Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1941, Side 30
Auðnuveguvinn.
Ágætismaðurinn og mikilmennið Benjamín Frank-
lín stráði oft heilræðum og smellnum orðum í rit
sín, og svo voru þau sett saman í ræðu, sem „Abra-
ham gamli“ var látinn flytja á fjölmennum fundi.
Þar vitnaði hann oft til þess, sem „Snauði Ríkarður“
hafi sagt, en því nafni kallaði Benjamín Franklín
sjálfan sig, meðan hann var fátækur.
Af því flestir hefðu gott af að leggja á minnið
ræðu þessa, verður hér birtur stuttur útdráttur úr
henni:
„Satt hafið þér að mæla, vinir mínir! Slcattarnir
eru býsna þungir, og það væri þó sök sér, ef vér
ættum ekki að gjalda öðrum en kónginum; en aðrir
skattar liggja á oss þar að auki og verða þeir mörg-
um örðugir. Letin tekur af oss tvöfaldan skatt, hé-
yómaslcapurinn þrefaldan og heimskan fjórfaldan.
En það versta við þessa skatta er það, að yfirvöldin
geta ekki létt þeim af. Ætli ykkur þætti það ekki
grimmur konungur, sem léti þegna sína vinna sér
tíunda part úr æfi þeirra? En iðjuleysið leggur
miklu meira undir sig af tíma vorum en það. —
Letin er svo seinfara, að örbirgðin nær henni fljótt.
— Hastaðu verki þínu, svo það hasti eigi á þig. —
Ef kötturinn notaði vettlinga, þá veiddi hann ekki
mýs.
Atorkan þarf ekki óskastundir. — Sá, sem ætlar
að lifa á voninni, verður að deyja úr hungri. —
Sértu iðinn verður þér aldrei sultur að bana. — Hjá
iðnum manni kemur sulturinn á gluggann, en aldrei
inn úr dyrunum. — Iðnin veitir manni hagsæld,
nægtir og virðingu. — Iðnin er móðir gæfunnar. —
Dropinn holar steininn. — Smám saman nagar
músin sundur reiptaglið. — Smá högg fella stór tré.
Ef þú vilt að erindi þínu verði vel lokið, þá farðu
sjálfur, en ef þú hirðir ekkert um það, þá sendu
annan. — Auga húsbóndans gerir meira en hendur
hans báðar. — í kaupskap þessarar veraldar á van-
trúin að bjarga þér en ekki trúin. — Lítið hirðu-
leysi gerir oft stóran skaða.
Margur hefir flæmst frá bújörð sinni, af því
konan gleymdi að spinna og vefa vegna kaffisins, og
maðurinn að slá og róa vegna flöskunnar.
Lítill leki sekkur stóru skipi. Ef þú kaupir það,
sem þú þarfnast ekki, þá neyðist þú síðar til þess að
selja það, sem þú þarfnast. Góð kaup gera mörg-
um manni tjón.
Hærri er bóndi uppréttur en höfðingi á hnjánum.
V'ÍKINGUR
— Taktu oft mjöl úr tunnu og bættu engu í aftur,
þá sérðu bráðlega botninn. — Spurðu pyngju þína
ráða, fyrr en þú spyr girnd þína. ■— Hégómaskapur-
inn sat um morguninn við nægtir, um miðdegið með
örbirgðinni og um kvöldið með forsmáninni. —
Tómur poki á bágt með að standa uppréttur. —
Sparaðu meðan þú mátt, handa neyðartíð og ellitíð.
— Þó heiðríkt sé að morgni, getur verið komin þoka
að kvöldi. — Sá, sem geldur ráðvandlega þegar hann
lofar, hefir ráð á öllu, sem vinir hans mega án vera.
Þegar þú skuldar, þá varastu að skoða allt, sem þú
hefir handa á milli, sem þína eign, og megir fara
með það eins og þú vilt.
-k
Gestgjafafrú nokkur bað Einstein að lýsa fyrir
sér, með fáeinum orðum hinni frægu afstæðiskenn-
ingu sinni. Þá sagði Einstein: „Kæra frú, ég var
einu sinni á gangi uppi í sveit með kunningja mín-
um, sem var blindur. Það var heitt í veðri og ég
sagði að mig langaði í mjólk að drekka.
„Mjólk?“ sagði kunningi minn. „Ég veit, að það
er drykkur, en hvernig er mjólk?“
„Hvítur vökvi“, svaraði ég.
„Ég veit að það er vökvi“, svai'aði blindi maður-
inn, „en hvað er hvítt?“
„Það er nú liturinn á svansfjöðrinni".
„Ég veit hvað fjaðrir eru. Hvað er svanur?“
„Svanur?, Það er fugl með boginn háls“.
„Ég veit hvað háls er, — en hvað er það, sem
kallað er bogið?“
Nú missti ég þolinmæðina. Ég greip í handlegginn
á honum og rétti hann. „Þetta er beint“, sagði ég.
Því næst beygði ég handlegginn. Og þetta er bogið“.
„Jæja“, sagði blindi maðurinn þá, „nú veit ég
við hvað þú átt, er þú biður um mjólk“.
★
Listamaður hitti bónda nokkui’n, sem honum leizt
vel á og tók hann tali. Bauð hann bónda 30 krónur,
ef hann vildi sitja fyrir hjá sér. Bóndi gaf ekkert
út á þetta en velti vöngum nokkra stund.
„Þetta eru létt fengnir peningar", segir málar-
inn.
Ja-á, en það var nú ekki það, sem skipti svo miklu
máli“, segir bóndi. „Ég var nefnilega í nokkrum
vafa um hvernig ég gæti náð af mér málningunni
aftur.“
30