Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Page 15
ÞórSur Hjörleifsson: Grunnbrot og „svelgir“ Tveir sjómenn hafa undanfarið leitt saman hesta sína á ritvellinum, þeir Grímur Þorkels- son stýrimaður og Stefán Jóhannsson skip- stjóri. Öll eru þau skrif frekar ósmekkleg, og fæ ég ekki séð að í þeim sé neitt sem varðar almenning yfirleitt. Þó kemur þar fram eitt atriði, sem er þess vert að því sé gaumur gefinn af sjómönnum. f blaðaviðtali minnist Grímur á illt sjólag norður af Öndverðarnesi og grunnbrot í Faxaflóa. 1 blaðagreinum eftir Stefán sem birst hafa síðan virðist mér hann véfengja frásögn Gríms og jafnvel henda gam- an að. Má slíkt kallast furðulegt af manni, sem tekur að sér að leiðbeina erlendum skipstjór- um hér við land. Það sem öðru fremur orsakar illt sjólag í slæmu veðri, er misdýpi eða straum- ur eða hvorttveggja. I enskum sjókortum er víða aðvörun til sjófarenda u.m að sjólag sé hættulegt þar sem slíkar aðstæður eru fyrir hendi. Slík hættusvæði eru t. d. út af Oversay, eins og margir íslenzkir sjómenn kannast við. Slíkir staðir eru líka til hér við land þó ekki verði það séð á kortinu. Stefán tekur það rétti- lega fram að 10 mílum norður af Öndverðar- nesi sé dýpi á annað hundrað metra, en menn verða að hafa það í huga að þessar dýptarmæl- ingar eru framkvæmdar fyrir tugum ára síð- an, með ófullkomnum tækjum og víða nokkuð langt á milli lóðanna. Þegar tekið er tillit til þess er það raunar aðdáanlegt hvað kortin eru nákvæm, en þegar mælt er með nútíma mæli- tækjum kemur víða fram önnur mynd af hafs- botninum. Þannig er það norður af Öndverðar- nesi. Þar er mikið misdýpi í álnum oð ca. 8 mílur norður af nesinu er t. d. drangur eða hóll, þar sem dýpið mælist 60 fm. eða jafnvel grynnra en 100—110 fm. í kring. Ennfremur er rnikill straumur á þessum slóðum. Þarf þvi engan að undra þótt sjólag sé illt þarna í vond- um veðrum. Enda hafa fjölmargir sjómenn rekið sig á það. Um grunnbrotin í Faxaflóa er það að segja að flestir sjómenn vita um þau, enda mjög algengt að sjáist brjóta á hraunun- um í vestanátt. Einkanlega Syðra-hrauni. Margir skipstjórai' hafa þann sið ef þeir eru á leið til Reykjavíkur frá Jökli í vestan stormi, að halda fyrst að Garðskaga og þaðan til Reykjavíkur, til að forðast grunnin. En þessi grunnbrot geta verið víðar en almennt er vitað. Fyrir nokkru síðan vorum við að veiðum í Garðsjó í bezta veðri, en vestanátt hafði ver- ið daginn áður. Sáum við þá brjóta á grunni ca. NNV frá bauju nr. 3 eða rétt norðan við venjulega skipaleið. Sást þetta brot við og við meðan bjart var. Eg hef ekki séð eða heyrt um gnínnbrot á þessum stað áður, og væri fróðlegt að heyra hvort fleiri hafa tekið eftir þessu. í blaðaviðtali við togaraskipstjóra ekki alls fyrir löngu telur hann sig hafa lent í erfiðleik- um með að verja skipið áföllum út af Lóndröng- um. Síðan þetta birtist hefur heyrst bæði í ræðu og riti að þetta muni vera hugarburður hjá þessum manni, en ég tel varasamt að fullyrða það. Straumköst eða „svelgir“ geta myndast á stöðum, sem þess hefur ekki gætt áður. I marzmánuði síðastl. vorum við á ferð yfir svo- kallað „Hraun“ á Selvogsbanka, en á þeim slóð- um verður annars ekki vart við tiltakanlega mikinn straum, nema þá ofansjávarstraum ef vindur stendur lengi af sömu átt. í þetta sinn var bezta veður, en á vestanverðu hrauninu var straumkast svo mikið að einna helzt líktist því sem maður sér í Reykjanesröst, og hefði verið slæmt veður tel ég víst að sjólag hefði verið illt þarna. Það ætti að vera regla, ef menn verða varir við eitthvað á sjó sem hætta getur stafað af að tilkynna það réttum aðilum. Á vitamálaskrifstofunni starfar nú ungur og ötull maður við að endurbæta sjókort af sigl- ingaleiðum hér við land. Tel ég víst að hann myndi taka slíkt til athugunar. Þórður Hjörleifsson. Enskur tundurspillir aö talca ,,skeyti“ um borö. VlKINGUR 12"

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.