Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Page 20
með hærri þrýstingi. Er hann þá venjulega dreginn frá einhverju þiðholi aðalvélar. Hagkvæmasta aðferðin er, að veita af- streymiseim frá aðalvél inn í veitivatnshit- arann móti veitivatninu. Hitamagn hans nýtist þá nálega til fullnustu. Með hitun veiti- vatnsins minnkar hitafallið og hitaeyðslan það síðara þó hlutfallslega meira, og nota- gildi vélarinnar eykst. Bezt er að taka eim frá nokkrum stöðum á aðalvél til eimvatnshitunar. Þess fleiri, sem afrásarstaðirnir eru, og því mair sem vatnið hitnar, því hærra er notagildi vélarinnar. Við rannsóknir á ástandi eimsins á mism. þenslustígi í þrígengisvél með 14 Atm. innst. þrýstingi og 3% raka, kom í ljós. að hita- magn eimsins breytist þannig: Hitamagn eimsins við vélina: 653 k. cal./kg. I M. þ. biðholi 618 do. - L. þ. do. 583 do. - Innst. opi eimsv. 548 do. í hlutfalli við hitamagnið við vélina, er hitamagn eimsins þannig í % M. þ. biðhol 94,5 % L. þ. do. 89,0 % Við eimsvala 84,0 % Við veitivatnshitun með eimi, sem dreginn er frá aðalvél vinnst það, að eimingarhiti hans, er endursendur til katlanna og eykur hann notagildi þeirra Af framansögðu er auðsætt, að hagkvæm- ast er að nota þanorku eimsins í sem flestum strokkum, og nýta síðan sem mest af honum til hitunar. Þá er og bezt, að eimvatns hitun- in fari fram í stigum. Sparnaður sem hægt er að ná með eimv. hitun og eimi frá aðalvél, er sýndur með línuritunum I., II. og III. Með afstreymi (bleeding) frá aðalvél til eimv. hitunar, útheimtist að sjálfsögðu meiri eimnotkun frá kötlunum til þess að halda vissum hestorkufjölda í vélinni. — Eimeyðsla vélarinnar á hverja hestorkustund (H.O.st.) evkst. En á sama tíma minkar þó meira hita- notkun, eða eldsneytisnotkun vélarinnar á hverja II. O. st., vegna aukins hita í veiti- vatninu. Kostir veitivatnshitunar Þó að veitivatns hitun hafi verið þekkt í rnörg ár, er það einkum síðustu árin, sem hún hefir verið metin að verðleikum. Nú leggja bæði véísmiðir og skipaeigendur mikið kapp á, að hagnýta sem bezt þessa tiltöiulega ó- dýru aðferð, við að minka tapið í eimsval- anum. Eimvatnshitarar eru oftast tvístiga eða meir, og næst með því mikil sparnaður. Kostnaðarverð þessara tækja er tiltölu- lega lítið miðað við kolasparnað, og borga þau sig fljótlega — jafnvel á einu ári. Kostir nýtísku eimvats hitara eru þessir: I. Eldsneytissparnaður við notkun glat- eyms vikavéla. II. Eldsn. sparnaður við notkun afrásar- eims frá aðalvél. þar sem hann nýtist betur en við áframhaldandi þenslu í aðalvél. VIKINGUR 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.