Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Side 22
og drengilegu starfi, hans mun ávalt minnst meðal þeirra sjómanna er þektu hann, sem hins bezta drengs. Ásgeir Sigurðsson. Þorgrímur Sveinsson var meðlimur skip- stjóra- og stýrimannafélagsins ,,Kári“ í Hafn- arfirði frá stofnun þess, og mun hann hafa verið einn aðalhvatamaður að stofnun þess. H-ann var i stjórn félagsins, þar til hann fluttist til Reykjavíkur árið 1937, að tveim ár- um undanskildum, eða 15 ár alls. Þorgrímur var einn af rnestu áhugamönnum félagsins um öll þau mál sem félagið hefir beitt sér fyrir, og þó að hann flytti búferlum úr Haf'narfirði starfaði hann með sama áhuga fyrir málefnum þess og sótti oftast fundi, hann var fulltrúi félagsins á þingum Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Um leið og skipstjóra- og stýrimannafélag- ið ,,Kári“ vottar aðstandendum Þorgríms Sveinssonar dýpstu samúð sína, færir það hon- um alúðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu íélgasins á umliðnum 20 árum. Jón Halldórsson (formaður). Sveinbjörn Ársælsson loftskeytamaður. Minning. Hvert smáatvik lífsins er skref í áttina til dauðans. Og ekkert er í rauninni eðlilegra en dauðinn. Þó er það jafnan svo, að hann veld- ur undrun og manni bregður í brún, í hvert skifti þegar dauðinn heggur skarð 1 vinahóp- inn. Og þegar um úrvalsvini er að ræða, skilur hann eftir annarlega angurværð og sárbeittan söknuð. Ég finn hvöt hjá mér til þess að minnast fall- ins fjelaga og skólabróðurs af því að hann var gott dæmi um djarfan og góðan þegn. Þessi maður er Sveinbjörn Ársælsson, loftskeytam., sem fórst með e.s. Heklu, þegar kafbátur grandaði henni 29. júní s.l. sumar. Af þeim sex sem tóku loftskeytapróf sam- an 1934, er Sveinbjörn hinn þriðji, sem í valinn fellur á tæpu einu ári. Hinir voru: Ingimar Sölvason, er fórst með b.v. Braga s.l. haust og Gísli J. Jónsson, er lézt á sóttarsæng 8. apríl s.l. Sveinbjörn sál. var fæddur 5. okt. 1915 í Sandgerði, sonur hjónanna Jónu Einarsdótt- ur og Ársæls Þorsteinssonar, skipstj. og eru þau kunn að atorku og dugnaði. Sveinbjörn heitinn var öll sín starfsár sjó- maður var hann fyrst í æsku ýmist aðstoðar- matsveinn eða háseti, bæði á skipum Eim- skipafélags Islands, togurum og vélbátum. Iíann tók loftskeytapróf árið 1934, en réðist loftsk.m. á e.s. Heklu árið 1937 í apríl. Var hann á því skipi æ síðan unz hann fluttist þangað við dauða sinn, sem vér trúum að sé önnur tilvera og betri. Þar sem Sveinbj. sál. starfaði, aflaði hann sér hvarvetna virðingar og vinsælda sakir valinnar framkomu, látleysis og karlmann- legs léttlyndis. Hann var prýðilegur lofsk.m. og naut álits sem slíkur, enda fullur af starfs- gleði og miklum áhuga. En það sem aðallega einkenndi hann, voru hinir annars of fátíðu hæfileikar, kjarkur, drenglyndi og trygglyndi, og einmitt allir í ríkum mæli. ísland á að baki að sjá mætum þegni þar sem Sveinbj. var. Hann var íslenzkur maður í húð og hár, einn af þeim, sem ekki eru ginkeyptir fyr- ir þeim útlenda hégóma, sem — sérstak- lega nú — er alls staðar á boðstólum hér, fyrir þá, sem hafa vilja. Af svo ungum manni, sem Sveinbj. var, hafði hann óvenjulega glöggan skilning á lífinu, og oft kom hann auga á þær hliðar þess, sem mörgum öðrum sést yfir, enda var hann víð- förull og athyglisgáfan í bezta lagi. Bezt lýsir það þó Sveinbirni, að hann var einmitt sá félagi, sem maður óskaði helzt að hafa sér við hlið í þrengingum lífsins og þeg- ar andófið er þyngzt — og einnig sá, er maður kysi frekast að skála við á stundum gleðinnar og gáskans og samfagnast með. Hann beit á jaxlinn er blés í móti — og hinsvegar — gekk hægt um gleðinnar dyr. Góði vinur! Ég ber þér beztu þakkir fyrir mörgu stundirnar, sem við dvöldumst og lék- um saman. Vert þú sæll, kjarkmikli og góði drengur. Þín mun minnst. K. Tveir ferðamenn höfðu numið staoar á sveita- knæpu til þess að fá sér hressingu. Er því var lokið, kvöddu þeir vini sína og óku af stað heimleiðis um 60 km. veg. Eftir nokkra stund segir annar: „Nú erum við f-farnir að nálgast bæinn“. „Hvað hefirðu til marks um það“, segir hinn. „Það eru alltaf fleiri og fleiri að rekast á okkur“. VÍKINGUR 22

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.