Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Síða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Síða 24
ef veggir þeirra væru ekki kældir með stöð- ugum vatns- eða loftstraum. En hin nýja gastúrbína er á annan veg. í henni streyma gastegundirnar með nálega sama hita og þrýstingi og fram kemur við hrað- brenslu eða sprengingu eldsneytisins, beint á hreyfiás túrbínunnar. Hitafall gasteg. er því ekki annað en það, sem orsakast af starí'i þeirra í vélinni. Þessi vélbúnaður nær því hæsta notagildi sem náðst heJir hingað til. Enn er ekki tilreynt um, hve háu riotagildi eimtúrbínan raunverulega getur náð. Eifið- leikarnir liggja í því, að þegar komið er yfir 1650° C., sem nú mun hæsti vinnuhiti sem þekkist, hættir túrbínublöðunum við að þenj- ast út og snerta útveggi túrbínunnar. Þegar fundinn er hæfilegur málmur í hina nýju túr- bínu, er hægt að auka starfs-hitastig heimar upp í 4427° C. Er það reikningslegt hámark flestra eldsneytis-tegunda. Hinsvegar er það ólíklegt í náinni framtíð, að smíðaðar verði túrbínur, sem standast meira en 3090° C., því það er meiri hiti en á hvítglóandi járni. Eitt af því athyglisverðasta við gastúrbín- una er það, að gangur hennar byggist meira á þenslu gasteg. sem orsakast af hraðbr. eldsneytisins, en á háum þrýstingi. í nútíma olíuhreyfli hrindir hinn mikli sprengiþrýsting- ur bullunum niður. í gastúrbínunni er hrað- brenslan eða sprengingin sífeld; þrýstingur- inn stígur því ekki, með öðrum orðum, hann er altaf jafn. Þegar hið samanþjappaða loft brennur með eldsneytisolíunni, veldur það þenslu á gastegundunum. T.ítstreymi þess gass snýr túrbínunni. Þessi riýja vél er mjög fyrirferðarlítil, og gerð hennar mjög einföld og traust; vélahlut- Emden (gamla) Sjóhernaður þessarar styrjaldar er rekinn með meiri harðneskju og mannúðarleysi en í styrjöldinni 1914—1918. Nú er engu þyrmt. Drepa og tortíma sem mestu virðist vera tak- markið. Sjóhernaðurinn er rekinn með morð- ingja aðferðum. Hlutlaus farmaður og fiski- maður er skotinn fyrirvaralaust eins og óvina- hermaður. Það, sem daglega er að gerast á höfunum er talandi vottur þess, hvernig mennirnir eiga e k k i að breyta hverii- við aðra. Til saman- burðar og fróðleiks þvi, sem er að gerast á höfunum nú og í styijöldinni 1914—1918, þegar beitiskipið „Emdc.n" lék lausum hala og sökkti fjölda skipa fyiir Bretum. — Yerður VÍKINGUE ir fáir og hreyfing hennar einungis snúnings- hreyfing. Hún þarfnast ekki vatns, hvorki fyrir eimingu eða kolingu. Hún skilar meiri orku fyrir hverja hitaeiningu, sem hún notar, en nokkur önnur vél, sem smíðuð hefir verið hingað til. Hún knýr nú stórt raforkuver. Neuchatel túrbínan brennir lélegustu teg- undum jarðolíu, og það er einnig hægt að brenna í henni kolasalla; ódýrasta eldsneyti, sem um er að ræða. Kolasalli hraðbrennur, og er jafhvel nothæfur í olíuhreyfla með sér- stökum útbúnaði. En hin föstu efni, sem eftir verða við brenslu kolanna mundu fljótlega skemma strokkana, og komast í smurnings- olíuna. Engir slíkir erfiðleikar eru fyrir hendi í gastúrbínunni. Lélegasta kolasalla er hægt að nýta í brunahólfi hennar. Þannig er hægt að hagnýta lélegasta eldsneytið í fullkomnustu vélinni, sem gerð hefir verið. Þetta er skyndilegur dauðadómur Diesel- vélarinnar. Ef hinar fyrirhuguðu gastúrbínu- eimreiðir (Cocomotive) reynast vel á brautum svissnesku Alpafjallanna, verður vélum straumlínu-eimreiðanna amerísku fljótlega breytt úr olíu- í kolasalla-brenslu. Úr Diesel- vél í túrbínu. Langvarandi flugvélastríð með aukinni eyðslu á olíubirgðum, getur haft í för með sér, að túrbínur þessar verði í nánustu framtíð not- aðar í skip. Það er og auðsætt, að flugvéla- gastúrbínan er ekki langt undan. Lauslega þýtt úr am. tímaritinu ,,Parade“. Hallgrímur Jónsson. Hr. stórkaupm. Gísli Johnsen hefir góðfúslega látið blaðinu í té ofanritaða grein til þýðingar. Ritstj. nokkuð sagt frá því og manni þeim er því stýrði. ,,Emden“ var brynþiljað beitiskip, 7 ára gamalt (frá 1907), 3650 smálestir að stærð, hraði 24 sjómílur; skipshöfn 400. Skipið var í flotadeild Þjóðverja við Tsingtau í Kína, en skildist við hin skipin, er þau héldu brott frá Tsingtau um miðjan ágúst og sneri eitt síns liðs suður á farleiðir Austur-Indlands og inn í Indlandshaf til þess að gera þar sem mestan usla brezkum samgöngum. Hinn 10. sept. mun ,,Emden“ hafa byrjað hernaðarað- gerðirnar og sökkti þá brezku kaupfari í Ben- galsflóa og sex brezkum eimskipum fjórum dögum síðar. v. Mtiller höfuðsmaður hafði þann hátt á, að hann tók skipshafnirnar á skip 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.