Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Page 23
Dauði Dieselvélarinnar
Eftir H. Dyson Corter, M. Se., A. C. I. C.
I sprengjuheldu jarðhúsi við Neuchatel í
Sviss, er vél nokkur, sem talið er líklegt, að
muni valda gerbyltingu bæði í olíu- og kola-
iðnaðinum. Þetta er fyrsta nothæfa gasturbin-
an, sem til er í heiminum.
Svisslendingar hafa með túrbínu þessari,
fært heiminum nýjan orkumiðil (prime mov-
er). Sérhverja vél, sem breytir orku í hreyf-
ingu, má nefna orkumiðil, svo sem: eimvélina,
.ensínvélina, Dieselvélina, rafhreyfla o. fl.
Yfir'lit um nýtízku orkumiðla er nota hita-
orku, mundi hefjast á einföldustu eimvélinni.
Eldsneyti er þar brent til þess að framleiða
eim með þrýstingi. Eimurinn hreyfir strokk-;
bullu fram og fatur og sveifarásar yfirfæra
orkuna í nytsama hreyfingu.
í eimtúrbínunni aftur á móti, streymir eim-
ur stöðugt um þrönga stúta á hjólspaða með
miklum hraða. 1 báðum þessum vélum er þó
eimur og eldsneyti fullkomlega aðskilið.
Sjálf hreyfivélin breytti hér miklu um. í
bensínhreyfli t. d., fer fram hraðbrennsla
(explosion) í sjálfum strokknum, og þenslu-
magn gasteg. sem við brensluna myndast,
vinnur beint á bulluna. Svipað á sér stað í Die-
selvélinni. Neistatækið (kertið) er þó fellt
burtu, en í þess stað er innstreymisloftinu
þjappað svo hart saman, að það hitnar upp að
kveikjumarki eldsneytisins og veldur hrað-
bruna á eldsneytinu á svipaðan hátt.
Gastúrbínan er fræðilegt framfaraspor á
þessari braut. En sköpunartími hennar er þó
orðinn margar aldir. í höfuðdráttunum er hún
aðeins brensluhólf fyrir hraðbrenslu lofts og
eldsneytis, þaðan er svo gasinu í uppruna-
legu ástandi veitt í æðar túrbínunnar.
Einkaleyfisskrifstofur allra landa eiga háa
stafla af teikningum af slíkum vélum, en engin
þeirra er nothæf af þeirri meginástæðu, að al-
menningsálitið var þeim andvígt.
Nú sýnir það sig, að svissneska vélin getur
gengið. Meira að segja knýr hún 4000 kw.
rafal. Eimlestir Alpafjallanna munu og inn-
an skamms bruna eftir brautum sínum knúð-
ar þessum merkilegu gastúrbínum.
Þessi vél er stórum einfaldari en nokkur
eimvél, bensín- eða Dieselhreyfill. Aðalhlut-
ar hennar eru hólklaga brunahólf. TJndir því
er loftþjappa, rafall og svo túrbínan; allt á
sama öxli. Á öðrum enda hans er lítill rafm,-
hreyfill til þess að ræsa túrbínuna með.
Beiting vélarinnar er merkilega einföld.
Ræsihreyfillinn hrindir loftþjöppunni af stað,
en hún er reyndar ekki annað en venjuleg súg-
vél. Heitt samanþjappað loft streymir inn í
brunahólfið, þar sem það síkveikir í olíunni, og
brennandi gas streymir nú niður yfir túrbín-
una og knýr hana áfram.
Þegar vélin er komin í hreyfingu, nær hún
fljótlega fullum hraða. Brenslutækið (Gen-
erator) er hér a^eins ein leiðin til þess að nýta
túrbínuna, ef annað er hentara, má fella það
burtu.
Það ætti öllum að vera ljóst, sem þekkja
stórar eim- eða Dieselvéla-samstæður, hve ein-
falt tæki hér er um að ræða. f gastúrbínunni er
aðeins einn hreyfanlegur ás. Engir hreyfan-
legir hlutir eru í sambandi við brunahólfið.
Hér er alls ekki um neina gagnskiftilega
hreyfingu að ræða. Engir lokar, kambar, dæl-
ur, bullur, sveifarásar, olíugeymar eða kæli-
kerfi. Niðurfelling kælikerfisins er vitanlega
geisi veigamikið atriði.
Þessi nýi orkumiðill er vissulega merkileg-
ur að því leyti, að hann þarfnast ekki vatns til
orku framleiðslunnar eins og t. d. eimvélin.
Hann þarfnast heldur ekki vatns til þess að
verjast hitaskemdum. Gastúrbínan er alveg
innilokuð. Hitaútstreymi frá henni er ekki ann-
að en brunaloftið, og er það leyndardómurinn,
sem gerir hana svo aðgengilega. Þessi nýja
vél flytur vélaöld vora að lokum nærri því
hugsanlega fullkomnasta eða lokastiginu um
nýtingu hitaorkunnar.
Undanfarinn aldarfjórðung hafa vélfræð-
ingar stöðugt reynt að ná því. fullkomnasta.
Nú þola eimtúrbínur að ganga nálega dimm-
rauðar, en eimkatlar gömlu eimreiðanna stóð-
ust ekki það mikinn hita að steikt yrði á þeim
egg. Flugvélahreyflarnir eru hin mesta völ-
undarsmíð. En hvorki þeir né hinar beztu Die-
selvélar nálgast hið bezt hugsanlega á þessu
sviði. En hvers vegna? — Vegna þess, að hin
hugsanlega fullkomnasta vél verður að vinna
við hitastig, ekki lægra en er á loganum sem
vinnur og viðheldur orku þeirri, sem hún geng-
ur fyrir.
Það er vitanlegt, að eimur er ekki nærri
því eins heitur og þeir hitastraumar frá elds-
neytinu sem um ketilinn fara. Og engin olíu-
vél mundi standast þann brennandi hita, sem
fram kemur við hraðbrennslu á eldsneytinu,
VÍKINGUR
23