Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Page 13
Eyfirðingum er mikil þörf á nægilegum
skipakosti til fiskflutninga, helst skipum um
og innan við 100 smálestir.
Sigluf jörður.
Þar hafa verið lestuð um 30—40 fisktöku-
skip frá því í marz í fyrra. í sumar var þar ekk-
ert um róðra vegna síldveiðanna. Þaðan róa
50—60 bátar alls. Getur aflinn þar orðið 50—
70 smálestir á dag. Bezti veiðitíminn er á vor-
in fram undir síldveiðitíma og svo á haustin.
Skagaf jörður.
Þangað hafa fisktökuskip verið send annað
slagið, en afli hefir verið þar mjög tregur nema
helst í dragnót. Margir smábátar stunda veið-
ar bæði frá Hofsós og Sauðárkrók.
Skagaströnd.
Aflafrétitr frá Skagaströnd vantar. Þar eru
duglegir sjómenn og hraðfrystihús fyrir sjáv-
arafurðir, og hefir verið flutt út þaðan tals-
vert af hraðfrystum fiski og fiskflökum.
Hvammstangi.
Þar hefir afli verið mjög tregur í sumar og
haust, og lítið verð fyrir fiskinn, enda lítið
róið. Fyrir utan neytendurna er kaupfélagið
þ.arna eini kaupandinn að fiskinum og það
skamtar sjómönnum skít úr hnefa fyrir fisk-
inn, 25 aura fyrir kg. Hraðfrystihús er þarna,
en það er eingöngu notað fyrir afurðir bænda.
Hólmavík.
í Hólmavík og við Steingrímsfjörð og þar
með talinn Bjarnarfjörður ganga oftast til
fiskiróðra um 30 trillubátar, 12 dekkbátar, af
þeim eru í Hólmavík 7, og auk þess er alveg
að verða tilbúinn nýr 15 tonna bátur, sem
smíðaður hefir verið á ísafirði, af Bárði Tóm-
assyni, auk þess er talsvert af árabátum hér
við fjörðinn.
Síðan um mánaðarmótin júní og júlí hafa
verið hér 10 skip, sem keypt hafa samtals um
740 tonn af fiski til útfluttnings í ís.
Verðmæti þessa fiskjar hefir numið rétt um
300 þúsund krónur og hefir margur fengið þar
góðan hlut úr. Sérstaklega hafa bátarnir frá
Hólmavík, aflað vel og bera þeir yfirleitt af,
enda eru þeir allir mun stærri en hinir bát-
arnir, sem eru til heimilis í firðinum.
Þá hafa og bátarnir noi'ður í Bjarnarfirði
aflað oft ágætlega enda líka oft stutt að sækja
hjá þeim, en aftur eiga þeir erfitt með að
koma fiskinum af sér nýjum, verða að keyra
með hann langa leið, en þeir eru allir svo
kappsamir menn, að þeir sjá ekki eftir sér
með það.
Útgerð frá Hólmavík er mikið að aukast,
enda eru þar öll skilyrði fyrir útgerð á stærri
bátum, höfnin ágæt og stór og góð hafskipa-
bryggja. Þorpið Hólmavík er alltaf að stækka,
svo þar eru nú á fjórða hundrað íbúar, en fyr-
ir 12 árum voru þeir aðeins 150.
Lífsafkoma manna í þorpinu er mjög góð. í
Hólmavík vantar nú hið bráðasta nýtísku
frystihús. Það hefir oft bagað útgerðina þar,
hve illt hefir verlð að fá frysta beitu fyrir út-
gerðarmennina. Frystihúsið sem starfar þar,
sem er eign Kaupfélagsins þar er svo bundið
kjötfrystingu að til stórra baga hefir komið
fyrir sjómennina. Húsið heldur ekki nógu
fullkomið. Vélarnar nokkuð gamlar og sein-
virkar.
Gjögur.
Þar hefir ekki verið sinnt róðrum í sumar,
og fiskur þar verið tregur nema á handfæri,
að fengist hafa einstaka hrotur. Það virðist
ekki mikið gert fyrir fólkið sem þarna býr.
Mönnum verður ekki mikið úr þeim fiski sem
þeir veiða, og yfirleitt er afkoma sjómanna
mikið verri en þeirra, sem landbúnað stunda.
Hugsandi mönnum er það mjög mikið á-
hyggjuefni, hvað fiskur virðist mikið vera að
ganga til þurðar á fiskimiðunum hér við land.
Það var álit flestra, að fiskisæld myndi frem-
ur aukast af völdum ófriðarins, vegna þeirr-
ar hvíldar, sem miðin fengju við það, að hinn
mikli sægur erlendra veiðiskipa, er hingað
hefir sótt, gæti ekki haldið þeim veiðum á-
fram. En reyndin hefir orðið öðruvísi. Fisk-
tregðan virðist færast í aukana. Þetta er því
hvað tilfinnanlegra, þegar djúpmiðin, eða
kantarnir fyrir vestur og austurlandinu, hafa
verið gerðir óaðgengileg vegna tundurdufla-
lagninga. Þetta hafa verið lífvænlegustu veiði-
svæðin fyrir vor, sumar og haust veiðar. En
afli á grunnmiðum sáratregur, hvort sem reynt
hefir verið með línu eða botnvörpu. Vegna
fiskileysisins hafa togararnir verið nærgöng-
ulli við tundurduflasvæðin og teflt mjög í tví-
sýnu. Ilefir það oft komið fyrir, að þeir hafi
komið upp með tundurdufl á hlerunum og
verið nauðbeygðir að höggva veiðarfærin frá
sér. Er einstök mildi að ekket slys hefir orðið
af, og má að miklu leyti þakka það athygli og
snarræði viðkomandi manna.
Menn ræða nú mjög hvort fiskitregðan sé
meira að kenna dragnótaveiði á grunnmiðum
eða brynstirtlu og öðru æti, sem haldi fiskin-
um uppi í miðjum sjó. Það er þó talið góðs
viti, hvað fiskur veiðist nú sumstaðar vel á
handfæri. En komandi vertíð, þegar fiskurinn
þyrpist saman til að hryggna, mun færa mönn-
um bezt sanninn um hvort um raunverulega
fiskþurð sé að ræða.
13
VÍKINGUR