Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 8
það að segja, að félagið hefur verið á móti því, að sú leið væri farin, af ýmsum ástæðum. Til dæmis hefur það verið á stefnuskrá félagsins, að við ættum að manna skip okkar Islendingum eingöngu og það eitt mundi verða farsælast fyrir alla aðila. Önnur ástæðan var sú, að við Tómas Guðjónsson núverandi formaður félagsins. höfum haft miður góða reynzlu af þessari lausn málsins, og vil ég tilfæra hér dæmi, sem átti sér stað á bernskuárum togaraútgerðarinnar hér. Fyrsta vélstjóra vantaði á skip, og var hann fenginn erlendis frá. Eftir fyrstu veiðiförina sagði hann upp starfi, eða svo fljótt sem auðið væri að fá annan í hans stað, og var þá gerð ráðstöfun til að fá annan útlending, og hann kom, en hinn átti að sendast heim aftur með fyrstu ferð. En þegar sá vélstjóri, sem síðar kom, hafði farið eina veiðiför, þá sagði hann einnig upp starfi og varð þá að gera enn ráð- stöfun til að fá mann í hans stað, og útkoman varð sú, að einn vélstjóri var um borð í skip- inu, einn á leið til útlanda, þriðji á leið til landsins til að taka að sér starfið. Þannig voru þrír vélstjórar á launum samtímis hjá útgerð- inni á einu og sama skipi. Endirinn varð auð- vitað sá, að innlendur maður tók að sér starfið og farnaðist vel. Eins og þetta dæmi sýnir, og svo mörg önnur mistök, sem áttu sér stað fyrstu árin, þá urðu þau til þess, að menn töldu það sem sjálfsagðan hlut að manna skipin innlend- um mönnum svo fljótt sem mögulegt væri. Hin önnur leið, sem kom því næst til greina, var að veita undanþágu frá vélgæzlulögunum til handa innlendum mönnum, sem líklegir þóttu til vélgæzlu, höfðu kynnzt henni nokkuð og sýnt áhuga fyrir starfinu, og enda þótt Vélstjórafé- lagið væri frá upphafi fremur á móti öllum undanþágum, þá var naumast um aðra leið að ræða í þessu vandamáli, enda var málið sótt af miklu kappi af útvegsmönnum, þótt undar- legt megi virðast. Sjálfsagt hafa þeir álitið, að það væri útgerðinni hagkvæmast að hafa rétt- indalausa menn í sinni þjónustu. Vonandi fer sú skoðun þverrandi meðal útvegsmanna, og á tvímælalaust að hverfa með öllu Það varð þó sú raunin á, að undanþáguheimild frá lögum var lögfest að tilhlutun ríkisstjórnar- innar og útvegsmanna. Vélstjórafélagið reyndi eftir föngum að hafa áhrif á löggjafarvaldið í þá átt, að undanþágur væru ekki veittar nema nauðsynlegt væri og aðeins takmarkaðan tíma. Félaginu varð þó nokkuð ágengt í þá átt og gat komið því til leiðar, að ávallt skyldi leitað umsagnar félagsins áður en undanþágur væru veittar og hefur sú venja haldizt til þessa, og er það nokkur trygging fyrir, að undanþágu- heimildin sé ekki notuð'til tjóns meðlimum fé- lagsins eða félagsheildinni. Félaginu hefur æði oft verið mikill vandi á höndum um það, að samþykkja undanþágur til handa mönnum, sem litla eða enga þekkingu hafa haft á meðferð véla, en ef til vill vitað samtímis um félags- menn með réttindum, sem ekki hefur verið hægt að ná til eða ekki viljað ráða sig á skip, og eins og fyrr segir, mjög vont að sigla á milli skers og báru í þessu máli. Sem betur fer, hafa fá óhöpp stafað frá þessum ráðstöfunum, en þó bendir margt til þess, að Vélstjórafélagið hafi rétt fyrir sér í því, að mjög varhugavert sé að haldið sé áfram á þessari undanþágubraut. Von- ir standa nú til að úr þessu fari að rætast, því árlega útskrifast álitlegur hópur ungra manna, sem stundað hafa nám við Vélstjóraskólann hér, og svo á námsskeiðum í vélfræði víða á land- inu. Vélstjórafélagið, vona ég, að verði trútt þeirri stefnu, sem það setti sér í upphafi að vinna að því, að valinn maður verði í hverju rúmi, bæði meðal siglandi vélstjóra og þeirra, sem starfa í landi. Við höfum frá upphafi litið svo á, að með því að vinna að aukinni þekkingu manna á starfinu, væri um leið hlynnt að þjóðarheild- inni og velfarnaði hennar á þessum vettvangi, og það geta varla verið skiptar skoðanir um það, að vélstjórastéttin á sinn drjúga þátt í hinni miklu og nytsömu notkun og tækni vél- anna, bæði á sjó og landi, allt frá byrjun og til þessa tíma, og svo mun það verða í fram- tíðinni, að á þessari stétt hvílir mikill vandi um gæzlu og viðhald vélanna, en ef menn hafa jafnan hugfast að vera trúir í starfi gagnvart sjálfum sér og öðrum, þá mun vel farnast. 56 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.