Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Side 19
V BREFAKASSI N N á Til ritstjórans! Aðalefni þessa bréfs er að biðja þig að sjá um a ðmér verði sent blaðið „Víkingur“ eftirleiðis. Ég vil helzt fá það, sem út er komið af yfirstandandi árgangi gegn póskröfu fyrir árgjaldið. Það er nú svo með.mig, að þó ég búist ekki við að koma á sjó meir sem starfandi sjómaður, þá er hugur minn sífellt á reiki um hafið og störfin þar. Þessvegna langar mig til að gerast fastur kaupandi að blaði, sem sjómennirnir sjálfir skrifa í. Ég hefi fengið nokkuð af útkomnum „Víking“ og er yfirleitt mjög ánægður með það blað. Þar er lifandi og náttúrleg lýsing á því, sem er að gerast og hefir gerst í þessu starfi. En eitt er ég óánægður með og það er hve kalt andar frá blaðinu (ekki sjóm.) til þeirrar stétt- ar í landinu, sem heyja þá baráttu fyrir lífi sínu sen; næst kemst baráttu sjómannanna, þó munur- inn sé mikill. Ég á hér sérstaklega við grein, sem ég las í íyrravetur (man ekki hvað hún hét). En þar er talað um, að óþarfi sé að hækka kjöt af því dilk- arnir gangi sjálfala. Það gerir fiskurinn held ég fremur fénu. Mjólkina, af því kýrnar séu allar á íslenzkum heyjum. Ekki er átan fyrir fiskinn flutt inn, þó hækkar hann í verði. Við bændur hér kaup- um nýjan fisk á 65 au. kg. á sama tíma og sjó- mennirnir fá 30—35. Þetta er gamla sagan, milli- liðirnir verða að hafa sitt, og einn af þeim er verka- maðurinn, kannske gamall sjómaður, sem genginn er á land, búinn að slíta sér út á sjónum. Þetta verðum við nútímamenn að skilja. Ég skammaðist mín fyrir hönd sjómanna þegar ég las þetta. Bænd- ur standa ábyggilega ekki sjómannastéttinni fyrir þrifum. Það þarf að ráðast á garðinn þar sem hann er hærri. En það er óhætt að tala við manninn, sem talaði um hræðslupeningana. Þó bændur eigi aðgang að tveim skólum, þá er það ekki þeirra sök þó sjó- menn eigi aðeins einn lélegan skóla. Jæja, þú fyrirgefur þetta hjal. Ég tel mig hafa dálítið vit á þessu, af því ég hefi unnið það sem af er æfinni, jafnt að flestum störfum; við sjóinn, frá árabátum upp í togara, og mér þykir jafn annt um ALUMINIUM Framh. af bls. 9. dönsku og norsku ríkisjárnbrautirnar er þeg- ar farið að nota mikið af alúminíum í vagn- ana. — 1 raforkuleiðslur er alúminíumblanda mjög góð. Þær eru helmingi léttari en úr eir, miðað við sömu mótstöðu, og má því komast af með færri staura og léttari. báðar stéttirnar, og mun alltaf þykja, þó ég verði bóndi. Það er nóg af óheiðarlegri baráttu í okkar landi, þó þessar stéttir persónulega taki þar ekki þátt í. Látum aðra um það. Vona þú sendir mér samt blaðið. — Óska þér alls góð. í guðs friði. 28./9. Sig. Hannesson. Snorri Sturluson er sá maðurinn, er mestri frægð iiefir varpað á menningu íslendinga um víða ver- öld í fortíð og nútíð. Hans var minnst virðulegri at- höfn í Reykholti og Háskólanum nýlega. Eg var þá á „frívakt" og beið með eftirvæntingu eftir innlendu fréttunum. að þulurinn skýrði frá því, hvernig hinir vitru menn heiðruðu 700 ára minningu hans. Ilvað skeður! Þulurinn sagðist ekkert geta frætt hlustendur um hátíðahöldin í Reykholti, sökum þess, að fréttastofunni hafði ekki verið boðið að hafa frétaritara við þau, en tilkynnti, að Hjörvar myndi síðar um kvöldið skýra frá athöfninni. Hver andsk... er nú á seiði, hugsaði ég með mér. Það er verið að minnast frægasta menningarfröm— uðs Islands og boðið til samkomunnar 60—70 manns, innlendum og erlendum, en manni frá fréttastofu virðulegasta menningartækisins er ekki boðið. Það er útilokað frá, að gtea flutt fyrstu fregnirnar til hlustenda. Það verður að sætta sig við þá niðurlæg- ingu frammi fyrir alþjóð, að það sé ekki samkvæm- ishæft, þegar heiðra skal stórmenni opinberlega. Fréttaflutningur útvarpsins er ekki svo fjöl- breyttur á innlenda viðburði, að réttlætanlegt sé, að draga fréttnæma viðburði í fyrirlestra, sem mörg- um hentar ekki að hlusta á, utan fréttatímans. Útvarpshlustendur krefjast þess, að fréttastofu útvarpsins sé gefinn kostur á að afla fyrstu frétta og útvarpa þeim, af því, sem fréttnæmt er í opin- berum athöfnum landsmanna. Þær nefndir og nefndarformenn, sem standa fyr- ir hliðstæðum athöfnum, ættu að sjá hag almenn- ings, en láta ekki eigin geðþótta ráða. Kr. Vinnsla alúminíum var samanlagt 10,000 smál. árið 1900, 40,000 smálestir árið 1910. 125,000 smálestir árið 1920. 220,000 smálestir árið 1930 og 680,000 smálestir árið 1939. »— Þessar tölu tala sínu máli um framfarirnar. (Þýtt úr „Tidskrift for Ma,skinvæsen“. Dólítið stytt). VÍKINGUR 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.