Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Síða 15
fulla ástæðu til að vera tortryggnir gagnvart Þjóðverjum og því er sjálfsagt að vopna skip- in, sem sigla þurfa yfir hafið. Ég er alveg viss um að sjómenn vorir muni ekki nota vopnin nema í nauðvörn. Ég vil eindregið að sjómannastéttin geri þá kröfu til réttra hlutaðeigenda að þeir fái á skip sín vopn og önnur þau tæki, er gæti hald- ið stríðsaðiljum, er á skip þeirra ráðast, sem lengst frá þeim. Á ég þar við skip er sigla á milli landa. Vegna fákunnáttu minnar á þessu sviði get ég ekki bent á, hvaða vopn eða tæki bezt henta til að ná þessu marki. Verður sjálf- sagt að leita til kunnáttumanna um það. Annað atriði er mig langar að minnast á beini ég helzt til skipstjóra og útgerðar- nianna. En það er, að láta það ekki bregðast, að minnst tvö skip séu látin fylgjast að yfir haf- ið. I því er fólgin ótrúlega mikil trygging og mikil fróun fyrir aðstandendur sem í landi eru, því fátt segir af einum. Það eru mjög miklar líkur fyrir að bæði skipin yrðu ekki skotin í kaf í einu. En það hefði það í för með sér, að miklu meiri líkur væru fyrir sltjótri björgun, svo menn þyrftu ekki að hrekjast lengi í bátum eða flekum og þola þær hörm- ungar er því er samfara. Það er mín fasta trú að t. d. tveir vopnaðir togarar gætu talsvert varist kafbát hvað þá heldur flugvélum. Ég veit að aðalörðugleikarnir á því, að láta skipin fylgjast að eru þessir: 1. Að það geti tekiö mislangan tíma að fiska í þau. 2. Að það sé óheppilegt, allra helzt á þess- um tíma, þegar lítið er af mönnum í Englandi til að landa af skipunum, að láta 2—3 skip koma á sama degi til hafnar. Bæði þessi atriði eru fjárhagsatriði, sem mér skilst að hægt væri að koma svo fyrir að ekki þyrfti að verða svo mikið fjárhagslegt tap af, sem menn almennt ímynda sér, t. d. gseti ekki það skipið, er betur gengur að fiska, fiskað fyrir hitt skipið einn eða tvo daga og M.b. Pálmi frá Siglufirði ferst Vélbáturinn Pálmi S.I. 66 er var 10 smál., fór í róður frá Siglufirði 28. sept. Var veður hið bezta. Ekkert spurðist til bátsins, fyr en lík eins skipverja fannst á reki í björgunar- belti tveim dögum síðar. Eigandi „Pálma“ var Jóhann Stefánsson og voru þessir menn á bátnum: Júlíus Einarsson, formaður, kvæntur og átti 3 börn. lö hlutaðeigendur komið sér saman um skiptin. Eins má segja um söluna. Veit nokkur hvaða daga er bezt að selja í Englandi. Ráða þar ekki um ýmsar aðstæður, sem menn vita almennt ekki um, allra helzt á þessum tím- um. Ég veit að ég og fleiri munu ætla það. Ég vona því, og beini þeirri trú minni allra helzt til fyrrverandi starfsbræðra minna — skipstjóranna — að þeir taki þetta alvarlega til athugunar og sigli ekki einskipa á milli landa, eins og því miður hefir átt sér stað síðan siglingar hófust aftur. Að síðustu munum það öll, að alndið sern við byggjum er eyland, yzt við norðurheim- skautsbaug. Sem að líkum lætur geta land- afurðir okkar ekki fullnægt þörfum lands- manna, þó að um stuttan tíma væri að ræða hvað þá lengri, þessvegna komumst við aldrei hjá að nota þau auðæfi, sem í sjónum eru, til framdráttar fyrir landsmenn. Að treysta á náð annara um öflun og fiutn- inga nauðsynja okkar, þekkjum við öll af sög- unni, frá fyrri tímum og jafnvel frá nútíman- um. Brezk-íslenzka viðskiptasamninginn ög ef til vill fleira, sem verið er að sjóða saman. Við viljum þessvegna, sem allra mest losast við þá náð, er því fylgir, því við vitum, að þá yrði ekki langt að bíða að þröngt yrði fyrir dyrum hjá allflestum. Ég vil taka það fram, líka hjá þeim er stunda landbúnað. — Heldur viljum við treysta á sjómennina. Ef- ast ég ekki um að þeir muni reynast okkur eins vel hér eftir og hingað til, og muni ekk- ert láta aftra sér frá skyldustörfum sínum, ef þjóðarnauðsyn kallar. En þess ætlast þeir til, og eiga fulla kröfu á, að þeir fái að njóta sannmælis, en séu ekki bornir sökum, er þeir hafa ekki unnið til, eins og sýnt hefir verið fram á að undanförnu í blaði þessu, að hafi átt sér stað. Sömuleiðis vonast þeir til að þjóðfélagið og einstakir borgarar þess, geri allt til að létta undir með störfum þeirra og veita þeim það öryggi, er það getur frekast í té látið. Þorgr. Sveinsson. Júlíus Sigurðsson, kvæntur og átti börn. Kristján Hallgrímsson, giftur og átti 3 börn. Snorri Sigurðsson (Björgólfssonar), kvænt- ur cg átti 1 barn. Jóhann Viggósson, unglingur, ókvæntur. Var það lik hans, er fannst. ,,Pálmi“ var nýuppgerður og hafði þá verið lengdur. Er þeim getum leitt að hvarfi báts- ins, að leki hafi komið að honum eða vélar- sprenging orðið, en ólíklegt er talið, að veður hafi grandað honum, VÍKINaVR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.