Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Page 27
þessarar þjóðar virðist því vera sú, að allir Islendingar eru tryggðir gegn þeirri geigvæn- legu hættu að verða gerðir að réttum og slétt- um þrælum í ríki nazismans. Okkar hlutskifti, vegna verndar Bandaríkjanna, ætti því að verða frelsi í framtíðinni, en ekki þrældómur. Þetta gildir þó því aðeins, að Bandaríkin verði ekki gersigruð í stríði við nazistaríkið, en á því eru litlar líkur, eins og sakir standa, sem bet- ur fer. Eins og allir vita, þá hefir sambúðin við Bandaríkjaliðið, því miður, alls ekki verið á- rekstralaus, eða sem ákjósanlegust í alla staði, því þeir atburðir hafa gerst, sem hæglega gætu fyllt hugi allra Islendinga með hatri og fyrir- litningu til þessara manna ef köld og róleg skynsemin væri ekki látin ráða. Við megum sem sé ekki missa sjónar á því mikilvæga at- riði, að hér voru aðeins fáir einstaklingar að verki, en ekki allt ameríska setuliðið, hvað þá öll ameríska þjóðin. Ofbeldisverkið, sem fjór- menningar frömdu hér í nágrenni Reykjavík- ur, hlýtur í raun og veru að særa siðferðistil- finningu hvers einasta íslendings djúpu sári, sem illt á með að gróa, en við getum þó hugg- að okkur við það, að verknaðurinn var engu síður illa þokkaður meðal hinna amerísku setu- liðsmanna, og hvergi í heiminum nýtur hið veikara kyn meira frelsis og réttinda en ein- mitt í Ameríku setja Ameríkumenn metnað sinn í það að bera konuna á höndum sér og gera veg hennar sem mestan í hvívetna. Stingur þetta mjög í stúf við hugsunarhátt Ev- rópumannsins, sem verður steini lostinn þeg- ar hann stendur andspænis þessu fyrirbrigði í fyrsta sinn. Þarf þó engann að undra á þessu, því Evrópumenn hafa vanist þeirri hugsun frá ómunatíð að konan væri óæðri vera, sem halda bæri niðri eftir megni. Almenningur í Bandaríkjunum hefir löngum verið þekktur að því, að missa alla þolinmæði þegar ofbeldisverk eru framin í sambandi við konur. Hefir það þá stundum skeð, að söku- dólgar af samskonar sauðahúsi og fjórmenn- ingarnir úr nágrenni Reykjavíkur hafa hlotið makleg málagjöld frá hendi almennings, án þess að beðið væri eftir aðgerðum löglegra ýÞ irvalda. Islendingar geta því verið vissir um það, að ameríska þjóðin fordæmir harðlega og refsar harðlega hverju því ódæðis- eða ofbeldis- verki,, sem einstakir hermenn hafa framið eða kunna að fremja á friðsömum borgurum. Má líka fyllilega vænta þess, að slíkt endur- taki sig ekki oftar. Af þessum ástæðum ættu Islendingar að fara varlega í dómum sínum um Ameríku- menn, þótt þetta hafi komið fyrir og forðast að sýna þeim nokkurn fjandskap eða áreitur. Gott og vinsamlegt samkomulag við þessa út- verði hinnar miklu Ameríkuþjóðar er áreið- anlega heillavænlegast fyrir okkur Islend- inga. Enginn íslendingur, hversu stoltur sem hann kann að vera af uppruna sínum eða menningu, þarf að hika við að sýna Ameríkumanni fulla vinsemd og kurteisi, því Bandaríki Norður- Ameríku, heimkynni setuliðsins á Islandi, er öruggasta en síðasta virki einstaklingsfrelsis- ins í heiminum, ef nazismanum tekst að flæða yfir alla Evrópu. Látum okkur vona, að þetta öfluga virki í vestrinu, fái staðist hinar himingnæfandi öldur ófreísis og kúgunar, sem flætt hafa yfir hvert menningarlandið á fætur öðru, og sem skolað hafa í burt með sér flestum þeim verð- mætum, sem gefa lífinu gildi. Látum okkur vona, að nærvera hins ameríska setuliðs verði þess megnug, að halda hörmungum stríðsins í hæfilegri fjarlægð frá ströndum okkar, en meðan skálmöldin geysar og ekki hefir feng- ist úr því skorið, hvort hnefarétturinn skuli ráða úrslitum mála, skulum við Islendingar kappkosta að móta framkomu okkar í garð þeirra manna, sem við höfum beðið um vernd, sem mest að hætti hvítra manna, en forðast þó allan undirlægjuhátt, fyrirlitlegar sníkjur og Quislingastarfsemi. Grímur Þorkelsson. Drekktu minna, en andaðu að þér meiru af hreinu lofti. Borðaðu minna; tyggðu betur. Klæddu þig minna, en baðaðu þig oftar. ergðu þig minna, en starfaðu meira. ★ Þegar ofdi'ykkjumaðurinn situr í drykkjustof- unni, þá leggur hann þar inn: 1. Peningana sína og tapar þeim. 2. Tíma sinn, og tapar honum. 3. Sjálfstjórn sína, og tapar henni. 4. Heimilisánægjuna, og tapar henni. 5. Farsæld konu sinnar og barna, og tapar henni. 'Ekki er þessi viðskiptastaður góður, þar sem alls staðar er tap, en aldrei vinningur. ★ Menn segja að tíminn sé ágætur kennari, en sá lóstur fylgir honum, að hann drepur alla sína læri- sveina. Sumum þykir minnkun að vinna, þeir þykjast of miklir menn til þess. En iðjuleysið er meiri minnkun fyrir þá. Sé það satt, að þeir hafi mikla yfirburði fram yfir þá sem vinna, þá ættu þeir að sýna það í verki. 27 YÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.