Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Side 16
2./9. Uppgripa síldveiði síð-
ustu daga á Grímseyjarsundi. —
8000 mál og rúmlega 7400 tunn-
ur bárust til Siglufjarðar á tveim
dögum.
*
Óttast um leiguskip Eimskipa-
félagsins 2200 smál. að stærð.
*
Til húsnæðisnefndar hafa leit-
að 664 fjölskyldur, sem í eru 2532
einstaklingar, þar af 927 börn, og
35 gamalmenni og auk þess 207
einhleypingar, sem allt vantar
húsnæði.
*
5. /9. Bæjarstjórn Rvíkur sam-
þykkir að beita sér fyrir bygg-
ingu 100 bráðabirgða íbúða nú
þegar, og voru borgarstjóra
faldar framkvæmdir í málinu
ásamt bæjarráði.
*
Ríkisstjórnin samþykkir að
banna allar áfengisveitingar á
Hóte! Borg.
*
Síldveiðin að fjara út sam-
kvæmt fregnum að norðan, alls
hafa verið saltaðar 36,402 tunn-
ur.
*
Garðvrkiusvning Garðyrkju-
félags íslands opnuð fyrir al-
menning.
*
6. /9. Vélbáturinn ,,Svanur“ frá
Keflavík kemur inn með þakið af
stýrishúsi l.v. „Pétursey", er sökkt
var í marzmánuði. Fann það á
reki 18 sjómílur út af Garð-
skaga. Rannsókn leiddi í ljós að
kúlnahríð hefir dunið á brú skips-
ins, að því er virðist hörðust á
bakborðshlið stýrishússins. Víða
voru brot úr sprengikúlum 1 þak-
inu. Meðal annars fannst botn úr
sprengikúlu, eru á honum stafir,
sem hægt mun vera að sjá af
hvaðan kúlan er. Guðmundur Jó-
hannsson vélstjóri, sem var á
skipinu þar til það fór þessa síð-
ustu för, skoðaði brakið og stað-
festi að það sé af Pétursey.
*
8./9. Fundur smáútgerðar-
manna og sjómanna haldinn í
kaupþingssalnum til þess að ræða
ifisksölusamninginn. Samningur-
inn lesinn upp í heild. — Ólafur
Thors atvinnumálaráðh. svarar
27 fyrirspurnum. Miklar umræð-
VÍKINGUR
ur. Og að lokum samþykktar
nokkrar ályktanir fundarins.
*
Bráðabirgðalög útgefin, sem ó-
gilda uppsagnir húsnæðis. Gilda
lögin jafnt fyrir Reykjavík, sem
aðra staði á landinu.
*
9./9. Þremur skipverjum af
leiguskipi Eimskips, „Sessa“
bjargað, eftir að hafa hrakist 19
daga á fleka. Voru þeir mjög að-
framkomnir.
*
12. /9. Flugvjelin „Haförnin"
var 134 klst. að síldarleit í sum-
ar. Samtals voru farnar 41 síld-
ai'leitarferð og flogið sem svarar
24 þús. km. vegalengd.
*
13. /9. Síldveiðum norðanlands
er nú lokið. Sveinn Benediktsson
telur í blaðaviðtali þetta með lé-
legustu síldarsumrum. Ástæðan
fyrst og fremst hin óstöðuga og
slrema veðrátta. Veiði hófst 20.
júlí og hélzt alla góðviðrisdaga
til fyrstu daga sept. fjöldinn af
síldveiðiskipunum fór heim um
24.—28. ágúst. Þ. 29. ágúst gerði
gott veður og kom mikil síld upp
á Grímseyjarsundi, hélzt veiði
þar 2 til 3 daga. Næstu daga var
svo síld út af skaga og Siglufirði.
Mörg þeirra skipa, sem eftir
voru, öfluðu þessa daga 20—25
þús. kr. verðmæti. Þ. 4. sept. voru
öll skip nema 4 hætt veiðum;
fengu þau dágóðan afla 7. og 8.
sept.
í fyrra hélzt nær óslitin síld-
veiði frá 3. júlí til 6. sept., enda
frátafir vegna veðurs aldrei
nema 1—2 daga í einu. En í sum-
ar aldrei gott veður nema 1—2
daga samfleytt. — Síldargegnd
virðist þó hafa verið óvenju mik-
il nema á austanverðu svæðinu,
minni en 7 undanfarin sumur. —
Mesta síld, sem nokkurn tíma
hefir sést úr flugvélmni sást 7.
ágúst út af Skaga.
*
14./9. Grafhella var afhjúpuð
í fyrradag á leiði Einars Bene-
diktssonar skálds í grafreitnum
á Þingvöllum. Steypt úr hvítu
steinlími og íslenzku kvarzi og
járnbent, vegur um 1% smál. 33
cm. á þykkt og þekur gröfina.
*
Haustverðið á kindakjöti á-
kveðið í fyrsta verðflokki kr. 3,20
pr. kg.; öðrum verðflokki kr. 3,05
pr. kg.; þriðja verðflokki kr. 2,90
pr. kg. Venjulegt brytjað súpu-
kjöt má selja mest á 3,65 í smá-
sölu. Heimilt er að selja einstaka
kroppa í sláturstíð með 5 aura
framfærslu pr. kg. frá heildsölu-
verði.
*
Seðlaveltan fer stöðugt vax-
andi í lok júlí nam hún 36,5 millj.
kr.
*
16. /9. Iðnþing íslendinga sett
að viðstöddum 31 fulltrúa.
*
Minkur drepinn í Thorvald-
sensstræti í Reykjavík, eftir
nokkurn eltingarleik fjölda
manns, náði unglings piltur hon-
um og drap hann.
*
17. /9. Kauplagsnefnd hefir
reiknað út vísitölu húsaleigunn-
ar og er hún 111 frá 1. okt.
*
Vísitala framfærslukostnaðar
fyrir septembermánuð er 166.
>1:
Þrjátíu pólskir embættismenn
eru í Reykjavík um þessar mund-
ir, þ. á. m. herforingjar og stjórn-
málalegir embættismenn pólsku
stjórnarinnar í London.
*
16