Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 7
\ ► f RitvíjáraœjyaM - Jók KrMjÓH. SÍMurðsum Máttur UMFÍer mikill Það hefur verið í nógu að snúast hjá Ungmennafélagi (slands á 100 ára afmæli hreyfingarinnar. Aldarafmælisins hefur verið minnst með ýmsum hætti enda margs að minnast á glæstri göngu. Sögusýning UMFf i Gerðar- safni var metnaðarfull og gerði starfsemi hreyfingarinnar góð skil. Senn líður að útkomu bókar sem segir sögu UMFf í heila öld í máli og myndum. Á afmælisárinu fóru fram tvö stór mót, annars vegar 25. Landsmót UMFf í Kópavogi og hins vegar 10. Unglingalandsmótið á Flöfn í Hornafirðí. Mikill metnaður var lagður í þessi mót og voru þau framkvæmdaaðilum þeirra til sóma. Setningarathöfn Landsmótsins var sérlega glæsileg og verður hún þeim sem viðstaddir voru lengi í minnum. Unglingalandsmótin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt og er ekki ofsögum sagt að þau séu orðin eitt af flaggskipum hreyfingarinnar. Heilu fjölskyldurnar koma ár eftir ár á mótin og eiga þar frábæra stund saman. Það er orðið eftirsóknarvert að halda þessi mót sem draga til sín fjölda fólks og uppbygging þeim samfara er mikill stökkpallur fyrir héraðssam- bönd og sveitarfélög sem fá þau til sín. Unglingalandsmótin eru orðin stærstu íþróttamót sem haldin eru hérá landi og umgjörð þeirra er glæsi- leg í alla staði. Einn liður í atburðum afmælisársins er aðkoma UMFÍ að ráðstefnunni Play the Game sem haldin verður í lok október. Undirbúningur hefur stað- ið yfir í tæpt ár en ráðstefnan verður ein sú stærsta af þessu tagi sem hald- in hefur verið. Ráðstefnugestir verða á þriðja hundrað talsins og margir þekktir fyrirlesarar koma til landsins vegna hennar. Verkefnin, sem UMFl stendur fyrir, standa flest með miklum blóma og má í því sambandi minnast á íþróttalýðháskólana, forvarnaverkefnin og ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum. Ljóst er að búðirnar að Laugum eru búnar að sanna gildi sitt en aðsóknin segir sína sögu í þeim efnum. Um tvö þúsund 9. bekkingar sækja búðirnar í vetur og hafa aldrei verið fleiri. Nánast allar vikur eru fullbókaðar fram á vorið. Senn líður að fyrstu skóflustungu að byggingu nýrra höfuðstöðva á frábærum stað ÍTryggvagötunni í Reykjavík. Langur undirbúningur er að baki og er ég viss um að þessi þjónustumiðstöð á eftir að verða UMF( mikil lyftistöng þegar til framtíðar er litið. Máttur UMFÍ í íslensku þjóðlífi er mikill eins og saga hreyfingarinnar í heila öld ber glöggt vitni um. UMFÍ er fjöldahreyfing með tæplega 90 þúsund félaga og hér eftir sem hingað til mun hreyfingin vinna að góðum málum. Nýr formaður mun stýra hreyfingunni að loknu 35. sambandsþinginu sem haldið verður á Þingvöllum. Björn B. Jónsson, sem verið hefur formað- ur í sex ár, ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Birni eru þökkuð vel unnin störf fyrir ungmennafélagshreyfinguna en um leið er nýjum for- manni óskað velfarnaðar í starfi. Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson Ábyrgðarmaður: Björn B. Jónsson, formaður UMF( Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Krissy o.fl. Umbrot/hönnun: Örn Guðnason Prentun: Prentmet Prófarkalestur: Helgi Magnússon Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender Ritnefnd: Anna R. Möller, Einar Haraldsson, Birgir Gunnlaugsson og Ester Jcnsdóttir Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFl, Laugavegi 170-172,105 Reykjavík, sími: 568-2929, netfang: umfi@umfi.is heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFl: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki Torfi Jóhannsson, svæðisfulltrúi, með aðsetur á (safirði Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi og verkefnisstjóri forvarna Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi Jón M. (varson, söguritari Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri og verkefnisstjóri vegna ritunar á sögu UMF( Stjórn UMFÍ: Björn B.Jónsson, formaður Helga Guðjónsdóttir, varaformaður Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri Ásdís Helga Bjarnadóttir, ritari Anna R. Möller Haraldur Þór Jóhannsson Hringur Hreinsson Jóhann Tryggvason Einar Jón Geirsson Einar Haraldsson Eyrún H. Hlynsdóttir Forsíðumynd: Lið UMSK sem sigraði í stiga- keppninni á 25. Landsmóti UMFÍ í Kópavogi i sumar. Ljósmynd Krissy. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags Islands ~J

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.