Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Síða 14
Tvær vélasamstæður í Ljósafossstöðinni, 6250 og 8000 hestöfl.
Kjartan T. Örvar
Atvinnumöguleikai* vélstjjóra
Það kann að þykja lítils um vert, að 40 ár
eru liðin frá stofnun Vélstjórafélags íslands,
en þó ekki sé lengra um liðið, hafa orðið all-
verulegar breytingar á kjörum og atvinnuskil-
yrðum vélstjóra. Starf þeirra er orðið víðtæk-
ara og grípur á margan hátt inn í atvinnulíf
þjóðarinnar. Þeir, sem sóttu nám í Vélskólann
1911, sáu víst ekki annað framundan, en að
sigla á togurum, en sú útgerð var þá í upp-
siglingu. Um atvinnu í landi var naumast að
ræða fyrir vélstjóra; verkstæði voru lítil og fá
og engar stórvirkar vélar. Fyrst eftir að raf-
magnið fer að ryðja sér til rúms breytist þetta
nokkuð til batnaðar.
Árið 1894 er fyrsta rafmagnsvirkjunin á dag-
skrá, en kemst ekki lengra en á pappírinn; aftur
á móti er fyrsta rafstöðin, að vísu lítil, byggð
1906 í Hafnarfirði og var eigandi hennar hinn
kunni athafnamaður Jóh. Reykdal. Svo langt
var Reykdal á undan sinni samtíð, að fyrst
1911 er næsta stöðin sett upp og er það á Eski-
firði. Úr því kemur nokkur skriður á málið.
Siglufjörður er næstur árið 1912 og Vík í Mýr-
dal og Seyðisfjörður 1913, en þá verður hlé,
sem ef til vill hefur átt rót sína að rekja til
heimsófriðarins, sem brauzt út 1914. Að styrj-
öldinni lokinni er hafist handa að nýju. Árið
1918 er sett upp stöð á Bíldudal og nú eru
einnig forráðamenn Reykjavíkur búnir að fá
áhuga fyrir málinu. Árið 1921 er Elliðaárstöðin
vígð og þótti allmikið mannvirki; þó var stöðin
aðeins 1500 h.ö. — Þegar bæjarstjórn Reykja-
víkur auglýsti eftir 3 gæzlumönnum við þessa
stöð, var aðeins einn umsækjandanna vélstjóri,
og var hann ráðinn 1. vélstjóri. Með þessari
ráðningu er að vissu leyti brotið í blað, hvað
62
VÍKINGUR