Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 4
Rafmagnsdeild Vélskólans í Reykjavík 1918—’i9. Það, sem meðal annars ýtti undir, að mál þetta gekk fram, var stofnun Eimskipafélags- ins og kaup þess á nýjum skipum til landsins. Það var metnaðarmál að geta mannað þau skip með íslenzku fólki. Námstilhögunin var í aðal- atriðum sniðin eftir danskri fyrirmynd. Með stofnun Vélskólans var nauðsynlegum og mjög merkilegum áfanga náð. Var þetta mikill sigur fyrir jafn fámenn samtök. En vél- stjórarnir höfðu úti öll spjót og notuðu aðstöðu sína til framdráttar málinu, hvar sem því varð viðkomið. Nú var ekki nóg húsrými fyrir skól- ann í Stýrimannaskólahúsinu, og fékk hann inni í Iðnskólanum við Lækjargötu. En húsnæðið' var næsta ófullkomið og hefur verið það lengst af. Áhöld fékk skólinn nálega engih, en áhöld erU afar nauðsynleg við alla tæknikennslu. Kennslukráftar munu þó yfirleitt hafa verið góðir við Vélskólann og árangur góður eftir atvikum, þrátt fyrir erfið skilyrði. Aðsókn hef- ur þó yfirleitt verið lítil, eða minni en vænta mátti. Mun það sumpart hafa valdið, að ekki þótti eyðandi námstíma fyrir starf, sem ekki er eftirsóknarverðara en t. d. vélgæzla á fiski- skipum. I annan stað var löngum tilhneiging hjá ríkisvaldinu til að veita réttindi með und- anþágu frá námskröfunum, enda munu sumir útvegsmenn um skeið hafa verið þeirrar skoð- unar, að bóknám væri hér ekki til bóta. Vél- gæzlustarf á skipum er að sjálfsögðu ekki mjög eftirsóknarvert, og menn úr „yfirstétt" sjást þar ekki, það er skítverk, en vandasamt skít- verk og löngum vanmetið. En svo mikil verð- mæti eru í höndum vélstjóranna, að þeim er nauðsynlegt að kunna starf sitt vel og hafa manndóm til að rækja það á sem beztan hátt. Eftir því sem vélskip stækkuðu og búnaður þeirra varð fjölbreyttari og raforkuver voru byggð í landinu, varð nauðsynlegt að vélstjórar lærðu meira í rafmagnsfræði en áður. Gekkst Vélstjórafélagið nú fyrir því, að samið var frumvarp um rafmagnsdeild við Vélskólann. Áttu og nokkrir rafmagnsfræðingar hér í bæn- um hlut að máli. Var frumvarp lagt fyrir Alþingi árið 1928, en náði ekki samþykki. Aftur var það lagt fyrir þingið 1930 og náði þá samþykki. Af ýmsum ástæðum hófst þó ekki kennsla í rafmagnsfræði við skólann fyrr en haustið 1935. Hér var enn stigið spor fram á leið, mót kröfum tímans og aukinni og bættri tækni í landinu. Um langt skeið var það draumur íslenzku vélstjóranna, að Vélskólinn fengi eigið hús, og að þar yrði sameinuð öll vélfræðikennsla, eða að minnsta kosti sá hluti hennar, sem fram fer hér í Reykjavík. En sökum þess, hve skólinn er fámennur, var naumast hugsanlegt, að rík- isstjórnin legði í slíkt, með því að þar var oft- ast þröngt í búi um fjárhaginn. Eftir að samvinna hófst með vélstjórum og stýrimönnum í Farmannasambandinu árið 1937, kom nýtt viðhorf í málinu. Stýrimannaskólinn og Vélskólinn voru líkt á vegi staddir um hús- næði, því þó talið væri, að Stýrimannaskólinn 52 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.