Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Page 39
að taka upp vinnu, sem meðlimir hins hafa lagt
niður vegna kjaradeilu, né stuðla að því að hún
verði tekin upp, enda styðji samböndin hvort annað
eftir föngum í hagsmunamálum sjómanna, og
stjórnir þeirra láti hvor aðra fylgjast með undir-
búningi allra meiri háttar kjara- og skipulagsmála
sjómannastéttarinnar. Enn fremur verði að því unn-
ið, að hin einstöku félög beggja sambandanna hafi
sem bezta samvinnu sín á milli.
6. gr.
Stjórnir sambandanna ákveða hér með, að vinna
framvegis sameiginlega að samræmingu launakjara
sjómanna almennt og þá einkum að því, að komiö
verði á ákveðnu og samræmdu hlutfalli milli launa-
kjara yfir- og undirmanna á sjó um land allt.
7. gr.
1 samræmi við það, sem um getur í 5. gr., skulu
Alþýðusambandið og Farmannasambandið (A. S. í.
og F. F. S. í.) leysa með samkomulagi og samstarfi
ágreiningsatriði þau, sem risið hafa út af töxtum
þeim, er ýms félög Alþýðusambandsins auglýstu í
desember s. 1. fyrir skipstjórnar- og vélamenn og
samningi þeim, er fulltrúar skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins „Grótta“ gerðu við útgerðarmenn
20. jan. s. 1.
8. gr.
Samningur þessi gildir frá og með undirskrift
hans og er uppsegjanlegur með minnst 6 mánaða
fyrirvara, nema þing annars sambandsins taki á-
kvöröun um uppsögnina, annars framlengist hann
frá ári til árs og miðast ávalt við áramót, einnig
þótt sambandsþing segi honum upp.
Reykjavík, 3. febr. 1944.
F. h. Farmanna- og fiskimannasambands íslands.
Ásg. Sigurðsson. Halldór Jónsson.
F. h. Alþýðusambands fslands.
Jón Sigurðsson. Jón Rafnsson.
Samningur milli Stýrimannafélags Islands og
F. F. S. 1.
Stýrimannafélag íslands og Farmanna- og fiski-
mannasamband íslands gera með sér svohljóðandi
samning:
1. Stýrimannafélag íslands gerist aðili að útgáfu
Sjómannablaðsins Víkingur með sömu réttindum og
skyldum viðvikjandi blaðinu og félög innan F.F.S.Í.
hafa.
2. Blaðið „Sjómaðurinn", sem Stýrimannafélag ís-
lands hefir gefið út á undanförnum árum, kemur
út undir því nafni sem jólablað Sjómannablaðsins
Víkings, en Stýrimannafélag íslands er réttur eig-
andi að nafninu, sem áður.
3. Samningur þessi gengur í gildi nú þegar.
Reykjavík, 8. maí 1944.
F. h. Farmanna- og fiskimannasambands íslands
Ásgeir Sigurðsson. Halldór Jónsson.
F. h. Stýrimannafélags fslands
Pétur Sigurðsson Grímur Þorkelsson.
Sigurjón
Jónsson
skipstjóri.
F. 8. jan. 1889.-
D. 15. júlí 1943.
Sægarpi syngja vil óðinn,
söknuður brjóstiS þó fylli.
Helfregn, svo þögul varö þjóöin,
þrumaói landshorna milli.
Sægarpur genginn til moldar,
geymir nú fullhugann kista,
Hetjan er fallin til foldar,
fósturjörS hlaust þó aS gista.
Sægarpur sigldir um höfin,
sókndjarfur eins og hinn frægi.
Brostir þá teigSust út tröfin
og tafliS var byrjaS viS Ægi.
Sægarpur fús til aS fórna
fyrstum þér, beint út í voSa.
Leikandi sterkur aS stjórna
í stormi á ólgandi boSa.
Sægarpur byrSina barstu
blíSur og hraustur í lundu.
MaSur i mannraunum varstu
mikill á hættunnar stundu.
Sægarpur, síst léstu falla
særandi orSin til manna.
Ljúfmennskan einkennir alla
yfirmenn góSa og sanna.
Sægarpur björgina aS búi,
berandi orkunnar taki.
Ástvinur tryggSar hinn trúi,
traustasti faSir og maki.
Sægarpur, konan þín kæra,
kveSur þig, dóttir og synir.
Skipshöfnin, félagar, færa
framliSnum þakkir, og vinir.
Sægarpur Sigurjón góSur,
ég sendi þér kveSjuna mína.
LamaSur, hryggur og hljóSur
heiSra vil minningu þína.
Sægarpur sigldu nú feginn
um sólhöfin ódáinslanda.
Áfram þar vísar þér veginn
vitinn, sem ætíS mun standa.
Gamall félagi.
VÍKINGUR
151