Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1949, Blaðsíða 28
þögnina með vélarskrölti, og þá var ekki leng-
ur til setu boðið.
í',estar skipsins voru losaðar, húfum var
veifað í kveðjuskyni, og báturinn dró skip
okkar letilega frá bryggju, í austurátt.
Þegar komið var fram á miðjan fjörðinn,,
gaf skipstjóri skipun um, að báturinn skyldi
sleppa okkur. Því næst var öllum seglum
tjaldað, stórsegli, messa, fokku, klýfir og topp-
um, og suðaustan fjallaþeyrinn bar okkur
hægt og mjúklega út Eyjafjörð.
Skipstjóri hélt um taumstýrið, tók ofan höf-
uðfatið og sagði okkur að lesa faðirvorið. All-
ir sem einn fórum við í viðeigandi stellingarl
og tautuðum citthvert hrafl úr bæninni, og
blessuð sólin hellti yigeislum sínum yfir hvers
manns höfuð, svo sem í þakklætisskyni fyrir
það, að sýna þessa viðleitni.
Eftir bænina fengum við okkur árbítinn,,
hver maður hafði skrínukost, nema hvað viðl
höfðum sameiginlega máltíð einu sinni á dag,
sem oftast voru baunir og brismalt rollukjöt,
en einstaka sinnum saltfisk og vatnsgraut í
ofanálag. Ég hafði fengið mér svolítinn hænu-
blund, þegar komið var fram að lúkarsgatinu,
og mér sagt, að nú væri búið að skipta vökt-
um. Ég hafði lent á skipstjóravaktinni, og átti
hún nú „törn“ á dekki.
Maðurinn, sem fram í kom, var blautur, og
sagði sínar farir ekki sléttar, því að komiði
væri drif. Skipið hallaðist nokkuð á bakborða,
því að alllivasst var, en sjólítið. Ég gat í hvor-
ugan fótinn stígið fyrir monti, að vera kom-
inn í þennan gulhvíta, danska búning, sem
hafði þann eiginleika að halda vatni. Aldrei
hafði ég áður gengið járnaður, því að skeif-
ur voru undir stígvélahælunum, og hatturinn
féll eins og flís við rass að höfðinu. Já, ég var
fær í flestan sjó.
Það var ætlun inín að ganga hlémegin aftur
á skipið, þar sem félagar mínir stóðu í þétt-
um hnapp, eins og undir sturtubaði.
Skipstjórinn kallaði höstulega til mín og
sagði mér, að ég ætti æfinlcga að ganga á kul-
boi'ða og stíga af mér hallann, eða halda í há-
stoklc skipsins. Auðvitað tók ég síðari kostinn
og fékk ærlega sjóskírn um leið og ég slapp
aftur með.
Þarna látum við verka hákarlinn okkar, ef
við fáum einhverja bröndu, sagði Björn skip-
stjóri og benti upp á Siglunesið, og þá kvað'
hann:
Austan kaldinn á oss blés,
upp skal faldinn draga trés.
Velti aldan vargi hlés,
við skulum halda á Siglunes.
Við komum til Haganesvíkur laust eftir
miðjan dag, og þar settum við á land ýmsai'
nauðþurftir heimilanna, sem við höfðum feng-
ið lánaðar hjá útgerðarfélaginu Höepfner á)
Akureyri.
Snemma næsta moygun var gott ferðaveður,
suðaustan stormur með éljum, og gaf von um
ljúfan byr í seglin. Það voru líka margat'
hendur á lofti, sumir hófu upp legufærin, aðr-
ir drógu upp seglin, svo var sett í norðvest-
ur. Eins og oft áður, fóru djarfhuga og starfs-
glaðir sjómenn á litlu, vélarlauSu skipi í
hæpna sjóferð til þcss að draga björg í bú.
það var farið fram á Strandagrunn og lagst
á 180 faðma dýpi.
Ekki sáum við austurfjöllin, aðeins Horn-
bjarg í góðu skyggni. Veðrið var gott og menn
í bezta skapi. Skipið snerist fyrir straunmum,
eins og hestur í tjóðri.
Jæja, nú er bezt að fara að mata þann gráa,
sagði skipstjórinn, og stakk vænni tóbakstölu
undir jaxlinn.
Grænsaltað selspikið var þrætt upp á sókn-
irnar og fjórum vöðum rennt i botn án tafar.
Ég spurði stýrimann, hvort ég ætti ekki að1
renna líka færi, og varð mér reglulega til
skammar; allir fóru að hlæja að grunnhyggní
minni. Einn félaga minna sagði: ,,þú færð að
sitja undir, greyið mitt, eftir finim vertiðir,
ef þú stenzt þá prófið“.
Til frekari skýringar er rétt að geta þess,
að aðeins elztu og vönustu mennirnir höfðu
þann starfa að sitja undir. Hinir, sem lausir
voru, hlupu á milli og drógu hákarlinn með
þeim. Sá var talinn mestur, er setti í fyrsta
kvikindið, og reyndi nú hver sem betur mátti
að verða var.
Stýrimannsvaktin átti næturvakt á dekki,
og þar sem enginn varð var, stakk frívaktin
sér undir þiljur. Heldur var hráslagalegt í
mannaplássinu þessa nótt. Enginn hafði lagt
í eldavélina. Ég var svangur og blautur, opn-
aði matarskrínuna og snæddi harða kringlu.
„Hvað ætlar þú að éta eftir hálfan mánuð“,
sagði sá, ér rétt hafði mér sneiðina á þilfar-
inu nokkru áður. Það var rekkjunautur minn.
„Það er annars bezt að gefa þér selspikið, úr
því sá grái vill það ekki“. Úr þessu varð orða-
senna og síðan hörku-áflog, sem enduðu með
því, að ég svaf einni í kojunni til morguns.
Klukkan sex vorum við kallaðir á vaktina
og höfðu þá félagar okkar heitt vatn, svo að
nú var drukkið kaffi úr stórum merkurkönn-
um og étið hart brauð.
Við höfðum verið þarna í tvo til þrjá sólar-
hringa og ekkert nýstárlegt borið við, veðrið
V í K I N G U R
1 68