Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 1
SJOMAIMNABLAÐIÐ U1KIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS XI. árg. 3. tbl. Reykjavík, marz 1949 Hallqrímur Jónsson Fertug félagssamtök Hagsmunamálin. Á þessum tímum yfirboðs og uppivöðslusemi í félagsmálum þjóðarinnar, er næsta fágætt að kynnast félagssamtökum, sem um margt hafa tamið sér aðrar starfsaðferðir en almennt gerist. Á fjörutíu ára starfsferli mun naumast hægt að finna vott þess, að Vélstjórafélag íslands hafi beitt uppivöðslusemi í málflutningi eða sýnt mótaðilum lítilsvirðingu. Leið V.S.F.I. í hags- munabaráttunni hefur verið leið tilhliðrunar- semi fyrir jafnrétti annarra en um leið stöðug viðleitni til að auka þroskaskilyrði félagsmanna, þannig að þeir stæðust jafnan mat samferða- mannanna um þekkingu á starfi sínu og mann- gildi almennt. Til þess að undirstrika, að þetta eru ekki full- yrðingar þess, sem línur þessar ritar, má geta þess, að fána félagsins var á sínum tíma val- inn hinn hvíti litur sem tákn þeirrar megin- stefnu, sem þá var ráðandi innan samtakanna. Yfirleitt hefur stefna V.S.F.I. verið allfast mót- uð frá byrjun og verður naumast betur lýst en með því að tilfæra niðurlagsorð úr ræðu eins vélstjórans, sem flutt var við vígslu þess fána: „Við munum það allir úr sögunum, að merki var jafnan borið fyrir liðinu, þegar það sótti fram, og jafnan var vel vandað til merkisber- ans. Sóknin var jafnan mest um merkið. Oft skeði það og, ef merkið féll í gras, að þá brast í'lótti í liðið. Þótt skálmöld sé nú lokið hér á landi, þá er ekki minna barizt í ritum og ræð- um. Og það verður hlutskipti þessa félags á komandi árum að taka þátt í þeirri baráttu. v í K i n □ u R Mun þá full þörf þessa fagra merkis til þess að skipa sér um, og til leiðbeiningar í sókn- inni. En gætið þess ávallt að vanda vel til merk- isberanna. Þess er ekki síður þörf nú en þá, því þangað eru send hin bitrustu skeyti frá þeim, sem í andstöðuflokknum eru. En til þess að nokkuð miði fram á leið, verðum við að sækja fram undir fánanum í vel samtaka fylk- ingu, stéttinni til eflingar og okkur sjálfum til hagsbóta, minnugir þess þó, að við eigum að takmarka sókn okkar við sókn annarra. I merk- inu okkar eru sömu litir og í þjóðfánanum. En þjóðfáninn er tákn þeirra afla, sem mest eru og bezt í þjóðinni, landinu og umhverfi þess. Fáninn á að vera okkur varanlegt tákn þess, að við eigum að nota mátt samtakanna í þágu góðra málefna — og einungis góðra málefna, og gæta þess jafnan að beita einungis strang- heiðarlegum vopnum við hvern sem í hlut á. Á feld hins drifhvíta fána má aldrei koma blett- ur eða hrukka. Hvíti liturinn er tákn friðar og sakleysis, og hann er meginlitur í því merki, sem við á ókomnum árum fylkjum okkur undir til sóknar. Þó að við séum ein hinna svo kölluðu vinn- andi stétta í þjóðfélaginu, þá er það engin hræsni við málstaðinn, og eigi heldur nein upp- gerð né sérvizka, að við höfum ekki valið hinn rauða lit hinna byltingasinnuðu, sem aðallit í merkið okkar. Takmörk hinna vinnandi stétta, sem st'efnt er að, eru vitanlega mjög náin. En til Rómar liggja margar leiðir. Og við höf- um ásett okkur að fara jafnan með friði í þeirri trú, að leiðin að markinu sækist ekki verr fyrir 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.