Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Qupperneq 26
ALMENNINGUR Frelsi eða þrældómur Thomas Mann, hinn frægi þýzki rithöfund- ur, var sænidur bókmenntaverðlaunum Nobels árið 1929, en þegar Hitler komst til valda i Þýzkalandi, neyddist hann til þess að yfirgefa föðurland sitt. Árið 1936 var hann sviftur þýskum borg- araréttindum og allar eignir hans gjörðar upp- tækar vegna þess að hann var talinn hafa unn- ið á móti hagsmunum hins þýzka ríkis og tek- ið þátt í alþjóðlegum samtökum fjandsam- legum því. Þegar stríðið braust út, lýsti Mann yfir fullri samúð sinni með lýðræðisþjóðunum og sagði: Mannkynið verður að sigrast á plág- unni sem ógnar því. Mann útvarpar nú dag- lega á þýzku frá Bandaríkjunum. Útvarpið er tekið upp í Bretlandi, en síðan endurvarpað þaðan til Þýzkalands. Sýnishorn af því, sem Mann segir löndum sínum í Þýzkalandi fer hér á eftir. Þýzkir hlustendur. Forseti Bandaríkja Norður-Ameríku hefir talað. Allur heimur- inn er vitni að því, sem þessi voldugasti mað- ur í vesturálfu heims hefir sagt. Allur heimur- inn viðurkenni mikilvægi þessarar sögulegu ræðu. Þetta var ekki ræða öfgafulls æsinga- manns, sem haldin er af illum og ofstækisfull- um hvötum. Nei, þetta var ræða hins mesta stjórnmálamanns, sem uppi er í heiminum um þessar mundir. Ég hefi með tilraunum mínum hvað eftir annað reynt að láta ykkur vita: Að Hitlers- friður eða öðru nafni skipulagt þrælahald um gjörvallan heim verður ekki tekið upp, því verður aldrei veitt móttaka og það verður ekki þolað. Forseti Bandaríkjanna hefir sagt þetta og hann hefir eggjað hina miklu þjóð sína lögeggjan móti óvinum mannkynsins, hann hefir lýst því yfir, að hann muni aldrei semja frið við Hitler, því slíkur friður jafn- gilti í raun og veru sigri hins illa yfir hinu góða. Eitthvað á þessa leið talar hinn landflótta þýzki bókmenntafrömuður þegar hann á öld- um útvarpsins reynir að skýra þjóð sinni frá hvað er að gerast í umheiminum, hvort að slík- ar tilraunir ná til almennings í Þýzkalandi er ekki gott að segja um, en eitt er þó víst, þær VÍKINGUR eru eitur í beinum foringja nazistanna eins og sjá má af því, að dauðarefsing liggur við því, að hlusta á erlendar útvarpsstöðvar í Þýzka- landi. Ég hefi oft verið að hugsa um hvernig fólk- ið í löndum utan Þýzkalands gæti náð sér niðri á nazistum fyrir þá dæmafáu ráðstöfun að banna almenningi að hlusta á erlendar út- varpsstöðvar og ég hefi komist að þeirri nið- urstöðu, að einfaldasta ráðið til þess að hefna sín og fella þá á þeirra eigin bragði, sé að loka fyrir allar fréttir og yfir höfuð allt útvarp frá Þýzkalandi — þar með fengju þeir að bragða á þeim náðarmeðulum, sem þeir bjóða öðrum upp á. Þeir hafa, því miður, hingað til fengið óáreittir að hella úr skálum lygi og rógburð- ar um heim allan. Er sannarlega ekki að undra, þótt þeim hafi gengið vel það sem af er, þar sem þeir fá óhiridrað að njóta allra réttinda lýðræðisins úti um heim, en sjálfir þurfa þeir ekkert af mörkum að leggja í því tilliti. Yfirlýsingar þær, sem forseti Bandaríkj- anna hefir gefið okkur um vernd gegn hvers- konar utanaðkomandi ofbeldi, ættu vissu- lega að vera okkur mikils virði á þessum hættulegu tímum. Því þrátt fyrir allt, sem' sagt hefir verið og sagt kann að verða af okk- ar hálfu um ævarandi hlutleysi, þá verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að sum vold- ugustu heimsveldi heimsins virða því aðeins hlutleysi smáþjóða, að það samræmist hags- munum þeirra. Þegar málum er þannig komið, þá liggur í augum uppi, að fastheldni við algert hlut- leysi fyrir þjóð, sem ekki er nógu sterk til að verja sig sjálf, er ekki ráðlegt, fyrir því er næg reynsla fengin. Slíkt háttalag hefir leitt ófrelsi og glötun yfir hverja smáþjóðina á fætur annari. Af þessum ástæðum finnst mér, að við Is- lendingar ættum að vera þakklátir fyrir að voldugasta frelsisþjóð veraldarinnar hefir tekið ábyrgð á frelsi okkar og sjálfstæði. En þetta jafngildir því að mínum dómi að yngsta og voldugasta lýðræðisþjóð heimsins, hleypur undir bagga með elstu og minnstu lýðræðis- þjóð heimsins á hættunnar stund. Afleiðing þess að við komumst undir vernd 26

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.