Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Page 21
Þorgrímur Sveinsson skipstj.
Minning.
Þorgrímur Sveinsson skipstjóri, var fæddur
að Gerðum í Garði 24. apríl 1878. Foreldrar
hans voru hin velkunnu heiðurshjón Eyvör
Snorradóttir og Sveinn Magnússon, ólst hann
upp ásamt hinum mörgu systkinum sínum á
heimili foreldra sinna. Gerðaheimilið var ann-
álað fyrir myndarskap og prýði í hvívetna,
enda mótaðist öll framkoma Þorgríms af hin-
um fyrsta lífsgrundvelli hans er þar var lagð-
ur.
Innan við fermingu var Þorgrímur byrjaður
að stunda sjó á opnum bátum. Eftir fermingu
fór hann í Flensborgarskólann og lauk þar
gagnfræðaprófi. Rúmlega tvítugur fluttist
Þorgrímur sál. vestur til Bolungarvíkur, stund-
aði hann þar sjó á opnum bátum og varð brátt
formaður. Heppnaðist honum vel og var feng-
sæll formaður, vel metinn af öllum sem kynnt-
ust honum. Eftir nokkur ár fluttist hann aft-
ur suður og fór um þrítugt á sjómannaskói-
ann í Reykjavík. Gerðist hann nú brátt skip-
stjóri á ýmsum skipum, seglskipum og línu-
veiðaskipum, bæði á Islandi og í Noregi.
Um 1938 hætti Þorgrímur sjómennsku sak-
ir lasleika og aldurs, en settist ekki í helgan
stein, eins og svo margir er langa æfi hafa
starfað, gjöra, enda eru víst fáir af sjómönn-
um að tiltölu við fjölda þeirra, sem þannig eru
efnum búnir, eftir sitt langa strit, að þeir eigi
þess kost, að leggja hendur í skaut sér, og
hugsa um liðna tíð, enda var Þorgrímur heit-
inn einn þeirra manna, er heldur kaus starf
en iðjuleysi.
Enda þótt kynni mín af honum hafi eigi ver-
ið nema um nokkurra ára bil, þá þykist ég
mega fullyrða, að þar var góður og gegn mað-
ur, sem bæði var sómi sinnar stéttar, fyrir sak-
ir áhuga og starfs um velferðarmál stéttar-
innar, og jafnvel svo að margir hinir yngri
mega hrósa happi ef þeir reynast jafn vel, og
var hann um leið einhver sá skýrasti er ég
hefi mætt, um málefni lands og þjóðar, og
hinn mesti ættjarðarvinur. Farmanna- og
fiskimannasamband íslands er ekki gamalt, og
hefir ekki enn komið miklu til leiðar, en ávalt
var það svo, er eitthvert málið leystist að ósk-
um, að gleðin og ánægjan kom í ljós, ekki
hvað síst hjá honum, yfir unnum sigri, því að
hann var síungur og áhugasamur í starfinu,
þótt hann væri gamall að árum og bakið farið
að bogna. Við, sem unnið höfum með honum
bæði í stjórn sambandsins og á þingum þess,
þökkum honum fyrir ágætt starf í þágu stétt-
arinnar og fyrir framúrskarandi samvinnulip-
urð. Hann var meðstjórnandi í stjórn sam-
J^andsins frá því er það var stofnað og fyrsti
fundarstjóri öJJ þau þing er háð hafa verið.
Það er ávalt eftjrsjá í góðum mönnum, en ali-
ir verða að greiða þá skuld, að yfirgefa jarð-
lífið. Þorgrímur heitinn hefir lokið löngu
og eins. í sömu sveit var sjálfstæðisbóndi, sem
veitti fólki sínu vel, og dró óspart dár að fram-
sóknarbúskaparlagi nágrannanna, sem fóru
með allar sínar afurðir í kaupstaðinn og komu
í staðinn með kaffi og kex. En þeir kölluðu
sjálfstæðisbóndann íhaldsskarf og syni hans
nazista. Hvar ætli þeir hafi lært þetta orðr
bragð ?
Tímanum finnst anda kalt til bænda, hér
í Sjómannablaðinu. Slíkt væri engin furða eft-
ir skrifum Tímans að undanförnu. En sá er
vinur, sem til vamms segir, og það er áreið-
anlegt, að bændur með sjálfsbjargarviðleitni,
eiga enga einlægari vini en sjómennina, enda
hefir þeim hvorttveggja vegnað bezt, þegar
þeir hafa getað átt viðskifti saman án annara
milligöngu. En það var Tíminn sem að fyrra
bragði hóf árás á sjómannastéttina, einmitt
þegar hún átti í mestri vök að verjast og á
henni valt hiti og þungi þjóðarafkomunnar,
og bar sjómönnunum það á brýn, að þeir þyrðu
ekki að sigla, og að kröfur þeirra væru orsök
dýrtíðarinar í landinu. En jafnvel þetta munu
sjómennirnir vera tilbúnir að fyrirgefa, ef
þeir mættu eiga von á bót og betrun, því þeir
viðurkenna, að stundum hafi andað hlýlegra
til þeirra úr þessari átt en nú gerir.
VÍKINGUR