Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 10
Þorsteinn Loftsson Mótorskipm og vélstjórastéttin Það mun hafa verið 17. febrúar 1912 er hið fyrsta dieselmótorskip heimsins, Selandia hét það, fór í reynsluferð frá Kaupmannahöfn út á Eyrarsundi. Það var sagt að ferðin gengi vel, og nokkru síðar .var skipinu haldið til hafna á Englandi og meginlandi Evrópu til þess að sýna það. Hvar sem það fór, dáðust menn að skip- inu og vélum þess, og vélaverksmiðjan, sem smíðaði hinar nýju vélar, og stjórnendur henn- ar, fengu mikið lof fyrir framtakssemi, áræði, hugvit og allan frágang á vélunum. t ræðu og riti voru hinar nýju vélar taldar mesta völund- arsmíð og ósegjanlega stór sigur á vélrænu sviði, sem myndi gerbreyta allri véla- og skipa- tækni til hins betra. Þegar þetta skip hafði lokið sýningarferðinni, var það sent í fyrstu ferð sína til austurlanda. I þeirri ferð var skipið um það bil hálft ár, en er það kom heim aftur, var sagt að allt hefði gengið vel og skip og vélar reynst prýði- lega. Blöð og tímarit birtu lofgreinar um vél- arnar og skipið, og spáðu glæsilega um framtíð þessarar nýju tækni. Vélaverksmiðjan hélt á- fram að smíða vélar af þessari gerð, með nýj- um endurbótum. • Við, sem þá vorum ungir menn hér heima á fslandi, og vorum rétt að byrja að fá nasasjón af véltækni, hlustuðum á mál manna og lásum um allar þessar framfarir, sem voru að gerast úti í heiminum, eins og ævintýri, og líklega hefur fæsta okkar þá dreymt um, að við ætt- um eftir að kynnast þeim að nokkuru ráði. Við höfðum að vísu komizt í kynni við hina svonefndu mótora í fiskibátunum, því um 10 ára skeið höfðu þeir verið notaðir hér, eða frá árinu 1902, að framtakssamir útgerðarmenn á ísafirði keyptu fyrsta bátamótorinn hingað til lands, það var tveggja hestafla lágþrýstur stein- olíumótor með glóðarhaus, smíðaður í Moller- upsverksmiðjunni í Esbjerg í Danmörku. Fiskibátamótorunum fjölgaði upp frá því nokkuð ört og þóttu það miklar framfarir, til hagsbóta fyrir útgerðina og fiskimennina, en þekking manna á mótorum var þá mjög af skornum skammti, og kynni okkar ungu mann- anna af þeim, urðu mjög misjöfn, sem von var, og varla til þess fallin að vekja áhuga og skapa okkur glöggar hugmyndir um nytsemi og fram- farir hinnar nýju tækni. Um líkt leyti og m.s. Selandia hafði lokið 50 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.