Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Qupperneq 28
Ostand ástandsmálanna
Hin svokallaða „ástandsnefnd“ hefir skilað
áliti sínu til dómsmálaráðuneytisins. Nefndin
var skipuð 29. júlí í ár, til þess að rannsaka
siðferoileg vandamál, sem upp hafa komið í
sambandi við sambúð hins erlenda setuliðs og
landsmanna, að tilraun verði gei’ð til að finna
einhverja lausn þeirra. Nefndin lagði til
grundvallar fyrir niðurstöðum sínum rann-
sóknir lögreglunnar í Reykjavík, bæði hinum
almennu og rannsóknarlögreglunnar.
Alla hugsandi Islendinga hefir sett hljóða
við lestur skýrslu nefndarinnar, eins og hún
hefir verið látin blöðunum í té. Þótt hún hafi
staðfest það, sem margan grunaði, bjuggust
menn ekki við, að ástandið væri jafn aumt og
skýrslan greinir frá. Það sorglega er, að sið-
ferðisástandið í Reykjavík og þjóðarinnar er
miklu geigvænlegra en þegar er komið í dags-
ljósið. Hætturnar sem nú steðja að þjóðinni
eru miklu nær og meiri en almenningur gerir
sér grein fyrir.
Þegar landið var hernumið, kom fljótt í
Ijós hvert stefndi um kynni setuliðsins og
nokkurs hluta kvenþjóðarinnar og raunar
sumra karlmanna. Þeir, sem komu á kaffihús
bæjarins sáu, að hinir erlendu hermenn höfðu
náð yfirtökunum yfir dætrum höfuðstaðarins.
Sama sjón blasti við á götum úti, í skúmaskot-
um og í námunda við braggana.
Nú fyrst, eftir rúmt ár, er vaknað til meðvit-
undar um, að eitthvað verði að aðhafast í því
umfangsmesta siðferðisvandamáli, sem borið
hefir að dyrum hjá Islendingum.
Orsakir ástandsins, eins og það blasir við í
dag, eiga að einhverju leyti djúpar rætur.
Sýnilegt er, að stóran hluta þjóðarinnar skort-
ir í ríkum mæli siðferðilegt þrek, manndóm,
þjóðarmetnað og sjálfstæðiskend til þess, að
standast áhlaupið sem á hana var gert, með
iandsetningu tugþúsunda hermanna, ásamt
þúsundum siglingamanna og sjóhermanna til
langdvalar í landinu.
Að sjálfsögðu er misjafn sauður í svo
stórri hjörð. Margt nýtra manna, en fleiri þó
ábyrgðarlausir gagnvart íslenzku þjóðinni og
hennar tilveru. Það eina, sem körlum og kon-
um bar að gera í lýðfrjálsu landi var, að um-
gangast setuliðsmennina með æðrulausu af-
skiftaleysi, en kurteisi ef nauðsyn bar til af-
skifta við það. Það er hernáminu að kenna,
hversu geigvænlcga er komið og horfir í sið-
ferðismálum íslendinga. Hvað er ábyrgðar-
hluti ef ekki það, að senda tugþúsunda her-
VÍKINGUR
manna til langdvala inn í fámennt og afskekt
land, og ætlast til þess, að landsmenn taki
þeim sem gestum og sambýlismönnum.
Flestir hermannanna eru menn á bezta
aldri, þeim aldrinum, sem mest gætir í ástalífi
manna. Samgöngur við heimalandið strjálar
og miklum erfiðleikum bundnar. Þeir sækja
því á það, sem líklegast þykir. Þar sem her-
stjórnin hafði engar ráðstafanir gert til þess,
að fluttar yrðu inn í landið nægilega margar
kcnur svo þeir gætu fullnægt ástaþörf sinni.
Þess gerðist þó engu síður þörf, en annar flutn-
ingur i págu hersins. Fljótt á litið, virðist hafa
verið ætlast til þess, að íslenzkar konur kyn-
fæddu setuliðsmennina.
Það þýðir ekki að sakast um orðin hlut,
þótt alltaf megi hafa hann til hliðsjónar. Is-
lendingar, og þá fyrst og fremst allt of stór
hópur kvenþjóðarinnar, hefir sofnað á verð-
inum. Nú er að vakna til nýs lífs og hefjast
handa, bjarga því, sem biargað verður, og
fjarlægja hætturnar eftir megni.
Forustuna í þessum málum verða beztu
menn og konur að taka að sér. Stjórnarvöldin
eiga að koma sem minnst við þetta, þeirra er
a ðláta í té, það sem með þarf á hverjum tíma.
Það skiftir máli, að viðreisnarstarfið sé hafið
það bráðasta.
Margt hefir verið skrifað um siðferðismál-
in, sumt af því athyglisvert og lærdómsríkt.
Sumir blaðritararnir hafa véfengt skýrslu lög-
reglunnar, að gögnin fyrir sekt hinna afvega-
leiddu kvenna væru ekki nægilega skýlaus.
Flestir vita, að fjölmargt gerist í athöfnum
manna, sem ekki er hægt að sanna lagalega,
samt gerist það. Einmitt í þessum málum og
sambærilegum, sem erfitt er að sanna sam-
kvæmt lagabókstaf, þótt vitað sé að margt ger-
ist. Eina konan, sem um þessi mál hefir skrif-
að af viti og sanngirni, er frú Sigríður Eiríks-
dóttir yfirhjúkrunarkona. Aðrar eru með upp-
hrópanir og sleggjudóma um íslenzku kari-
mennina, sem í mörgum tilfellum kemur þessu
máli ekki við. Skrif Alþýðublaðsins um orsak-
ir siðferðisástandsins, eru þó fyrir neðan allt
þjóðarvelsæmi, þar segir: ,,Hér dugar ekki að
kasta steini að hinu erlenda setuliði. Hermenn
eru alls staðar eins, hvaða þjóð sem þeir til-
heyra. Þeir eru hér í tugþúsunda tali heimilis-
lausir, fjarri ættingjum og vinum. Allt líf
þeirra og hugsunarháttur mótast af ófriðnum,
sem geysar og þátttöku þeirra í honum. Þeir
vita aldrei um næsta náttstað sinn. Þeir hafa
28