Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 7
Eitt af því allra fyrsta, sem félagið starfaði að út á við, var að láta semja frumvarp til laga um atvinnu við vélgæzlu á íslenzkum skipum, hliðstætt því, sem tíðkast meðal nágranna þjóðanna. Var það síðan lagt fyrir Alþingi og náði samþykki þingsins árið 1911, með nokkr- um breytingum frá því, sem til var ætlazt í fyrstu. Er óhætt að fullyrða, að lögin hafa orðið til hagsbóta fyrir stéttina óg ekki síður fyrir vélskipaútgerðina í heild, enda var þetta fyi’sta sporið til skipulagsbundinnar og lögverndaðrar starfsemi við vélgæzlu hér á landi. Þetta töldum við í þá daga mikinn sigur fyrir starfandi vélstjóra, en þó einkum fyrir fram- tíðina, enda var þá af flestum viðurkennt, að nauðsynlegt væri að fá löggjöf um þetta efni. Það kom þó brátt í ljós, að eigi dugði að láta hér staðar numið, enda ljóst frá upphafi, að nauðsynlegt var, að menn ættu þess kost að afla sér bóklegrar þekkingar um þessa hluti hér inn- anlands. Félagið hóf þvl markvissa baráttu fyr- ir því, að stofnaður yrði vélstjóraskóli í Reykja- vík, enda svo nátengt mál lögum um vélgæzlu, að fram hjá þessu var ekki hægt að komast með góðu móti. Átti þetta mál þó nokkurri and- úð að mæta í fyrstu, aðallega vegna þess, að það hlaut að hafa þó nokkurn kostnað í för með sér fyrir landssjóð, og sýnt þótti, að nemendur mundu verða fáir fyrstu árin. Þetta heppnaðist þó að lokum og lög voru sett um stofnun vél- stjóraskóla í Reykjavík. En með því, að einn af okkar velþekktu vélstjórum og einn af allra fyrstu nemendum skólans, mun rita sögu hans frá byrjun hér í blaðið, þá skal ekki frekar um hann rætt. Það er ánægjulegt til þess að hugsa, hve fljótt tókst að koma upp jafn góðum skóla fyrir svo fámenna stétt. Ég held, að íslend- ingar hafi stigið hér hlutfallslega stærra spor en nágrannaþjóðirnar gerðu á sínum tíma, og má vélstjórastéttin vera þakklát fyrir að svo giftusamlega tókst til fyrir hennar tilstilli og góðan skilning löggjafans. Það kom strax í ljós á fyrstu starfsárum félagsins, að tilfinnanleg vöntun varð á vél- gæzlumönnum sökum þess, hve skipum fjölg- aði öi-t, og hefur það raunar verið svo öll þessi ár, sem hér um ræðir, einkum nú síðari árin. Þó muna hinir eldri vélstjórar eftir tímabili, sem heldur illa leit út fyrir þessari stétt um atvinnu. Það var í hinni fyrri heimsstyrjöld, þegar fjórtán togarar voru seldir út úr landinu og var siglt samtímis út úr Reykjavíkurhöfn. Þann dag voru menn hljóðir og litu ekki björt- um augum á afkomumöguleika í framtíðinni. Ættu menn tal við útgerðarfélögin um þessi uiál, var viðræðan vanalega stutt og laggóð og endaði eitthvað á þessa leið: „Skipið selt, ekki ráðinn lengur“. Og hver fékk það, sem við- skiptabækur sögðu til um, og munu það hafa verið fremur smáar upphæðir hjá allflestum í þá daga. Þeir meðlimir félagsins, sem misstu atvinnu Hallgrímur Jónsson formaður félagsins í 24 ár. sína af þessum sökum, voru flestallir miðaldra menn og því vel starfhæfir til algengrar vinnu, hvort heldur var til sjós eða lands, og létu þetta áfall ekki svo mjög á sig fá og hikuðu ekki við að ganga að hverju því starfi, sem til féllst, en þá var lítið um atvinnu hér. En brátt fór aftur að birta í lofti með atvinnu við vélgæzlu. Ný skip voru keypt til landsins, og sótti þá brátt í sama horfið og áður um vöntun á vélgæzlu- mönnum með réttindum og líklega aldrei meira en nú á síðustu tímum, sem fyrr segir. Það hefur verið frá upphafi og er enn eitt af vandamálum félagsins, á hvern hátt réttast væri að haga afskiptum félagsins til þessa máls, og hefur enn ekki fengizt viðunandi lausn á því og ekki horfur á að breytist til batnaðar í náinni framtíð, því miður. Félagið hefur verið þeirrar skoðunar, að þeim mönnum, sem falin er vélgæzla, sé nauðsynleg sú þekking á starfs- inu, sem vélgæzlulögin ákveða, og undanþágur frá þeim séu ekki æskilegar, hvort heldur sem litið er á hag útgerðarmanna eða stéttarinnar sem heildar. En hér var úr vöndu að ráða og virtist ekki nema um tvær leiðir að ræða og hvorug góð. Önnur var sú, að reynt væri að fá til landsins útlenda menn með réttindi til þess að fullnægja þörfinni, hin leiðin var sú, að veita innlendum mönnum undanþágu frá vél- gæzlulögunum. Um hina fyrri lausn málsins er v í K I N G U R 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.