanga 10 340 Stykkishólmur 18 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.