Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Síða 30
á. Sú stétt sem er ein okkar afkastamesta, sem sé útgerðarmenn þessa lands, af sumum væru þessir menn bezt séðir neglulausir á úthafinu, en við þessir sem vöktum úthafið, finnum ráð til þess að setja negluna í og siglum sameinaðir í trygga höfn. Þá munum við finna þrótt til end- urnýjunar flotans, sem hingað til hefir alið og borið bezta kjarna íslenzku þjóðarinnar. Af sjómönnum og útgerðinni er allt tekið til viðhalds þessu ríki, en skipin fyrnast og detta í sundur, ennfremur missa þau alla tækni tím- anna, sjómaðurinn eldist og dettur í sundur, fer frá sínu starfi vegna eins og annars. Það er lítið umræddur og umritaður þáttur i lifi okkar sjómanna, hvernig á að fara með þessa grófu og sérlunduðu skepnu, er hún kveð- ur hafið í lokin, hann (sjómaðurinn) fer í land að loknu ævistarfi, við háan aldur, eða hann fer vegna slysfara, á sál eða líkama, hjarta eða liönd, og að síðustu vegna þess að fiskimann- inum er sparkað, hættur að þola samanburð annara og tímans, annar settur í staðinn, hinn labbar í land með poka sinn (eins og við köll- um það), ekkert annað framundan en það sem engrar skýringar þarf við. Eftirlaunaskattur þessa þjóðfélags er eitt af þessum sérlunduðu fyrirbrigðum þinghús- manna, sá listi er bannaður sjófuglum, embætt- ismaðurinn sem fundið hefir þörf til þess að halda sér í burtu frá varg þessum og unnið að því að sundið verði eigi brúað, hefir framkallað matsmenn en þeir hafa orðið æði misjafnir í starfi, enda máske nokkuð einhliða. Mér verður í huga, er hin raunverulega þyngd embættis- mannsins, svo dýrmæt, að hún hafi ein rétt til verðgreiðslu, en fiski- og farmannsins grips- verðgreiðslu, samanber tryggingar okkar, með- an eúum í starfi, síðan ber þjóðinni engin skylda á lífstóru þessara manna (stríðsmönn- um íslands). Þannig falla og hljóða þau orð, um áramóta-, slysfara- og sjómannadagshug- leiðingar þingmanna og Stjórna, en týnast síðan í ruslakistu flokkspólitíkar og baráttu um stjórnvölin. Spor stríðsáranna eru þá, hópur vaskra drengja fallinn í valinn, og eftirlifendur í sömu kyrrstöðunni. Aðeins harðtækin áreynslutök þessa hildarleiks á lífsþrótt og velmegun þeirra einstaklinga, sem alltaf hafa staðið fremstir í víglínu okkar íslendinga. Þeir sem að þessu standa hafa og samið lög og reglur, sett nefndir og skrifstofur svo að flestir, sem skipta við allt þetta upptalið, orðið að kaupa sér skjalatöskur og má oft sjá þær fullhlaðnar af slíkri vöru. 18. þing Fiskifélags fslands er ný afstaðið. Er rnargt gott um það þing að segja og störf þess. En stjórnarkosningin síðasta er í sinni röð einsdæmi í okkar augum, þó kunnir menn séu í stjórnarsætum og sumir að verðleikum og lífsreynslu ágætis, er engin kosning hlálegri, samkvæmt breyttum lögum félagsins, en þessi. Alltaf kemur það sama í ljós. Þú, sem hefir far- ið í felur með allar þínar hugsanir, aldrei lát- ið álit þitt í ljós um þjóðarmál, en sofið á sannri trúverðugri skoðun, ert ekki vaknaður, þó vörður sé settur um þín velferðarmál. Nei, er straumur enn svo sterkur frá þeim sem eng- in eða litil skil hafa gert okkar málum, að þú getir ekki staðið hann af þér. Því veljið þið ekki útvegsmenn og sjómenn, menn úr ykkar hópi. Hverjir aðrir en við flytjum þjóðinni auð, sækjum barninu brauð, færum björgin í grunn, undir framtíðarhöll. Til eru þeir menn, sem leika þær listir, sem fáir eða engir geta skilið, eru þeir ýmist kallað- ir listamenn eða gamla orðinu galdramenn. Þessir hinir sömu menn verða oft stórauðugir á stuttum tíma. Okkar þjóðfélag á ekki mikið af þessari sort manna, en þó munu þeir finnast, og einkum finnast þeir, ef mætti segja, milli veggja, eða hanga í lausu lofti, galdrar eru bannaðir hér með lögum, mér hefir líka skilist í gegnum lestur sagna um þessa menn, að skap- gerð þeirra sé á einn veg, sálin starfi eða vilji helzt starfa í myrkri, það gerir hið nána sam- band við höfðingjann. Nú hefir fundizt á milli veggja og í lausu lofti, ritgerð, sem ég tel varla að rétt sé feðruð. Það er ritgerð Sæmundar Ólafssonar í febrúarblaði Alþýðublaðsins. Mér finnst ég ekki geta áttað mig á að Sæ- mundur (kollega) hafi skrifað þessa grein, hún bendir ótvírætt á sundrung innan hans eigin hóps, og óskapnaðar í samstarfi stjórnarandans og undirmanns. Eg mælist því eindregið til þess að S.Ó. taki hana aftur, eða viðurkenni ekki rétt sinn á fað- erninu, hvorki fyrirsagnar (sameining verka- lýðsfélaga), efni eða undirskrift. Þú getur ekki Sæmundur farið milli veggja svona strax, eða hangið í lausu lofti og því síður farið í myrkrið, manndómur þinn og sál er ekki ennþá tilbúinn, yfirgefðu ekki það sem þú hefir fengið þinu lífsþrótt frá og sízt af öllu á þennan hátt. Finnst þér rétt að vinna að sundrung og hatri milli þeirra (skipstjóra og háseta), sem berj- ast hlið við hlið á hættustund, finna samstilta tengitaug allrar skipshafnar á alvörustund um leið og hún vinnur hönd í hönd að björgun mannslífa og skips, án tillits hver er hver eða hvað er hvað, það eina: sameiginleg.skyldustörf kalla, víktu aldrei af verði. Ég held að sú taug, sem tengir áhöfnina sam- VÍKINGUIi 142

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.