Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 5
ætti þak yfir höfuðið, var það gamalt og ekki •^til frambúðar. Það varð því að samkomulagi, að allir yfirmenn skipanna ynnu að því í fé- lagi að komið yrði upp viðeigandi skólahúsi fyrir alla æskumenn sjómannastéttarinnar til sérnámsiðkana. Var undirbúningur þegar hafinn og málið flutt fyrir ríkisstjórn og Alþingi af fulltrúum F.F.S.I. Hvatningargreinar voru ritaðar í blöð- in o. s. frv. Vélstjórafélagið átti á þennan hátt nokkra hlutdeild í undirbúningnum að byggingu hins mikla sjómannaskóla á Rauðarárhæð, og einnig fulltrúa í byggingarnefnd. Með aukinni samvinnu sjómanna um þetta mál, jókst þeim stórhugur og bjartsýni. Munu tillögur þeirra um stærð og staðsetningu skól- ans hafa vaxið mörgum í augum og þótt í mikið ráðizt. En síðan skólarnir tóku til starfa í hinu nýja húsi og sýnt er, að það muni verða full- setið í mjög náinni framtíð, skilst mönnum, að hér var ekki um léttúð né hófleysi að ræða, en skynsamlegar ráðstafanir fyrir framtíðina. Vígsla sjómannaskólans markar vissulega merkilegt spor í atvinnusögu íslendinga, og byggingin er öllum til sóma, sem að henni unnu. Af því, er vélfræðikennsluna snertir, er þó enn nokkuð ábótavant, sem bæta þarf úr hið bráðasta. Nokkur hluti vélfræðikennslunnar, mótornámskeiðin, eru enn í umsjá Fiskifélags- ins. Eru þau út af fyrir sig allmikið fyrirtæki. Hafa þau þar naumast eins góð starfsskilyrði, eins og hægt væri að búa þeim í sjómannaskól- anum. Langeðlilegast er, að öll kennsla í vél- fræði verði lögð undir Vélskólann, og það af henni, sem fram fer í Reykjavík, flutt í hús- næði Vélskólans í Sjómannaskólanum. Þar eð ríkissjóður kostar alla þessa kennslu, þá er hér einungis um skipulagsatriði að ræða, sem þarf að framkvæma sem allra fyrst. Eins og minnst var á hér að framan, hefur Vélskólinn frá upphafi vega verið nálega á- haldalaus, til mikils baga fyrir kennsluna. Virð- ist ríkissjóður aldrei hafa verið þess um kom- inn að bæta úr þessu, þar til nú fyrir skemmstu, að dálítil fjárveiting var látin í té fyrir atbeina eins velunnara skólans á þingi. Mun eitthvað af tækjum hafa verið keypt, einkum fyrir raf- magnsdeildina, sem getur orðið vísir að því, sem verða þarf í þeim efnum. Hin mikla atvinnubylting, sem hér hefur átt séi’ stað síðustu áratugina, hefur að sjálfsögðu haft gagnger áhrif á hagsmuni og hugsunar- hátt okkar íslendinga. Framsýni og áræði hefur vaxið með auknum viðfangsefnum og menning- arviðleitni þjóðarinnar farið dagvaxandi. Þó ótrúlegt sé, hefur þó nokkuð skort á, að menn gerðu sér grein fyrir nauðsyn almennrar tækni- fræðslu í landinu, svo mjög sem hennar er þó þörf, þar sem nálega hvert farartæki á sjó og landi — og í lofti, er nú vélknúið. Starfsemi Vélstjórafélags íslands, svo fá- Nemendur Vélskólans í Reykjavík 1948—’49. V I K I N G U R 53

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.