Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Page 17
; mttu
ERLENDAP,
2./9. Rússar eru sagðir hörfa
á Kirjálaeiðinu, aftur fyrir gömlu
finsk-rússnesku landamærin. —
Allar fregnir um friðarumleit-
anir af hálfu Finna hafa verið
bornar til baka. Sagt er, að Finn-
ar hafi náð á sitt vald borgunum
Summaa og Terijoki á sv-verðu
Kirjálaeiði.
I Meninasundi (milli Sikileyj-
ar og meginlands Ítalíu), hefir
brezkur kafbátur hæft meö tund-
urskeyti ítalskt 10 þús. smá'esta
beitiskip. — Ennfremur annar
brezur kafbátur sennilega skotið
í kaf 23,000 smál. herflvtninga-
skipið Duillo.
*
*
Moskva útvarpið telur mann-
tjón Þjóðverja í 10 vikna styrj-
öld þeirra í Rússlandi sé 2,500,000
manns, þar af 1 milljón fallin.
Roosevelt heldur ræðu og hvet-
ur til aukinnar framleiðslu til
þess að sigra Hitler.
*
3. /9. Ný sókn til Leningrad.
Finnar segjast vera komnir að
Stalin-línunni fyrir norðan Len-
ingrad, eða um 30 km. frá borg-
inni. — En Þjóðverjar segjast
hafa sótt fram fyrir norðan
Luga.
*
4. /9. Mackenzie King forsætis-
ráðherra Kanada, hélt ræðu -í
London og segir að hin mjóu
sund milli Skotlands og íslands,
Islands og Grænlands og Græn-
lands og Nýfundnalands væru
mikilvægustu svæði heimsins. —
Kallaði hann þessi sund Norður-
brúna.
*
Harðar orustur milli Novgor-
od og Leningrad. Árásir og gagn-
árásir á miðvígstöðvunum.
*
6./9. Roosevelt fyrirskipar að
útrýma kafbátnum ,sem skaut
tundurskeyti að tundurspillinum
ó Atlantshafi. Amerísk
blöð taka fyrirmælum Roosevelts
mjög vel. Tundurspillirinn er nú
hér í Revkjavík, en hann var á
leið til íslands, er árásin var
gerð.
7. /19. Viðureign þýzka kaf-
bátsins og „Greer“ var 220 míl-
ur frá Reykjavík. — Þjóðverjar
segja að tundurspillirinn hafi
byrjað skothríð á kafbátinn. —
Roosevelt hefir þessa ásökun
Þjóðverja til athugunar.
*
Tveim nýjum beitiskipum
hleypt af -stokkunum í Banda-
ríkjunum. Heitir annað „Atl-
anta“, en hitt „San Juan“. „Atl-
anta getur farið 43 sjóm. á klst.
*
8. /9. Tilkynnt frá London að
brezkt. norskt, og kanadiskt her-
lið hefði hernumið Spitzbergen
í ísbafinu og flutt Jaðan norsk-
ar fjölskyldur. Ekki er talið lik-
legt að bandamenn ætli að halda
Spitzbergen, - heldur aðeins að
koma í veg fvrir að Þjóðverar
hagnýti sér kolanámurnar þar.
*
í tilefni af ársafmæli nætur-
árásanna miklu á London, gerðu
Bretar stórkostlega loftárás á
Berlín síðastliðna nótt. Brezku
flugvélarnar voru hundruðum
saman yfir borginni og köstuðu
niður þungum spnngjum og eld-
sprengjum. Eldar komu víða upp
í borginni. Alls missu Biætar 20
flugvjelar í árásirmi, en skutu
niður 4 þýzkar næturflugvélar.
*
11./9. Blóðugir bardagar standa
um Leningrad. -- Tilkynningar
rússnesku og þýzku herstjórn-
anna eru stuttar að vanda. Rúss-
ar segja: harðir bardagar á allri
víglínunni. Þjóðverjar: Á aust-
urvígstöðvunum halda árangurs-
ríkar árásir áfram.
*
Tveir verkalýðsleiðtogar voru
teknir af lífi í Oslo og dæmdir í
fjögra ára til æfilangs fangelsis.
12. /9. Þjóðverjar reyna að loka
N.-íshafsleiðinni til Rússlands.
Dietel hershöfðingi, sem stjórn-
aði sókn Þjóðverja til Narvíkur
í fyrra, stjórnar nú sókn finsks
og þýzks hers til Murmansk.
*
Þjóðverjar undirbúa árás á
Krím og Kákasus, yfir Svartahaf.
Sovétstjórnin ásakar Búlgara fyr-
ir að þykjast vera vinsamlega
Rússum, samtímis sem Búlgaría
sé notuð sem stökkpallur fyrir
óvini Rússa til árása á Odessa,
Krímskaga og Kákasus.
*
13. /9. Ameríski flotinn fær
skipun um að sjóta á þýzk og ít-
ölsk herskip á ameríska varnar-
svæðinu á hafinu. Þjóðverjar
segja: Við ákveðum næsta spor-
ið.
*
Þjóðverjar tilkynna að kafbát-
ar hafi í endurteknum árásum á
stóran skipaflota á Atlantshafi
sökkt 22 skipum samtals 134 þús.
smál. að stærð.
*
Rússar yfirgefa Cernigos, sem
er miðja vegu milli Gomel og
Kiev. *
14. /9. Mikill þýzkur liðsafli
býst til úrslitaárásar á Lenin-
grad. Loftbardagar háðir yfir
borginni. Rússar nota skriðdreka
með 13 manna áhöfn í orustun-
um. Þjóðverjar nota nýjustu
flugvélar sínar í árásunum þ. á
m. Me, 115, ný tegund Messer-
schmitt.
*
Tveir nýir dauðadómar í Nor-
egi. Og tveir æfilangt fangelsi.
*
Árásin á skipaflotann gerð „á
hafinu við ísland“; af 40 skip-
um var 28 sökkt, samtals 164
smál., segja Berlinarfregnir.
*
Engin vopnun amerísra kaup-
skipa að svo stöddu, herma
fregnir frá Washington.
Framh. á bls. 29.
VÍKINGUR
17