Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Page 20
Fimmtugsafmæli Guðmundur Gíslason skipstjóri á m.s. Herðu- breið varð fimmtugur að aldri 5. marz. Hann hefur stundað sjómennsku frá því hann var drengur. Fyrr á árum sigldi hann víða um höf á erlendum skipum og gat sér þá hinn bezta orðstír fyrir dugnað og góða framkomu við samverkamenn sína. Um tíma var hann á skemmtisnekkju, sem var í eigu amerísks millj- ónera. Þá var hann um skeið rórmaður (quarter- master) á millilandaskipinu Óskari II. Það var í eigu danska Sameinaða Gufuskipafélagsins og sigldi milli New York og Kaupmannahafnar. Á þeim tíma, sem Guðmundur sigldi með er- lendum þjóðum, lærði hann margt, sem að gagni hefur komið síðan, bæði fyrir sjálfan hann og íslenzku þjóðina. Guðmundi féll vel vera sín með útlendingum, en taldi sér þó skylt að helga fósturjörðinni krafta sína. Þess vegna hvarf hann aftur heim til fslands og hefur verið i þjónustu ríkisins æ síðan, sem stýrimaður þar til haustið 1948, en þá tók hann við skipstjórn á Súðinni. Nú sem stendur er hann skipstjóri á m.s. Herðubreið. Guðmundur hefur kynnzt mörgum manni víðs vegar í kringum landið, öll þau ár, sem hann hefur verið í strandferðum, en það hefur hann verið óslitið síðan árið 1930. Allir þeir, sem eitthvað þekkja til Guðmundar, munu óska honum gæfu og gengis í framtíðinni í tilefni af fimmtugsafmæli hans. C + D. Vid starfi útsölumanns Yíkingsins á Bíldu- dal hefur nú tekið Ebenezer Ebenezersson, og ber áskrifendum og öðrum, sem blaðið viija eignast, að snúa sér til hans framvegis. 60 Sigúrgeir Sigurðsson, hinn góðkunni útsölumaður Víkings á ísafirði, hefur nú látið af útsölumannsstörfum fyrir blaðið. Þakkar Víkingurinn Sigurgeir fyrir dugnað hans og mjög ánægjulega samvinnu á liðnum árum. Við útsölumannsstarfinu á ísa- firði hefur tekið frá síðustu áramótum, Guð- mundur H. Guðmundsson, Landssímastöðinni þar. Guðmundur er fyrrverandi sjómaður og væntir Víkingur þess, að góð samvinna megi takast með honum og starfsmönnum blaðsins. Björgunarafrek í fyrstu Englandsferð sinni á þessu ári, unnu skip- verjar á togaranum Röðli það afrek, að bjarga ensk- um togara, er rak fyrir sjó og vindi. Dró Röðull hann til hafnar í Skotlandi og mátti eklci tæpara standa, að brezki togarinn sykki ekki. Föstudaginn 8. janúar s.l., þegar Röðull var staddur á svokölluðum Færeyjabanka, heyrði hann neyðarskeyti frá brezka togaranum Cramond Island frá Hull. Hafði vélin bilað og rak togarann undan veðrinu, en stormur var og mikill sjógangur. Fann Röðull brezka togarann með radartækjum og þrátt fyrir stórsjó tókst að koma vírum milli togaranna, en meðan verið var að því, rákust togararnir saman í sjóganginum og brotnaði Röðull nokkuð aftarlega stjórnborðsmegin. Röðull dró síðan brezka togarann til hafnar í Skot- landi, en mikill sjór var kominn í brezka togarann og bað hann um björgunarbát, ef hann skyldi sökkva áður en þeir næðu höfn. Til þess kom þó ekki, en mátti þó ekki tæpara standa. V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.