Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 6
Sigurjón Kristjánsson p Vélstjórafélag Islands 40 ára Þann 20. febrúar 1909 var félagið stofnað og hlaut nafnið „Eimur“, en var síðar breytt og nefnt „Vélstjórafélag Islands". Stofnendur þess voru aðeins átta talsins, og mun það vera fámennasta stéttarfélag, sem stofnað hefur verið hér á landi, og sérstætt að því leyti, að ekki var um fleiri menn að ræða hér á landi, sem stunduðu vélgæzlu, og má því segja að þátttakan hafi verið góð, þó höfðatal- an væri ekki há. Þessir menn voru nálega allir starfandi vélstjórar á skipum og höfðu því mjög takmarkaðan tíma til félagsstarfsemi, en verk- efnin voru mörg, sem sett voru á stefnuskrá félagsins þegar í upphafi. Eins og hjá öðrum félögum, var aðaltakmarkið að vinna að hags- munamálum félagsmanna og bættum kjörum á margan hátt. Stofnendur félagsins höfðu fengið það hlut- verk að gæta fyrstu togaravélanna, sem keypt- ar voru til landsins og fundu því manna bezt hvar skórinn kreppti viðvíkjandi gæzlu vélanna. Þeir vissu og fullvel, að þá skorti margt til þess að standa jafnfætis erlendum stéttarbræðrum að tekniskri þekkingu og meðferð véla, enda urðu þeir oftlega fyrir óverðskulduðu aðkasti af þessum sökum. Mönnum varð það þá þegar ljóst, að vélskipaútvegurinn, sem þá var að byrja hér, mætti etja við margskonar erfiðleika, af þessu framtaki fylgdi ekki aukin þekking, bæði bókleg og verkleg, og umfram allt aukinn skilningur manna á gagnsemi vélanna og notk- un þeirra. Erlendis voru vélsmiðjur til verk- legs náms og sérskólar til að nema í bóklega mennt og fátækt sem það þó er, hefur um fjörutíu ára skeið að verulegu leyti beinzt að því að vekja athygli ráðandi manna í landinu á nauðsyn þeirra framkvæmda, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Það sem áunnist hefur, er ekki meira en vonir stóðu til, en fram- tíðin krefst þess, að tæknifræðslan aukizt í landinu og verði sem almennust. Þessi viðleitni er gott mál og félaginu vel samboðin. Sigurjón Kristjánsson fyrsti formaður félagsins. fræði, ennfremur skip af öllum stærðum til æf- inga við starfið og margt fleira. En hér var um fátt að velja, ófullkomin verkstæði og enginn skóli. Á fyrstu skipunum voru menn því að mestu leyti sínir eigin kennarar. Til bóklegs náms var eklíi í annað hús að venda. Það varð að sækja til annarra landa, og sýnt þótti, að fáir mundu eiga kost á því, enda varð fjölgun skipanna svo ör, að menn höfðu bókstaflega ekki tíma til þess. Eðlilegast hefði verið, að þeir, sem hættu fé sínu í þennan nýja útveg, hefðu í upphafi gert kröfu til landsstjórnar- innar um að hún hlutaðist til um, að menn ættu kost á að læra vélstjórastarfið hér innanlands. Reynsla var erlendis fengin fyrir því, að vélar voru því aðeins ábyggilegur aflmikill, að þeirra væri gætt af kunnáttumönnum. En hér voru menn ekki á þeirri skoðun fyrstu árin, og jafn- vel ekki enn þann dag í dag, hafa menn skilið til fullnustu, hve starf vélstjórans er þýðing- armikið íyrir fjárhagsafkomu fyrirtækisins, hvort heldur er á sjó eða landi. Svo er það eitt þýðingarmesta öryggi hvers skips, að vélar þess séu jafnan í lagi. 54 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.