Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Page 25
sitt og sökkti síðan skipunum. -Þegar hann
hafði fullskipað, lét hann þær fara í hertekið
skip, gaf mönnunum líf og frelsi og lét flytia
þá til hafnar. Lagðist brátt niður öll skipaferð
á þessum slóðum, enda kom það í ljós, að v.
Miiller vissi furðu vel um ferðir allra skipa,
er þar áttu leið um, s^o að engin komust und-
an. Aðfaranótt 22. sept. brá ,,Emden“ sér inn
á höfnina við Madras á Indlandi, skaut á borg-
ina og gerði mikinn skaða á húsum og eign-
um og enn meiri skeik borgarmönnum. Þar
brunnu steinolíubirgðir miklar, eða nær 30
þús. tunnur. Eftir þetta hélt ,,Emden“ inn á
Persaflóa og sökkti þar mörgum skipum með
sama hætti og fyrr.
í októbermánuði fóru litlar fregnir af skip-
inu þangað til í mánaðarlokin. v. Múller höf-
uðsmaður hafði fengið fregnir af því, að í
höfn þeirri brezkri, er Pulo Pinang heitir, við
vestra mynni Malakkasunds, lægi rússneskt
beitiskip, brynþiljað, er ,,Schemtjug“ héti og
franskur tundurspillir, nefndur ,,Mosquet“. —
Árla morguns 28. okt. vatt ,,Emden“ sér inn
á höfnina. Rússar þekktu ekki skipið, því að
v. Möller hafði sett upp auka reykháf (hinn
fjórða) úr pappa, til blekkingar, og skaut þeg-
ar tundurskeyti framanvert við steínið á
,,Schemtjug“. Rússar skutu á móti, en fengu
þegar annað skot, sem sökkti skipinu; 85
menn særðust, en 250 björguðust, að sögn
Rússa, helmingurinn særðist. Franska skipið
tók og að skjóta á ,,Emden“, en var einnig
skotið í kaf á skammri stundu og olli tjóni.
,,Schemtjug“ var meðal nýrri brynþiljuskipa
Rússa, rúmar 3000 smál., jafnhraðskreytt
,,Emden“ og vel vopnum búið. Tundurspillir-
inn frakkneski var frá aldamótum og gekk 27
sjómílur, rúmar 300 smálestir að stærð. Skips-
höfn 70 manns.
Hreystibragð þetta jók mjög á ótta þann,
er af ,,Emden“ stóð og í annan stað frægð þess
og aðdáun. Vilhjálmur keisari sæmdi v. Mull-
er járnkrossinum fyrsta og annars flokks og
öll skipshöfnin fékk járnkrossinn annars
flokks. Bretar neyttu allrar orku að ná tang-
arhaldi á ,,Emden“, en það skrapp þeim jafn-
an úr höndum, stundum naumlega.
Það var loks þ. 9. nóv., að hraðskreytt beiti-
skip frá Sidney í Ástralíu, hitti ,,Emden“ við
Kokoseyjar, norðaustur við Andamenereyjar
í Benfaisflóa, og varð þá ekki undan komu
auðið. ,,Emden“ hafði komið að eyjunum árla
morguns, sett á land 50 manns, með þrem
liðsforingjum og höfðu þeir vélbyssur með sér.
Áttu þeir að eyða loftskeytastöð Breta þar, en
áður en því yrði við komið, hafði stöðin sent
út hersöguna, ,,Sydney“ náð skeytinu og far-
ið brunandi til hjálpar. v. Múller sá að hverju
íór, beið ekki manna sinna, heldur hélt á móti
og lagði til orustu. Horfði „Emden“ vænleg-
ar skothríðin í fyrstu, en er ,,Sydney“ kom
hinum stærri byssum, þá hallaði bardaganum
á ,,Emden“, enda þrotin að skotfærum og varð
að hætta skothríðinni. Ætlaði ,,Emden“ þá að
senda. „Sydney“ tundurskeyti, en til þess
þurfti skemmra slcotmál, og með því að skotnir
voru reykháfarnir á „Emden“, var svo
dregið úr hraðanum, að tilræðið tókst ekki.
Sigldi v. Múller skipi sínu þá á grunn, allmikið
skemmdu. Sveit sú, er á land hafði gengið,
reif loftskeytastöðina, hertók breskt seglskip
og hélt undan, tók þá „Sydney“ að elta segl-
skipið, en missti þess. Sneri aftur og hóf skot-
hríð á flakið af „Emden“. v. Múller gafst upp
með liði því, er eftir var. Fallið höfðu nær 130
menn, og fáeinir særst, en flestir voru lítt eða
ekki sárir.
Þessi urðu endalokin á frægðarsögu „Emd-
en“, er varla á sinn líka í hernaðarsögunni.
Tveggja mánaða tíma hafði það leikið lausum
hala í Indlandshafi og sökkt meir en fimm
tugum skipa, auk þess feikna tjóns, er varð
af hindran siglinga, hækkun vátryggingar-
gjalda og stórkostnaði af eltingaleik fjölda
hinna hraðskreiðustu herskipa Breta, sem
höfðu auk þess brautargengi japanskra,
frakkneskra, rússneskra og ástralskra skipa.
„Sydney" var þá meðal nýjustu skipa Breta.
Var stærra, hraðskreiðara og betur vopnum
búið en „Emden“, var 5700 smál., hraði 26
sjóm., skipshöfn 400 manns. Auk þess hafði
„Emden“ engin tök á að afla sér slcotfæra
allt frá því, er ófriðurinn hófst, og hafði það
eitt vista og kola, er tekið var herfangi af
skipum óvinanna.
Frá sveit þeirri, er á land gekk í Kokos-
eyjum og fyrr var getið, er það að segja, að
hún kom fram hinn 28. nóv. við Padang á
Súmatra, að afla sér vista. Foringi skipverja
var v. Múcke. Vélbyssur höfðu þeir tekið með
sér og héldu áfram að hætti „Emden“. Tóku
nokkur eimskip og seglskútur herfangi og
söktu, og gaf brezka stjórnin í Birma út að-
vörun til sjófarenda gegn hinum nýja vágesti.
Um síðir komst skip þetta — er nefnt var
„Emden II.“ — upp að Arabíuströndum
nokkru eftir nýár. Komst skipshöfnin á land
og höldnu eftir mörg og mikil ævintýr
og gekk í lið með Tyrkjum. Þótti mönnum
för þeirra hin frækilegasta.
Bretar hertóku það, sem eftir lifði af skip-
verjum á ,,Emden“, var þeim öllum virðing
sýnd og héldu herforingjarnir vopnum sínum.
25
VÍKINGUR