Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 15
snertir atvinnumöguleika vélstjóra í landi, og getur raunar talizt merkur atburður. Hinir tveir, sem ráðnir voru, hurfu að öðrum störf- um ári síðar og voru þá vélstjórar ráðnir í þeirra stað. Sá háttur hefur verið hafður á síð- an hjá Reykjavíkurbæ, að ráða vélstjóra í þjón- ustu sína eftir því sem vélum og stöðvum hefur' fjölgað á sviði rafmagns og hitaveitu. Elliðaárstöðin var síðan aukin í tveim áföng- um upp í 4500 h.ö., en vegna hins öra vaxtar Reykjavikur, var fyrirsjáanlegt að viðbótar- virkjun varð bráðlega mjög aðkallandi. Árið 1933 voru samþykkt lög um Sogsvirkj- unina og þá þegar hafizt handa um fjáröflun. Þessari fyrstu virkjun Sogsins var lokið 1937 og byrjaði Ljósafossstöðin að senda frá sér straum 25. október þ. á. Að þessari stöð voru ráðnir 4 vélstjórar, en urðu síðar 5, með því að vélasamstæðu var bætt við síðar, eða árið 1944. Alls eru nú- í Ljósafossstöðinni um 20.000 h.ö. Með byggingu eimtúrbínustöðvarinnar við Elliðaár, er brýnustu þörf rafmagnsneytenda í Reykjavík fullnægt. Stöðin, sem er 10800 h.ö., tók til starfa síðastliðið vor, og hefur, auk þess Hjað framleiða rafmagn, það hlutverk, að skerpa á og bæta við vatnið frá Reykjum, nemur við- bótin um 60 sek. lítr. Við þessa stöð vinna sem stendur 9 vélstjórar. Einn 1. vélstjóri er í hverri stöð, en auk þess er einn yfirvélstjóri yfir öll- um þremur. Hjá Laxárvirkjuninni, sem tók til starfa 1939 og hefur nú 6400 h.ö., er einn vélstjóri og Anda- kílsvirkjuninni, sem er síðasta stórvirkjunin og hefur 5000 h.ö., vinna 2 vélstjórar. Auk þess vinna eins og fyrr er sagt, vélstjórar hjá Hita- veitu Reykjavíkur. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa jafnan haft vélstjóra í þjónustu sinni og sama máli gegnir um stóru frystíhúsin. Þá hafa frá öndverðu verið einn eða tveir vélstjórar í þjónustu hvers olíufélags hér á staðnum og nú nýverið ráðinn vélstjóri að nýju Mjólkurstöð- inni. Samkvæmt síðustu félagsskýrslu var talið, að 110 vélstjórar væru á skipum, en félagsmenn alls 226. Það virðist því vera komin nokkur önnur skipan á atvinnu vélstjóra en í öndverðu. Á Óllum stærri vélaverkstæðum vinna fleiri eða færri vélstjórar og yfirvélstjórar þar eru iðu- lega með vélstjóramenntun. Nokkrir hafa lagt fyrir sig verzlun í sambandi við þá sérþekk- ingu, sem þeir hafa á vélum og viðhaldi þeirra. Frh. á hls. 66. Eimtúrbína, samansett að hálfu leyti, í varastö'ðinni við Elliðaár. V I K I N G U R 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.