Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 17
VKTINNI nokkur og segir: — Þér tekst aldrei að koma honum í gang, frænka. Stúlkan, sem kannaðist ekkert við stráksa, svaraði heldur snúðug: — Það var mikið, að þú sagðir ekki amma. Sá stutti svaraði um hæl. — Þú getur vafalaust verið orðin amma þegar þú ferð af stað! ★ • Drengur kom inn í lyfjabúð og bað um klóróform fyrir krónu. Þegar lyfsalinn spurði hann til hvers hann ætlaði að nota klóróformið, svaraði drengurinn: — Ég féll á prófinu í skólanum í dag, og fyrir það verð ég flengdur þegar ég kem heim. Mér veitir því ekki af að deyfa mig dálítið áður. ★ Kennarinn: — Varst það þú, Óli, sem skrifaðir á töfluna: Kennarinn minn er flón. Óli: Já, herra kennari. Kennarinn: — Jæja, ég ætla nú að fyrirgefa þér dónaskapinn í þetta skipti, af því að þú sagðir satt! ★ Hans: — Hvað segir konan þín þegar þú kemur seint heim á kvöldin? J Jón: — Ég er ókvæntur. ■ Hans: — Hvers vegna ferðu þá svona seint heim? ' ★ Rauðhaus (við sköllóttan kunningja sinn): — Það hefur víst verið ofsarok í dag, ég sé að allt hárið hefur fokið af höfðinu á þér. Skalli: — Nei, ég skal segja þér hvers kyns er. Þegar guð skapaði mig, átti hann aðeins rautt hár, en þá vildi ég heldur vera hárlaus! ★ Skrifstofustjórinn: — Þetta gengur ekki lengur, ung- frú María! Þvílík vinnubrögð get ég ekki þolað hér í fyrirtækinu. Með annari hendi skrifið þér á ritvélina, en lesið skáldsögu í óða önn með hinni! ★ Dóra litla: — Eigum við að koma í hjónaleik? Palli litli: — Það er ekki hægt! Mamma segir, að við megum hvoi'ki rífast eða slást! ★ í biðstofu hjá lækni. — Nei, góðan dag, frú Anna. En hvað það var gam- an, að við skyldum hittast hér! ★ — Hvers vegna gengurðu með þennan hnút á vasa- klútnum? — Það er bara til þess, að minna mig á, að minna — Að hugsa sér anna'ð eins ■—- þessi heiðarlegi maður var þá víxilfalsari og stórþjófur! konuna mína á að spyrja mig, hvort ég hafi munað eftir dálitlu, sem hún bað mig að muna fyrir sig. ★ Hann: — Það er nú eins og vant er. Þú getur aldrei verið sammála mér í neinu. Hún: — Þetta er nú bara alls ekki satt. ★ Jón Jónsson var auðugur piparsveinn, kominn hátt á sextugsaldur. Einhverju sinni kynntist hann stúlku um þrítugt, og gerði hún sér mjög títt um-Jón. Kom þar, að hún lét hann fyllilega á sér skilja, að eigi myndi standa á jáyrði, ef hann ympraði eitthvað á hjúskaparmálum. En Jón var af langri reynslu tor- trygginn gagnvart hinu fagra kyni og svaraði stúlku- kindinni á þessa leið: — Ég þykist sjá, að þig langar ósköp mikið til að verða ekkjan mín! ★ Björn var að biðja sér konu, og áður en stúlkan svaraði málaleitan hans, spurði hún hann nokkurra spurninga. Meðal annars spurði hún hann, hvað hann væri gamall, og sagðist hann vera fertugur. — Það getur nú ekki verið, sagði stúlkan, því þú áttir fimmtugsafmæli fyrir nokki'u. — Jæja, hvernig sem það er, þá skipta ein tíu ár ekki svo miklu máli, ef þú vilt mig á annað borð. ★ Nýkvæntur maður: — Hvað er þetta, reikningur fyrir danskjól! Hvenær fékkstu hann? Konan: ■— Manstu það ekki, góði? Það er kjóllinn, sem ég var í á dansleiknum, þegar þú baðst mín. Maðurinn: — Þetta finnst mér nú helzt til langt gengið! Aldrei fær þorskurinn sendan reikning fyrir netið, sem hann er veiddur í! V I K I N G U R 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.