Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 16
— Hefurðu lesið margt eftir Jón Trausta? — Mann og konu. — Sú saga er ekki eftir Jón Trausta. — En ég hef nú lesið hana samt sem áður! Alfred Perlés IÍAUPMENNSKA. „Viljið þér gjöra svo vel og sýna mér hvað þér hafið af reykjarpípum", sagði ég. „Þér ætlið þó víst ekki að kaupa pípu“, sagði mað- urinn“. Það var hálf fjandsamlegur hreimur í orðun- um. „Getið þér ekki farið eitthvað annað?“ „Ég skil ekki til hvers þér haldið opinni búð, ef þér viljið ekki selja vöru yðar“. „Mig tekur það sárt, en ég er búinn að selja þrjár rauðviðarpípur í dag. Það er hart að sjá af þeim“. Hann andvarpaði. „Hvaða tegund óskið þér eftir?“ „Þeirri beztu, sem þér hafið". „Þeirri beztu?“ Hann kveinkaði sér. „Þær eru allar beztar! Hvað viljið þér helzt? Leirpípu, rauðviðarpípu, hornpípu, kirsuberjatréspípu, tyrolar-postulín, bogna graskerspípu, merkumspípu, tyrkneska ... ?“ „Hafið þér beinar rauðviðarpípur, með stórum haus og löngu munnstykki?“ Hann sperrti upp augun. „Þér virðist hafa vit á pípum“. Hann tók pípubretti út úr skáp. „Er nokkur hér?“ spurði hann og fékk mér stækkunargler. „Lítið þér á“. Ég skoðaði pípurnar lengi. „Mér lízt vel á þessa“. Honum vöknaði um augun. Hann skoðaði rauðviðinn í stækkunarglerinu, tók flaujelsklút og nuddaði pípu- hausinn, lyktaði af pípunni, bar hana upp að eyranu, andaði á hana. „Gjörið svo vel“, sagði hann snögg- lega. „Takið þér hana — fimmkall, takk“. Hann beygði sig fram yfir búðarborðið. „Þér farið vel með hana? Haldið henni hreinni. Rispið hana ekki. Látið hana ekki hitna um of. Tilreykið hana ekki með ódýru tóbaki. Brennið hana ekki með því að nota vindlakveikjara, notið eldspýtur. Venjið hana vel og gefið henni tæki- færi. Ég vona að þér séuð þurr-reykjari. Það er glæp- ÁFRÍV samlegt, að fylla pípu af munnvatni — alveg eins og að drekkja bami“. Mánuði seinna sá ég hann aftur í járnbrautarlest til Lundúna. Ég þekkti hann strax, en hann ekki mig. Mér brá heldur en ekki í brún, að sjá hann reykjandi í hinum mesta pípuræfli, sem ég hefi augum litið. Það var alltaf að drepast í henni og hann kveikti jafnharð- an í henni aftur með vindlakveikjara. Það var eins og hann væri að reykja kál. Þegar lestin nálgaðist úthverfi Lundúna, opnaði hann tösku sína, hún var full af pípum. „Merkilegt pípusafn, sem þér hafið þarna“, sagði ég. Hann leit kæruleysislega yfir safnið og sagði: „Bless- aðir verið þér, ég keypti þetta í París fyrir slikk“. „Eru þær til sölu?“ spurði ég. „Það held ég nú. Fimmkall stykkið, 100% álagning. Sumir bjánar eru vitlausir í pípur“. Og hann leyfði sér smábros. „Sjálfur reyki ég þennan gamla stert. Það gerir sama gagn, en er ódýrara heldur en þessar pípur, sem ég sel“. Þýtt: M. Jensson. ★ Dómarinn: — Hafið þér ekki samvizkubit? Ákærður: — Andartak, ég ætla að spyrja verjand- ann minn. * Maður, sem gengur með óhreint um hálsinn og' í götugum sokkum, ætti að gera eitt af tvennu: Sé hann ókvæntur, ætti hann að ganga í heilagt hjónabahd hið fyrsta. Sé hann kvæntur, ætti hann að skilja strax. ★ Björn ætlaði að segja „kompliment": — Þér lítið í raun og veru alveg eins unglega út eins og hún dóttir yðar. — Þúsund þakkir. Það er ég, sem er dóttirin. ★ Kári litli, 7 ára, bað kennarann um heimfararleyfi með svofelldum orðum: — Má ég ekki fara heim; mér er hálfillt í magan- um og svo er ég ekki vel frískur sjálfur. ★ Þetta gerðist í Odense, dönskum bæ. Stúlka nokkur korn akandi í heldur fornfálegum bíl, og var auðséð, að hún kunni ekki meir en svo að meðhöndla farar- tækið. Skyndilega drapst á bílnum. Eftir að hafa reynt nokkrum sinnum árangurslaust að koma honum í gang aftur, gafst stúlkan upp og stóð ósköp vandi'æðaleg framan við bílinn. Vindur sér þá að henni strákhvolpur 64 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.