Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 24
Prófessor Richard Beck Fornvimir kvaddur Mig setti hljóðan, þegar mér barst sú fregnJ að æskuvinur minn, Ásmundur Helgason fráj Bjargi við Reyðarfjörð væri látinn. Að vísu var hann hniginn að aldri og hafði eigi gengið heill til skógar hin síðari ár, enda langur starfs- dagur að baki; eigi að síður kom mér andláts- fregn hans á óvart. Helfregn hugstæðra tryggða- vina kemur alltaf óvænt og of snemma. En inn- arlega á heiðursbekk slíkra vina minna átti Ásmundur sæti og skipar áfram þann sess, og eigi óvirðulegri, í þakklátum huga mínum. Með fráfalli hans er einnig brostinn traustur hlekk- ur í þeirri keðju kynna og minninga, sem teng- ir mig átthögum og æskuárum órjúfanlegum böndum, því að enginn var jafn ólatur sem hann, að senda mér fréttir þaðan í ýtarlegum og skemmtilegum bréfum árum saman. Það er eitt af mörgu, sem ég skulda honum þakkir fyrir. Ásmundur Helgason var maður óvenjulega heilsteyptur að skapgerð, vinfastur og trygg- lyndur með afbrigðum. Gæddur var hann ríkri sóma- og sjálfstæðistilfinningu, og sjálfsbjarg- arviðleitni hans að sama skapi. Hann var í hópi þeirra manna, sem Davíð skáld Stefánsson hef- ur lýst í eftirfarandi orðum: „Og höfðu sér ungir það takmark sett: að bjargast af sínum búum og breyta í öllu rétt“. Og sama var sjálfstæðið í skoðunum. Ás- mundur fór þar sinna ferða og kunni vel að velja og hafna í þeim efnum sem öðrum; var framsækinn umbótamaður, en missti þó aldrei sjónar á gildi dýrkeyptra og varanlegra menn- ingarverðmæta liðinnar tíðar. Hann átti sam- ursskeiði, ekki sízt fyrir nánustu ættingja og vini. Með þessum fáu línum vil ég þakka Felix fyrir samverustundir okkar og votta ástvinum hans mína innilegustu samúð. Guðbjartur Ólafsson. jleið með þeim mönnum, sem Davíð skáld hefur 'að verðugu lofsungið í þessum ljóðlínum í kvæði því, er fyrr var vitnað til: „Það lýsti þeim sama leiðarstjarnan en lítið er um þeirra ferðir spurt. Allir kusu þeir kjarnann, en köstuðu hýðinu burt. Þeir fræddu hver annan á förnum vegi um forna reynslu og liðna stund og döfnuðu á hverjum degi að drengskap og hetjulund". En þetta átti um annað fram að vera per- sónuleg minning um horfinn tryggðavin. Ég minnist Ásmundar sem hins ágæta nágranna, frá því snemma á æskuárum mínum heima í Litlu-Breiðuvík í Reyðarfirði, og síðar lágu leiðirnar saman daglega svo fjölmörgum árum skipti á fullorðinsárum mínum. Ótal mörgum stundum vorum við saman á landi og sjó, að ótöldum ánægjustundum á gestrisnu heimili hans. Og gott var með honum að vera. Bæði var hann manna skemmtilegastur, kátur og gamansamur, og einnig fróður um margt, því að hann las mikið og var stálminnugur. Óspar var hann einnig á að miðla okkur unglingum af fróðleik sínum, og margar hollar leiðbein- ingar gaf hann mér á þeim árum, þó að ég kynni sumar þeirra fyrst fyllilega að meta síð- ar meir, og er það gömul saga. Fróðleikshneigð Ásmundar lýsti sér fagur- lega í því, að honum hafði tekizt að afla sér myndarlegs safns góðra bóka. Var ég bókasafni hans mjög handgenginn á yngri árum mínum, því að ég sótti þangað margt ágætisritið, sem hann lánaði mér fúslega til lesturs; gerði hann með þeim hætti hvort tveggja í senn: að svala fróðleikshneigð minni og gefa henni nýjan byr undir vængi. Skulda ég honum ómælda þökk fyrir þó skólagöngu og hvatningu, sem hann veitti mér með þeim hætti, að ógleymdri annari fræðslu, er ég naut af samvistum við hann. Varð mér það snemma ljóst, að hann bjó yfir 72 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.