Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Síða 15
sjóðs. Ætti það að ýta undir um skjótar fram- kvæmdir, enda er líklegt að myndarlegt útræði skapist frá Vattai’nesi strax og lendingarbæt- urnar eru fengnar. Úr Norðlendingafjórðungi er einkum hugsað til framhaldandi hafnarbóta á Hvítserk og rann- sókn á hafnarbótum í Hrísey á Eyjafirði. 1 Húsa- vík er þegar komin fyrir nokkru myndarleg haf- skipabryggja, en hennar nýtur ekki sem skyldi fyrr en búið er að byggja þarna hafnargarð, sem lokar höfninni fyrir norðan- og norð-vest- anátt. Húsavík er nú annar stærsti þorskútgerð- arstaður á Norðurlandi (Óþifsfjörður stærst- ur) og bráð nauðsyn myndai’legra hafnarbóta. 1 Hrísey eru nú margar hafskipabryggjur, en þar sem þær eru allar einkaeign og hreppsnefnd- inni hefir verið neitað að leggja hafnargjöld á skip af því að hreppurinn eigi engin hafnar- mannvirki, er það almenn ósk Hríseyinga að rannsakað verða á hvern hátt bezt megi koma upp hafnarmannvirkjum í Hrísey, sem verði al- menningseign. Bolvíkingar biðja um dýpkun innanvert við öldubrjótinn þar. Aðallendingin, svonefnd Brim- brjótsvör, hefir grynnkað svo síðustu árin, að sæta verður sjávarföllum til lendingar. Er þarna um bráðnauðsynlega endurbót að ræða. Siglingahættan (rekduflin). Frá því síðari hluta árs 1941 hefir rekduflafaraldrið fyrir Austfjörðum færzt stöðugt í aukana, og aldrei verið meira en það sem af er þessu ári, og þó hafa engin skip verið við eyðingu tundurdufla fyrir Austfjörðum frá því 1. desember síðastl. Var málið afgreitt með svolátandi samþykki: Fiskiþingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn, að gera nú þegar ráðstafanir til að skip sé stöð- ugt til taks til að eyðileggja tundurdufl (rek- dufl) við strendur landsins, þar sem þörfin er brýnust. Bendir þingið í því sambandi á, að skip, sem framkvæma þetta, verði að stunda það sem aðalstarf, en megi ekki vera bundin við önn- ur störf samtímis. Á. fundi fiskiþingsins 7. marz mætti Pétur Benediktsson sendiherra. Var rætt við hann um horfur væntanlegra brezk-íslenzkra verzlunar- samninga, að því er snertir sjávarafurðir. Nýir heiðursfélagar kjörnir. Geir Sigurðsson skipstjóri og Sveinbjörn Egilsson fyrrv. rit- stjóri Ægis. Hafa báðir þessir menn unnið mik- ið mikið og gott starf í þágu Fiskifélagsins og s j ómannastéttarinnar. Sjómannastofa í Fleetwood. Eitt af þeim mál- um, sem Fiskiþingið afgreiddi, var starfræksla sjómannastofu í Fleetwood í Bretlandi, þar sem íslenzkir sjómenn gætu leitað sér hvíldar og hressingar og ættu kost íslenzkra bóka og blaða. Guðjón Jónsson sjómaðnr frá Ökrum á Miðnesi, nú til heimilis á Þórs- götu 20 hér í bæ, varð sextugur 12. þ. m. Guðjón er hreinn afkomandi hins norræna kynstofns, bæði í sjón og reynd. Hann hefir verið víkingur á hafinu í meir en 40 ár, fyrst á opnum skipum á Miðnesinu, og á skútum, en fjöldamörg síðustu ár á mótorskipum og hefir helst ekki skift um skiprúm. Guðjón „er af gamla skólanum", eins og kallað er, hann hefir aldrei kunnað að svíkj- ast um neitt, sem honum hefir verið trúað fyrir, betri félaga og liðsmann er ekki hægt að fá, t. d. er hann enn allt af fyrstur til dekks þegar kallað er til vinnu. í vetur er Guðjón ekki til sjós, en vinnur við að endurbyggja togarann íslending, en hann mun fastlega hugsa sér að fara til sjós aftur, þegar ,,Islendingur“ fer á flot. Heill og hamingja fylgi þér Guðjón, öll ófarin æfiár. S. Hafði Pétur Benediktsson sendiherra í London fyrst hreyft nauðsyn þessarar sjömannastofu og Fiskiþingsfulltrúar lýst stuðningi sínum við málið. I framhaldi af samþykkt Fiskiþingsins um sjómannastofu í Fleetwood skutu Fiski- þingsfulltrúar og stjórn Fiskifélags saman um 2 þús. kr., sem fyrstu krónunum til sjómanna- stofu í Fleetwood. Mun svo stjórn Fiskifélags- ins hafa forgöngu um frekari fjársöfnun í þessu skyni, en Pétur Benediktsson sendiherra vinna að framkvæmd málsins í Bretlandi. Fyrir dyrum standa breytingar á skipulagi fiskveiðamálanna. Kaus Fiskiþingið til aðstoðar og samstarfs við stjórn Fiskifélagsins um þau mál þá Arngr. Fr. Bjarnason, Benedikt Sveins- son og Friðrik Steinsson. 15 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.