Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 15
25. IomJmmM UMPÍ 25.LANDSMÓT UMFÍ Minnisvarði Sigurðar Geirdal afhjúpaður Á setningu 25. Landsmóts UMF( hinn 5. júlí var afhjúpaður minnisvarði Sigurðar Geirdal, fyrrum bæjarstjóra í Kópavogi og framkvæmdastjóra UMF(. Það var ekkja Sigurðar, Ólafía Ragnars- dóttir, sem afhjúpaði minnisvarðann. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, sagði við athöfnina að minnisvarðanum yrði komið fyrir í nýju stúkubyggingunni við Kópavogsvöll. Sigurður Geirdal Gíslason (1939-2004) var fæddur í Grímsey. Flann gekk í Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði og lauk þaðan gagn- fræðaprófi 1956 og námi við Samvinnuskólann á Bifröst 1959. Sigurður laukstúdentsprófi frá öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð 1980. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Islands 1985 en það vakti athygli að samhliða náminu í Hf var hann í fullu starfi hjá UMF(. Sigurður hóf störf hjá UMFl 1970 og var framkvæmdastjóri allttil 1986. Fyrst með Hafsteini Þorvaldssyni sem formanni og síðar æskuvini sínum, Pálma Gíslasyni. Sigurður og Hafsteinn hleyptu miklu lífi (hreyfinguna og unnu sem einn maður að mörgum góðum mál- um. Sigurður þótti orðheppinn, kvikur í hreyf- ingum og léttur í fasi. Eiginkona Sigurðar var Ólafía Ragnarsdóttir og eignuðust þau fimm börn. Árið 1986 lét Sigurður af störfum hjá UMF( og gerðist framkvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins. Fljótlega hellti hann sér af krafti út í stjórn- málin. Sigurður var kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs 1990 og settist þá í bæjarstjórastólinn og sat þar allt til dánardags. Hann varð bráðkvaddur 2004, aðeins 65 ára gamall. Sigurður var gerður að heiðursfélaga UMF( 1993. Man ég vin og minnist stunda á morgni björtum og margan dag. Saman undum og síðan kvöddumst sátt við Íifið um sólarlag. S. GtirJal, 2001 Minning hans lifir rstjórn Kópavo|{s júlí 2007 Datwgl 4 • Slml 564 4700 Hamnborg 14 • Siml 554 4200 1200 Oiklry Smmt Or., Clurmont. Florldi SÆRÖST BAKKAVOR lí' A ■ í ' ' ■- ■' . - '1 N A M O LAUSNIR ÞJÓNUBVA I ■miHWmHAtl HENSON SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.