Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 23
Minningarorð: F elix Eyjólfsson Þeim fækkar nú óðum gömlu skútumönnun- um, sem háðu hina hörðu baráttu á þeim skip- um. Einn úr þeirra hópi var hinn nýlátni vinur minn, Felix Eyjólfsson. Hann var fæddur 27. september í Hábæ á Akranesi og dó á Lands- spítalanum í Reykjavík 21. desember 1948, eftir stutta legu, en langvinnan sjúkleika, og var borinn til grafar frá heimili sínu, Vesturgötu 93 á Akranesi, að viðstöddu fjölmenni, þann 30. desember 1948. Hann var sonur hjónanna Eyjólfs Sigurðs- sonar og Hallberu Magnúsdóttur og ólst upp hjá þeim í hópi ellefu systkina sinna. Af þeim eru nú á lífi fimm bræður og ein systir, allt dugnaðar og sæmdarfólk. Þrátt fyrir mikinn dugnað og hagsýni foreldranna, voru efni smá, sem vonlegt var, með slíkan barnahóp, og kom því fljótt í hlut Felixar, þar sem hann var með þeim elztu af systkinum sínum, að vinna, sem hann heldur ekki sparaði. Fimmtán ára gamall fór hann á seglskipið Björgvin, skipstjóri Ellert Schram. Undir stjórn þess sómamanns þroskuðust meðfæddir hæfileikar unga sjómannsins, dugnaður, skyldu- rækni og reglusemi, sem urðu hinir sterku þræð- ir í lífi þessa góða drengs. Eftir fjögra ára starf á því skipi, var hann orðinn landskunnur stórfiskimaður og sjómaður og var því eftir- sóttur af skipstjórum og útgerðarmönnum. Næsta skiprúm hans var á seglskipinu Ester, skipstjóri Guðbjartur Ólafsson, nú hafnsögu- maður í Reykjávík. Þar var valinn maður í hverju rúmi, en hæstur varð Felix Eyjólfsson í lokin, og sýndi þó margur góða framgöngu, ef ég man rétt. Aflamet sitt setti hann árið 1918, á seglskipinu Keflavík, skipstjóri Símon Sveinbjarnarson, dró fimm þúsund fiska á ver- tíðinni, og mun aðeins einn hafa slegið það met, og var það á öðru skipi þá sömu vertíð. Slíkum vinnuafköstum, sem hér hefur verið lýst, náðu þeir einir, sem höfðu hraustan lík- ama og stálvilja. Árið 1921 lauk Felix meira fiskimannaprófi við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Var síðan stýrimaður á ýmsum fiskiskipum og reyndist duglegur og kraftmikill við þau störf, sem önn- ur. Vegna þess-að heilsan var ekki traust, hætti hann sjómennsku og tók upp ýmsa vinnu í landi, sem hann sýndi sama dugnað og árvekni við. Felix var stór maður vexti, sterkur og liðugur, skapmikill, en vel stilltur og hygginn. íþrótta- maður góður á yngri árum, náði mikilli leikni í íslenzkri glímu og var oft sigurvegari í þeim leik, sem öðrum. Felix Eyjólfsson var kvæntur Magnhildi Jónsdóttur, ágætri konu, sem var honum hinn góði förunautur í blíðu og stríðu. Hún lifir mann sinn, ásamt einkasyni, níu ára gömlum. Felixar er sárt saknað af systkinum, frændum og vinum, þó missirinn hafi orðið mestur hjá konu hans og syni, sem sjá nú á bak hinum trausta eiginmanni og föður, sem allt vildi fyrir þau gera, meðan líf og kraftur endtust. En hann, sem ræður öllu, mun leiða þau á brautum lífsins og þerra þeirra sorgbitnu brá. Við eigum öll fagrar minningar um þig, Felix, og þökkum þér fyrir samstarfið á sjó og landi, einnig allar sameiginlegar gleðistundir. Vertu alltaf sæll, við leggjum bráðum á sundið og hittumst á ströndinni fögru. Sig. Magnússon. Við fráfall Felixar Eyjólfssonar er í valinn hniginn einn hinn bezti félagi, sem ég hefi átt á lífsleiðinni. Ég átti því láni að fagna að hafa hann fyrir háseta nokkuð lengi, og er sú sam- vera mér minnisstæð og til mikillar ánægju. Felix var einn af þeim mönnum, sem vildi öllum liðsinna og leiðbeina. I fari hans var allt það bezta, sem hægt er að hugsa sér, trú- mennska, dugnaður og reglusemi. Það er mikill skaði, þegar slíkir menn falla frá á bezta ald- V I K I N G U R 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.