Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Qupperneq 14
Slysahætta á stríðsímum 1 8. hefti „Víkings" er farið fram á það við sjómenn, að þeir svari þremur spurningum við- víkjandi tundurduflum. Þó ég sé nú orðinn gamail og hættur að stunda sjó, langar mig þó að verða við þessum tilmælum blaðsins, allra helzt af því, að ég hafði nokkur kynni af þeim í heimsstyrjöldinni 1914—1918. Þá var ég meðal annars með að draga tundurdufl úti fyrir Noregsströndum til hafnar (Álesund). Við vorum að koma inn úr fiskiför, snemma morguns seint í marzmánuði, þegar við átturn h. u. b. 4 km. eftir að fara til Rundevita — aðal landttöku vitans til Álesund, —- sáum við tundurdufl á reki. Þá var aðeins að byrja að birta af degi, en veður allgott. Við vissum af mörgum skipum á eftir okkur, sem mundu fara sömu leið, og vera komin á þennan stað, áður en við værum búnir að fara til Álasunds, til að láta herskip, er þar lá, vita um tundur- duflið, svo það gæti tekið það. Okkur fannst því heppilegast að draga dufl- ið til hafnar, svo það yrði engum að tjóni. 1. vélstjóri hjá okkur hafði fengist við tundur- dufl, er hann var í herþjónustu og réð hann aðförinni. Hann byrjaði á að smíða 11/2—2 m. langan krók, með hring á annan endann, er ,,manillutóg“ var hnýtt í. Krókurinn var líkur og þeir, er notaðir voru til að draga snurpu- nótabáta, áður en ,,patent“-krókarnir komu til sögunnar. Meðan verið var að srníða krókinn höfðum við komið bátnum á sjóinn, sem var „skekta“, liðleg og létt. Niður í hana létum við 10 fðm. (120 m.) langt tóg. Fórum við svo þrír í bátinn, rerum að tundurduflinu þannig, að við höfðum vindinn á hlið, er við komum að tundurduflinu. Á tundurduflinu eru venju- legast þrír augnboltar, og er krælct í þá, þeg- ar þeim duflum er lagt. Vélstjórinn krækti nú króknum í einn af þessum boltum. Rerum við síðan inn með tógið, og festum því um borð. Var svo haldið til hafnar. Fyrst með hálfri ferð, en þegar við komum inn fyrir skerin, með fullri ferð. Afhentum við tundurduflið til her- skipsins, er lá þar á höfninni. Reyndist þetta tundurdufl í fullu lagi og hefði getað orðið að slysi, ef eitthvað skip hefði rekist á það. — Annars fannst mér, eftir því, sem ég heyrði frá fyrra stríðinu, fleiri vera hættulaus, eftir að þau slitnuðu upp,- en hættuleg. En engu er í þessu efni að treysta, og sjómenn skyldu allt af skoða tundurdufl, sem verða á vegi þeirra hættuleg. En það voru spurningarnar, sem ég ætlaði að svara. Ég svara 1. og 3. spurningunni neit- andi, en 2. játandi. Mér finnst ekki nægileg trygging í því, að skjóta tundurdufl í kaf, því þau geta alltaf orðið fyrir einhverju veiðarfæri, er kemur með það upp á yfirborðið og eins og ég tó-k fram áður, er þeim aldrei að treysta. Miklir örðug- leikar eru aftur á því fyrir fiskiskip að draga þau í höfn. Til þess þarf gott veður, léttan og liðlegan bát, 200 m. manillutóg o. s. frv., þessvegna þarf að hafa skip, sem sérstaklega er útbúið fyrir þetta starf, til að hirða duflin jafnóðum og sést til þeirra og eyðileggja þau helzt án þess að sökkva þeim. Er vonandi að ríkisstjórnin sjái um, að það sé gert. ★ En fyrst ég er nú byrjaður á að tala um slysahættu á stríðstímum, langar mig lítils- háttar að tala um öryggi fiskiskipa í milli- landasiglingum, sem þegar eru byrjaðar aft- ur. Útbúnaður á bátum og flekum um borð í fiskiskipum, er víst að mörgu leyti komið i viðunanlegt horf. Sérstaklega ef tekið er tillit til þeirrar ágætu bendingar, er hinn reyndi vaskleikamaður, Sigmundur Guðbjartsson vél- stjóri skýrir svo vel frá í 8. hefti „Víkings“. Veit ég að sjómenn muni notfæra sér þær góðu leiðbeiningar. En er þetta fullnægjandi? Alls ekki. Fullnægjandi öryggi fæst aldrei, svo grimm er þessi styrjöld. í hinni styrjöldinni voru skip- in hertekin, eða mönnum var gefinn tími til að fara í bátana. En nú sækjast stríðsaðiljar eftir mannslífum, í það minnsta Þjóðveriar, sbr. E.s. ,,Fróða“, „Hersir-“ o. fl. Þessari morö- fýsn er ekki hægt að sporna við, nema að reka illt út með illu, eða reyna að halda þeim svo langt frá sér sem mögulegt er. Er nokkur möguleiki til þess, eins og við erum í sveit settir, vopnlausir og höfum lýst yfir ævarandi hlutleysi? Ég veit, að sjómenn vorir vildu sízt af öllu verða til að brjóta hlutleysi landsins og stofna því í hættu. En þeir eru heldur ekki svo skapi niður eins og fé til slátrunar, án þess að þeir geti borið hönd fyrir höfuð sér. Forsætisráðherra landsins, sem er lögfræð- ingur, hefir sagt í ræðu, að til væri réttur er héti nauðvörn. Allan rétt verður að nota og eftir því, sem á undan er gengið höfum við VÍKINGUR 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.