Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Page 1
51ÓmRHHRBLnDIQ
U í K I H 6 U R
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIM A N N A S A M B A N D ÍSLANDS
III. árg., 10. tbl. ______________________________Reybjavik, okt. 1941
ÁSGEIR SIG U RÐSSON :
UthafiS
er ö
um
í almennum þjóðrétti er okkur kennt að út-
höfin séu öllum jafnheimil til siglinga og fisk-
veiða, þar komi hvorki til greina stærð eður
smæð landsins, og eigi heldur þess flota, er
landið á yfir að ráða. Því smærri sem flotinn
er, því meira er undir því komið fyrir strjál-
byggt og afskekt eyland, að hann fái að sigla
sem óhindraðastur bæði um úthöfin og við
strendur landsins ,,og stunda þar sín störf“.
Þessi umræddi réttur, er nú af þjóðunum tek-
inn. tJthöfunum ráða örfáar þjóðir, sem nota
vald sitt og mátt, til þess að gjöra friðsömum
sjómönnum, sem óaðgengilegast að rækja sín
störf, og ekki aðeins gildir þetta um úthöfin,
sem eru eign allra þjóða jafnt, heldur og um
landhelgi landsmanna og jafnvel um það, sem
hefir verið nefnt netlög og er eign þeirra ein-
staklinga, er þar eiga land að sjó, allt er þetta
í hershöndum, sem svífast einskis til þess að
vinna óvinunum sem mest mein, en minna
virðist vera hirt um, þótt saklausir gjaldi þar
einnig. Úthöfin eru nú hjer á norðurhveli jarð-
ar sá orustuvöllur, að þar er eigi hent fyrir
varnarlaus skip, nema í einhvers konar varn-
arkerfi séu. Auk kafbáta- og flugvjelaárása
hættunnar, sem er að síaukast, eftir því, sem
stríðið dregst á langinn, og flugvjelar og kaf-
bátar verða fullkomnari og langvirkari, þá er
einnig hin síaukna hætta af rekduflum og
allskonar reköldum, sem nú virðast um allan
sjó. Þess vegna er það nauðsyn öllum skipum,
að komast sem fljótast yfir höfin, úr mestu
hættunum, og því er um að gjöra, að hópsigl-
higar þær, er skip okkar lenda í, fari sem
hraðast. Hver er sjálfum sér næstur og hugs-
ar fyrst um sig og sína, en hitt er óþolandi að
verið sé að teyma skipin fram og til baka
um höfin, til þess að sameinast öðrum hóp-
um, eða til þess, að hafa samband við þá, eins
og nú mun hafa átt sér stað um skipaflota
þann, er síðustu íslenzku skipin komu með frá
Ameríku, og skipverjar kvarta mjög eindreg-
ið yfir, einnig hve hægt flotinn var látinn líða
yfir hafið. Þar sem að Bandaríki Norður-Ame-
ríku hafa tekið að sjer vernd þjóðarinnar á
pappírnum, þá er þess krafist af sjómönnum,
að skipin sem sigla til Ameríku séu látin sigla
undir ameríkanskri vernd, því að á meðan
Bandaríkin eru ekki komin í stríðið, ætti að
vera nokkuð meiri vernd í því. Ríkisstjórn
Islands þarf að fá hér leiðréttingu á.
í sambandi við siglingar meðfram ströndum
landsins, er okkur sagt nú nýlega, að tundur-
duflafárið sé svo mjög að aukast að útgerðar-
menn eru farnir að aðvara fiskiskip um að
ferðast ekki á vissum svæðum nema í albjörtu
og góðu. Sagt var að hrannir væru af þeim á
reki fyrir Austurlandi, en er þetta er ritað,
mun vera langt komið að granda þeim í bili,
en þetta kemur alltaf aftur og mun meira er
veður tekur að harðna. Það er því ekki glæsi-
legt og þarf hinnar mestu varfærni. En spurn-
ingin er enn hin sama, þótt áður hafi verið
spurt, hverskonar vernd er í þessum tundur-
duflabeltum við strendur landsins. Kafbátar
hafa komið hér upp að landinu þrátt fyrir
þau, verndin er því lítil í samanburði við hætt-
urnar sem af þeim stafa, og nú, þegar nýr
aðili hefir tekið að sér verndun þessa lands,
þá leyfist víst að spyrja, er ekki hægt að taka
1
V í Iv 1 N G U R