Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 9
Síðan Vélstjórafélagið var stofnað, hefur margt á dagana drifið meðal þjóðarinnar. Tvær heimsstyrjaldir hafa geisað, og hafa þær sett sín spor á allt athafnalíf þjóðarinnar. Sum hafa óneitanlega orðið þjóðinni til framfara á marg- an hátt, en önnur hafa því miður orðið allör- Þorsteinn Ámason. framkvæmdastjóri félagsins. lagarík. En þrátt fyrir margt misjafnt, sem komið hefur fram við þjóðina, þá er það næsta undravert, hve gifta okkar Islendinga var mikil í þessum hildarleik þjóðanna. En vissulega varð sjómannastéttin harðast úti allra landsmanna á styrjaldarárunum í missi margra mannslífa af stríðsins völdum. Vélstjórastéttin fór ekki varhluta af þeim fórnum, hún missti margt mætra manna og góðra félaga, sem okkur er skylt að minnast með söknuði, og betur en gert hefur verið til þessa. Ég hefi nú lítið eitt minnst á starfsemi fé- lagsins á liðnum árum, eða þá þætti, sem unnir hafa verið fyrir opnum tjöldum, ef svo mætti að orði komast, og hafa oft skipzt á skin og skúrir í okkar starfsemi, og er það að vonum á svo löngum tíma, sem hér um ræðir, en ég held, að alla jafnan hafi það verið þungamiðjan í starfseminni, að velja jafnan það eitt, sem miðaði að heill stéttarinnar og þjóðarheildar- innar. Innbyrðis starfsemi félagsins hefur verið all- fjölþætt og verður of langt ,mál að lýsa henni í stuttri blaðagrein og verður því stiklað á stóru. Félagið hafði með höndum um nokkurra ára skeið allmikla styrktarstarfsemi meðal meðlima sinna, en hefur orðið að draga mjög saman seglin, þar sem svo fámennu félagi var alger- lega ofvaxin fjárhagshlið málsins, enda breytt viðhorf til þeirra mála nú frá því, sem áður var. Félagið hefur einnig smærri sjóði, sem hafa sitt sérstaka hlutverk að vinna, en allir miða að einu og sama marki, að treysta hag félagsmanna á einn eða annan hátt, ennfremur hefur félagið haft opna skrifstofu um nokkurra V í K I N □ U R ára skeið fyrir starfsemi sína, og var það ó- hjákvæmanleg ráðstöfun sökumþess, að meðlim- irnir voru svo mjög dreifðir út um haf og hauð- ur, og þurftu því að hafa ákveðinn stað til að koma á framfæri áhugamálum sínum viðvíkj- andi starfinu og fleiru. Einnig hefur félagið haft margvísleg störf með höndum, svo að þessi ráðstöfun var óhjákvæmileg nauðsyn, og hefur tvímælalaust orðið stéttinni til góðs, og svo mun enn verða, ef vel tekst með fram- kvæmdir. Það hefur stundum verið talað um, að félagið mundi vera friðsamasta stéttarfélag, sem starfaði í Reykjavík. Hvort nokkuð er satt í þessu, skal ósagt látið, en eitt er þó vitað með vissu, að félagið hefur ekki átt í launadeilum við atvinnurekendur svo teljandi sé, og hefur jafnan tekizt að semja um kjör sinna manna, án þess að beita verkfallsvopninu svokallaða, og er það vel farið. Sé friðsamleg lausn málanna ekki keypt of dýru verði, er það tvímælalaust rétta leiðin. Ég á enga betri ósk félaginu til handa á þess- um afmælisdegi þess, en þá, að því mætti auðn- ast að hafa jafnan það, sem réttara reynist í hverju máli, sem það hefur með höndum. Þá er tilgangi félagsins náð. Dr. H. I\lefzner Alþingi veitti fyrir skömmu hinum þýzka sérfræð- ingi í fiskiðnaði, dr. H. Metzner, fjölskyldu hans og aðstoðarmanni, íslenzkan ríkisborgararétt. Var flutt frumvarp um þetta mál af allsherjarnefnd efri deildar, og fór frumvarpið gegnum allar umræður í deildinni, tii neðri deildar og nefndalaust gegnum allar umræður þar og var endanlega samþykkt samdægurs. Var frum- varpið samþykkt án nokkurra mótatkvæða, en ein- hverjir sátu hjá. Dr. Metzner er einn af þekktustu vísindamönnum Þjóðverja á sviði fiskirannsókna, og kom hann hingað til lands fyrir styrjöldina. Hann er vel efnaður maður, á rannsóknarstofu og verksmiðju í Þýzkalandi. Var hann í ráðum, er niðursuðuverksmiðju SÍF var komið upp, er hann var hér fyrir stríðið. Að þessu sinni kom dr. Metzner hingað í boði há- skólans og flutti hér fyrirlestur. Barst þá í tal við hann, hvort hann vildi ekki koma hingað alkominn og verða ef tii vill ráðunautur ríkisstjórnarinnar. Tók hann þessu vel, 'en kvaðst ekki mundu geta þetta nema hann yrði íslenzkur ríkisborgari. Þótti svo mikilsvert að fá hann hingað, að frumvarp um borgararétt hans og fjölskyldu hans og aðstoðar- manns, var lagt fram á þingi að tilhlutan sjávarút- vegsmálaráðherra og meðmælum stjórnarinnar, og fékk skjóta afgreiðslu, af því að dvalarleyfi dr. Metzners var að verða útrunnið og hann varð að hverfa aftur til Þýzkalands hið bráðasta, án vissu um að komast aftur úr landi, nenia hann hefði borgararéttinn. 5r,?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.