Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Side 5
róðist á hann nótt eftir nótt, með því að halda
sig í nokkurri fjarlægð á daginn og fara á und-
an. Vegna þess að kaupförin eru flest vopn-
uð eigi síður en fylgdarskipin, koma kafbát-
arnir alls ekki á yfirborðið meðan á árásinni
stendur. Eina vopnið, sem hægt er að nota á
þá, er því djúpsprengjur og flugvélasprengj-
ur, enda óttast þeir þær mest, og verða að
haga árásum sínum þannig, að þeir séu sem
öruggastir fyrir þeim.
Hringarnir á II. mynd eiga að sýna hversu
miklu lengra heyrist til skipalestanna en kaf-
bátanna. Þegar kafbátarnir eru neðansjávar
eru allar válar þeirra knúnar raforku, sem
ganga nálega hljóðlaust.Varnarskip flotanna
eiga því örðugt með að hlusta þá.
Á III. er sýnt hvernig teiknarinn hugsar sér
næturárás fjögra kafbáta á skipalest. Skipta
þeir með sér verkum þannig, að einn ræðst á
forustuskipið; tveir skjóta skeytum sínum
skáhalt inn í hópinn og missa því naumast
marlcs. Sá fjórði ræðst á þau skipin, sem dreg-
ist hafa aftur úr. Allir hafa þeir svo tund:;"-
Óviðeigandi mótmæli.
Afskifti breskra liðsforingja í Reykjavík
af íslenzkum málum og mótmæli þeirra í sam-
bandi við störf ástandsnefndarinnar, vekja
mesta furðu. Setuliðsmenn eru þarna að skifta
sér af málum, sem ekki kemur hernaðaráform-
um þeirra hið minnsta við, og sem íslendingar
óska eftir að þeir láti sig engu skifta.
Það er ekki hægt að skilja yfirlýsinguna
öðruvísi, en að setuliðsmenn telji sér heimil-
an aðgang að íslenzkum stúlkum, er áður hafa
á einhvern hátt verið í ástasambandi við ís-
lenzka menn hvort sem þær eru giftar eða
ekki. Svo halda þeir að siðferðisástandið hafi
batnað síðan þeir komu! Ef ber að skilja
þetta sem svo, að dregið hafi úr slarki hjá á-
standinu upp á síðkastið, er það sannkölluð
gleðifrétt fyi'ir alla lýðræðissinna, því það er
langt frá því, að íslendingar telji sig versta í
siðferðinu þótt þverbrestur kunni á því að
vera.
Yfirlýsing forsætisráðherra í sambandi við
þetta mál var einarðleg og ákveðin og hefir
verið mjög vel tekið mana á meðal, og sting-
ur í stúf við rófudingl sumra blaða framan í
ástandiið, sérstaklega Alþýðublaðsins. Skrif
þess blaðs eru fyrir neðan allar hellur, þar sem
ástandsnefndin er sökuð um að vera undir naz-
istiskum áhrifum, þótt hún sé skipuð að ráði
Vilmundar landlæknis, sem sennilega er
tryggasti lýðræðisvinurinn á Islandi og bezti
maður Alþýðuflokksins.
Þótt fslendingar hafi ýmsar skoðanir og
séu varla á eitt sáttir þegar um innanlands-
málefni er að ræða, mun ekkert á það skorta,
að þeir séu 99 % sammála þegar gæta ber
hagsmuna þjóðarinnar gegn erlendu valdi. Al-
þingi sem nú er að koma saman til aukafund-
ar, mun fá ýms vandamál til meðferðar og er
vonandi að vel takist að finna úrlausn þeirra,
og hóflega verði farið að því að leggja nýja
skatta á menn til að jafna verðlagið. Það getur
verið að fara úr öskunni í eldinn, ef verið er
að rífa ofan af sumum til að hlaða undir aðra.
Gæfusamari virðist sú aðferð að gefa afurða-
verzlunina frjálsa, en takmarka fjárveltuna í
landinu með því að lögskipa sparnað á um-
framtekjur. Menn álíta, að það sé öllu væn-
legra, að féð yrði kyrrsett í einhverjum sér-
stökum sjóðum undir þeirra nafni, en að það
verði afhent þinginu til að ralla með.
ekeyti 1 afturenda og geta sent þau inn í flot-
ann um leið og þeir snúa frá til að forða sér,
áður en varnarskipin koma með djúpsprengj-
ur sínar, H. J.
5
V ÍKINGUR