Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Síða 4
gerðin er aðalstoð hans og ef hún brestur verður ríkissjóður févana. Á móti þeim tugum miljóna króna, sem tekn- ar hafa verið af útgerðinni í skatta á síðustu árum hefur Alþingi samþykkt að verja tveim miljónum króna til þess að greiða niður háan byggingarkostnað á fiskiskipum, sem smíðuð hafa verið hér á landi tvö s. 1. ár. Mun þessi greiðsla þegar hafa farið fram. Einnig hefur Alþingi á fjárlögum fyrir árið 1944 heimilað ríkisstjórninni að verja úr framkvæmdasjóði ríkisins allt að 5 miljónum króna til byggingar fiskiskipa skv. reglum, sem Alþingi samþykkir. Nokkur óvissa ríkir enn u.m það hvort þessi heimild verði notuð og ef hún verður notuð þá hvernig. Það orkar ekki tvímælis að óhjákvæmilegt sé að endurnýja allan togaraflotann og hann þurfi að verða mun stærri að smálestatölu og skipa- fjölda, en hann var fyrir styrjöldina. Þá þarf einnig að endurnýja mikinn hluta vélbátaflot- ans og auka hann með nýjum skipum. Til þessa þarf stórfé, að minnsta kosti hátt á hundrað miljónir króna. Nýbyggingar- og varasjóðir útgerðarinnar samanlagðir hrökkva mjög skammt til nauð- synlegrar endurnýjunar fiskiskipaflotans. Samt eru til menn á Alþingi íslendinga, sem gert hafa ítrekaðar tilraunir til þess að fá samþykkt lög um sérstakan skatt til þess að geta sölsað í ríkissjóð verulegan hluta varasjóða útgerðar- innar og minnka með því möguleikana fyrir endurnýjun flotans. Sjómenn og útgerðarmenn hafa ekki krafizt neinna styrkja til endurnýjunar fiskiskipaflot- ans. En þeir hafa farið fram á, að útgerðin mætti endurnýja fiskiskipaflotann með helming þess hreina hagnaðar, sem þeir hafa sjálfir aflað. Það er lífsspursmál, ekki aðeins fyrir sjó- menn og útgerðarmenn, heldur fyrir þjóðina í heild, að tryggt verði að fiskiskipaflotinn sé endurnýjaður, ekki með minni og lakari fleyt- um, heldur með stærri og betri skipum. Það er öllum Ijóst, sem fylgzt hafa eitthvað með í landsmálum og útgerðarmálum síðustu 10 cirin, að útgerðin verður aldrei endurnýjuð nema af eigin rammleik. Ef ríkissjóður gleypir meginhluta af tekjum útgerðarinnar þá verður uppskera þjóðarinnar engu betri en íbúanna í þorpi einu á Austur- landi, er ríkið sendi útsæðiskartöflur til at- vinnubóta. fbúarnir átu kartöflurnar strax og þeir fengu þær, svo þær báru aldrei neinn ávöxt. Loftur Bjarnason. Guðmundur H. Oddsson: Úskabarnið Víkingurinn hefur látið ýms mál varðandi sjómenn til sín taka frá því fyrst er hann hóf göngu sína, og þar hafa málefni sjómanna ver- ið efst á baugi, sem vera ber. Slvðlamálið (Sjómannaskólinn) hinn gamli og núverandi nýi, hafa fengið gott rúm á síðum blaðsins, og mín skoðun er sú að Víkingurinn hafi unniðmikið nytjastarf í þágu skólamálsins. Það hefur enginn betur en hann opinberað van- sæmdina, sem sjómenn hafa átt við að búa i skólamálum, og meðfram af vel rökstuddum greinum og öðrum áróðri er blaðið hefur flutt um skólamálið ásamt ötulli og drengilegri fram- göngu okkar beztu manna innan F. F. S. I. hef- ur þetta áunnizt. Það hefur oft blásið á móti í skólamálinu og andófið orðið æði strangt, og stundum hefur sortinn orðið það rnikill, að hjá beztu sjómönnum sem farið hafa með þetta mál hefir hugurinn hvarflað til þess að binda nökkv- ann í naust. En áfram var haldið þótt oft hafi þurft að sigla á milli skers og báru. Nú á þessu ári gefur að líta mjög glæsilega byggingu, á einum fegursta stað bæjarins, það er skóli sjó- manna. Ætti að vera virðulegri minnismerki til handa sjómönnum fyrir vel unnin nytjastörf fyrir þjóðarheildina. En virðingin hún dvín eða sumpart kafnar fyrir átökunum sem áður hafa staðið um þetta mál, blandin miður góðum og rætnum skilningi margra þingfulltrúa vorra á þjóðþingi íslands fyrir málefnum sjómanna al- mennt. Enda þótt skólinn sé á einum fegursta stað bæjarins, er skólalóðin eða það landrými, sem honum er ætlað í mjög svo óaðgengilegu ásig- komulagi. Það er eins og maður sé kominn í öldudal úthafsins þegar maður ferðast þar um. En það er nú varla við öllu séð. Skólalóðin er að mínu viti þannig staðsett, að það er vart hægt að kjósa sér betra, enda þótt erfiðleikar verði miklir að korna henni í það ástand sem hún þarf að vera í. Það er einnig vitað, að það kostar óhemju vinnu að ryðja lóðina, fjarlægja fiskireitinn og láta í þess stað koma gróður og tré. Umhverfi skólans þarf að veraskólanumsam- boðið, enda má ekki láta það viðgangast að neinn dráttur verði á því að lóðin verði rudd og girt. Eflaust hefir skólanefnd gert sér grein 116 VÍKlNGUlt

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.