Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Page 29
ekki hugmynd um næsta hlutverk sitt í þess-
um hildarleik. Þeir hugsa um líðandi stund,
aðeins“. Svona skrif skýra sig sjálf, lægra er
ekki hægt að leggjast af íslenzkum ríkisborg-
ara, í öðru eins stórmáli og hér um ræðir.
Það vekur sérstaka athygli, tónninn og að-
dróttanirnar til íslenzku karlmannanna. Að
þeir eigi mikla sök á því, hvernig siðferði
kvenna er komið. „Ruddaskapur þeirra við
konur er talinn síst til þess fallinn, að skapa
háttvísi og fagra siði meðal íslenzkra kvenna“.
Það er fjarstæða, að íslenzkir karlmenn al-
mennt, séu svo illa siðaðir og ruddalegir í um-
gengni við konur, að fyrir þá sök hafi hundr-
uð eða þúsundir þeirra kastað sér í faðm er-
lendra hermanna. Hins er ekki getið, sem
skiftir 'þó máli, að setuliðsmenn hafa hindrun-
arlítið fengið að fara sínu fram við konur
Reykjavíkur og alls landsins, ekki svo mikið,
að landslög hafi verið í gildi, um mök þeirra
við unglinga að 16 ára aldri. Almenningur for-
dæmir þann verknað fullorðinna manna, hvort
sem þeir eru innlendir eða erlendir. Hvernig
stendur á því, að svo óvíða kemur fram and-
úð á framferði setuliðsmanna í þessum kvenna-
málum við unglingana og börnin? Heimilis-
vinum hefir fjölgað mjög víða við hernámið.
Talið er, að þeir kunni sig, sendi stundum
blóm á undan heimsóknum. Þessu lík fram-
koma, er önnur en íslenzku ,,ruddarnir“, sem
talið er, að kastað hafi kvenþjóðinni út á hál-
an ís eða ofan í vakir umkomuleysisins.
íslenzka þjóðin hefir orðið að sætta sig við
hernámið, og reynt að forðast alla árekstra
við settuliðsmenn, og farið í hvívetna eftir
óskum herstjórnarinnar. En hún unir því ekki
möglunarlaust, að hundruð eða þúsundir
dætra hennar verði hernumdar, og gerðar á
þeim þær hernaðaraðgerðir, að þær verði ó-
færar til þess að inna af hendi skyldur sínar
við þjóðina að stríðinu loknu og herinn hverf-
ur úr landinu.
J. Kr. Ó.
Pramh. af bls. 17.
21./9. Stýrisútbúnaður trillu-
báts frá Ingólfsfirði, sem var að
koma úr fiskiróðri, bilaði út af
Selskeri. Hrakti bátinn upp í
skerið og brotnaði, en mennirn-
ir sluppu nauðulega upp í það.
Daginn eftir tókst að ná þeim úr
skerinu.
*
23. /9. Fregn frá Seyðisfirði
hermir að færeysk skúta, sem
lagði af stað fyrir hálfum mán-
uði áleiðis til Seyðisfjarðar frá
Færeyjum, sé talin af. Hét skipið
„Morning Star“; skipshöfn sjö
manns. Skipstjóri Esbern Jak-
obsen.
*
24. /9. Þingmenn stuðnings-
flokka stjórnarinnar hafa verið
kvaddir til viðræðna; búist við
að Alþingi verði kvatt saman til
aukafundar í byrjun október.
*
28./9. Bæjarráð leggur til að
lóð verði gefin undir sjómanna-
skólann á Rauðarárholtinu, þar
sem undirbúningsnefnd skóla-
byggingarinnar óskaði eftir og
yrði stærð lóðarinnar ákveðin
síðar.
*
30./9. Óttast um 10 tonna vél-
bátinn ,,Pálma“ Sf. 66, er fór í
róður frá Siglufirði í fyrrakvöld.
16./9. Knox, flotamálai'áðherra
Bandaríkjanna lýsir því yfir, að
amerísk herskip verði látin fylgja
kaupförum milli U. S. A. og ís-
lands. Hafa þau fyrirmæli um að
hertaka eða eyðileggja öll óvina-
skip sem yrðu á vegi þeirra.
*
Riza Khan, sjahinn í Iran legg-
ur niður völd. Brezkur og rúss-
neskur her er lagður af stað til
höfuðborgarinnar, Teheran.
*
Heiftarlegar orustur standa
enn yfir um Leningrad. Þýzkur
stríðsfréttaritari lýsir ástand-
inu svo: Ilér er eins og svipaðast
gæti verið í víti.
*
18./9. Þýzkar hersveitir sagð-
ar hafa bi'otist í gegnum síðustu
varnarvirki Rússa við Lenin-
grad í hæðum 15 km. suður af
borginni.
*
Bretar búast til að reka ítali
alveg úr Abyssiníu, en í Gondar
verjast enn 10—15 þús. ítalir, er
hafa verið þar innikróaðir í allt
sumar
*
19./9. Bardagar halda áfram með
sömu heift á þrem vígstöðvum í
Rússlandi, Murmansk, Leningrad
og Ukrainu vígstöðunum. Þjóð-
verjar sagðir reyna að knýja
fram úrslit fyrir veturinn.
*
Búlgarska stjórnin sat á klst.
ráðstefnu í gær. Sikorski forsæt-
isráðherra Pólverja, lagður af
stað til Rússlands til ráðagerða,
segist sannfærðari um sigur, en
nokkru sinni fyrr.
*
20./9. í leifturstríði Þjóðverja
síðustu dagana virðast þeir hafa
komizt áfram um 100 km. i átt-
ina til iðnaðarsvæðisins við Don
og í suður til Krímskaga. — Þeir
segjast hafa náð Kiev á sitt vald
sncmma í gærmorgun. Innikró-
unarorusta, þar sem 4 rússnesk-
ir herir verjast, stendur yfir 200
km. frá Kiev. Þjóverjar segjast
hafa tekið 1,8 millj. fanga. — En
manntjón sitt telja þeir 84 þús.
*
23./9. Rússar segjast hafa yf-
irgefið Kiev, eftir að hafa eyði-
lagt borgina fyrir Þjóðverjum,
og komið öllu liði sínu undan.
*
Bandarkjaskipi „Ping Star“, á
leið til íslands, sökkt. Sigldi und-
ir fána Panama.
*
Brezkur flugher í Leningrad
tekur þátt í orustunum um borg-
ina og hefir skotið niður 4 þýzk-
ar flugvélar.
29
YÍKINGUR