Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 13
Þorsteinn Ársœlsson Skólaskip Frá upphafi Islandsbyggðar hefur sjósókn verið önnur stærsta atvinnugrein íslenzku þjóð- arinnar, og sú stétt manna, sem afkoma þjóð- arinnar byggist nú mest á, er tvímælalaust sjó- mannastéttin. Það fer því þjóð vorri hin mesta nauðsyn, að eiga röskum drengjum á að skipa, til þess að inna af hendi hin margvíslegu störf, sem sjósóknin hefur í för með sér. Forráða- mönnum þjóðarinnar er skylt að sjá mönnum þeim, er sjóinn stunda, fyrir viðunandi kennslu í siglingafræði, meðferð og notkun véla skips- ins og fleiru, sem lýtur að siglingu skipa um höfin. Þjóðin hefur eignazt stóran og glæsilegan Sjómannaskóla, þar sem ungum mönnum gefst tækifæri til að stunda bóklegt nám, unz þeir teljast færir um að taka við störfum á skip- unum. Það liggur þó í hlutarins eðli, að margir þeir, sem eru brautskráðir úr Sjómannaskólanum, hafa takmarkaða verklega þekkingu til að bera, og verða að afla sér hennar á eigin spýtur. Víða erlendis meðal stórþjóða, eru skipshafn- ir þjálfaðar á sérstökum skólaskipum. Þeim mun þó aðallega vera ætlað að stjórna herskip- um eða öðrum þeim skipum, sem notuð eru í hernaðarskyni. En hvers vegna skyldi ekki eins mega þjálfa skipshafnir til friðsamlegra starfa? Islendingar þyrftu að eignast skólaskip, til þess að gefa nemendum Sjómannaskólans tækifæri til að fá rétta tilsögn og æfingu í verklegum störfum stéttar sinnar. Þetta er sérstaklega áríðandi nú, þar sem á ári hverju bætast ný og glæsileg skip við skipa- flota landsmanna, en á sama tíma fullnægir Sjómannaskólinn ekki eftirspurn eftir faglærð- um mönnum og á ég þar einkum við vélstjór- ana. Eins og kunnugt er, ríkir tilfinnanlegt neyðarástand í þessum málum, þar sem orðið hefur að fá undanþágur fyrir fjölmarga menn, sem ekki hafa réttindi til að gegna störfum vélstjóra á hinum ýmsu skipum. Það er staðreynd, að vélstjórn veiAur ekki kennd eingöngu bóklega svo að vel fari, þar eð starfið byggist að mestu leyti á hinu verk- lega. Geta því allir séð, hve brýn nauðsyn okkur íslendingum er á að fá skólaskip. Sá, sem oftast hefur bent á þetta nauðsynjamál, er Ólafur Hvanndal prentmyndasmiður. Hann byggir rök sín á eigin reynslu af sjósókninni, og segir á einum stað: „Bóklega fræðslan er nauðsynleg og sjálf- sögð, en allir, sem til sjómennsku þekkja, vita ofur vel, að hin verklega fræðsla er ekki síður þarfleg. Án hennar getur enginn verið sjó- maður“. Heyrzt hefur, að von sé á nýju og hraðskreiðu strandgæzluskipi, sem jafnframt eigi að nota sem skólaskip, og er það vel. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að skip þetta komi til landsins og nemendur Sjómannaskólans fái tækifæri til að læra verkleg störf jafnframt bóklegu námi. sum alveg ný og fullkomin, með öllum nýjasta búnaði. Aúk þess koma svo hinir nýju togarar, sem eiga að verða um 40 að tölu, allir af nýj- ustu og fullkomnustu gerð. Að vísu ekki nema örfáir af þeim mótorknúnir, sem kallað er, en í hverjum þeirra eru samt 3 hjálparmótorar, sem knýja rafala, og allar hjálparvélar skip- anna, 16-—17 að tölu, eru knúnar með rafmagni. Þessi skip eru því að öllu leyti útbúin sem mót- orknúin væru, að öðru leyti en því, að aðalvélin og togvindan eru eimknúnar. Nú er þá svo komið, að ekkert skip er smíð- að handa íslendingum, nema mótorknúið sé, eða að öllu leyti útbúið sem mótorskip, að undantekinni aðalvél og togvindu flestra nýju togaranna. Öll þessi skip eru að sjálfsögðu mönnuð íslenzkum vélstjórum, og nú efast eng- inn um, að óhætt sé að trúa þeim fyrir vél- stjórn á þessum nýju og vönduðu skipum, með hinum margbrotna búnaði, því þeir vélstjórar, sem hingað til hafa haft þar vélstjórn á hendi, hafa fyrir löngu fært sönnur á það með verk- um sínum, að þeir eru fullkomlega þeim vanda vaxnir. Því verður þó ekki neitað, að með þessari öru fjölgun mótorskipanna breytist viðhorfið þannig, að við þurfum meira á að halda hin- um ungu mönnum, sem koma beint frá próf- borðinu, oft með litla verklega þjálfun, til vandasamra starfa við margbrotin vélakerfi. Það virðist því vera kominn tími til að ríkis- valdið búi Vélskólann í Reykjavík betur út, en hingað til hefur verið gert, bæði hvað snertir húsnæði, mótora og tæknileg áhöld, svo þar geti farið fram fullkomin verkleg kennsla í mótor- fræði, samhliða þeirri fræðilegu. — Þ. L. V I K I N G U R 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.