Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 26
fréitir úr Iwej/fuujUAwu. Icelandair einn af aðalstyrktaraðilum UMFÍ Ungmennafélag (slands og lcelandair skrifuðu 10. október sl. undir sam- starfssamning til þriggja ára á Hilton Hotel Nordica í Reykjavík. Björn B. Jónsson, formaður UMFl, og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs lcelandair, lýstu mikilli ánægju með samn- inginn sem þeir telja að hafi mikið gildi fyrir báða aðila. Af þessu tilefni sagði Gunnar Már Sigurfinnsson:„lcelandair hefur um árabil verið einn af stærstu styrktaraðilum íslensku íþróttahreyfingarinn- ar, hreyfingar sem tugir þúsunda íslendinga um land allt njóta góðs af. Við erum afskaplega stolt af þessu íslenska afreksfólki og þeim frábæra árangri sem það hefur náð. Jafnframt erum við afskaplega ánægð að fá að flytja á hverju ári stóran hóp (slendinga á öllum aldri til keppni erlendis á vegum Ungmennafélags islands. Með þessu nýja samkomuiagi viljum við festa það samstarf í sessi og greiða götu UMFÍ." Björn B. Jónsson sagði meðal annars:„Með þessum samstarfssamn- ingi er nú með formlegum hætti staðfest samstarf lcelandair og UMFÍ. Samstarf þessara aðila á sér raunar langa sögu en nú fyrst er gert formlegt samkomulag varðandi samstarfið og horft til þess að auka það enn frekar í framtíðinni. Félagar í UMFÍ hafa notið þjónustu lcelandair í gegnum tíðina á ferðalögum tengdum íþróttum og ráðstefnum á erlendum vettvangi. Samningurinn nú hefur í heild sinni mikið gildi fyrir alla ungmennafélags- hreyfinguna. Samkvæmt samningnum mun UMF( kynna lcelandair sem víðast sem einn af aðalstyrktaraðilum UMF(." Íþróttaakademían og Ungmennafélag íslands: Námskeið í viðburðastjórnun verður haldið í Reykjanesbæ Íþróttaakademían og Ungmennafélag íslands gangastfyrir námskeiði í viðburðastjórnun. Námskeiðið stendur yfir dagana 1 .-3. nóvember í húsakynnum (þróttaakademíunnar í Reykjanesbæ. Fólk í ungmenna- félagshreyfingunni er hvatt til að taka þátt í námskeiðinu sem er mjög metnaðarfullt í alla staði. UMFÍ styrkir hvern einstakling um 35.000 krónur og er vonast eftir að félögin sjái sér hag í að senda fólk sitt á námskeiðið. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Heimir Hansson, MA Sport Management og forstöðumaður upplýsingamiðstöðvar ferðamála á (safirði, sem hefur stýrt ýmsum íþróttaviðburðum, og Sif Gunnarsdóttir, MA í menningarfræðum og verkefnisstjóri viðburða hjá Reykjavíkur- borg. Hún hefur m.a. stýrt Menningarnótt og Vetrarhátíð frá 2003. Aðrir fyrirlesarar eru Rúnar Óli Karlsson, stjórnandi ferða-, íþrótta- og menn- ingarviðburða á (safirði, og Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMF( og umsjónarmaður Unglingalandsmóta UMFl. Gunnhildur Vilbergsdóttir, verkefnastjóri hjá (þróttaakademíunni í Reykjanesbæ, segist hafa fengið mjög góð viðbrögð vegna námskeiðs- ins í viðburðastjórnun.„Það er greinileg þörf fyrir námskeið af þessu tagi. Umfang bæjar-, íþrótta- og menningarviðburða í dag er slíkt að fólki finnst bráðnauðsynlegt að fá upplýsingar og fræðslu um þessa hluti. Við höfum einnig verið í samvinnu með UMF( í leiðtoganám- skeiðum sem við höldum árlega. Á þeim er farið yfir hvernig á að starfa í stjórnum og leiðbeint um ræðumennsku og framkomuþjálfun. Við Þátttakendur á Leiðtoganámskeiði sem haldið var i Reykjanesbæ í febrúar sl. höfum átt gott samstarf við UMF( í þessum málum og verður vonandi framhald á því í framtíðinni," sagði Gunnhildur Vilbergsdóttir, verk- efnastjóri hjá (þróttaakademíunni. Skráning á námskeiðið og frekari upplýsingar eru veittar (síma 420 5500 og á akademia@akademia.is. Verð er 65.000 kr. Innifalið er kennsla, aðstaða, námskeiðsgögn, hádegisverður og kaffi og meðlæti alla dagana. Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, ogGunnar Már Sigurfinnsson, fram- kvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs lcelandair takast í hendur eftir undir- ritun samningsins. .J 26 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.